Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Blaðsíða 67
TMM 2008 · 3 67
L j ó ð o g f l ó ð
sem situr við borðið / með tebolla við hlið sér / og lagar úrverkið.“ Inni
á milli eru öllu kyrrlátari myndir eins og í „Áður“, þar segist ljóðmæl-
andi hafa verið gömul kona „sem þóttist vera draugur“. En hún var
einnig lítil stúlka, „í felum bakvið runna.“ Loks segist ljóðmælandi hafa
synt í sjónum þar til hún „hvarf undir öldurnar / dauð á meðal fiskanna.“
Og ljóðið endar á línunni: „Þetta voru góðir tímar.“ Hér birtist okkur
líka dálítill húmor mitt í öllu þessa draumkennda draugadrama.
Einkennileg grimmd setur mark sitt á ljóðið „Andvaka“, sem minnir
bæði á Lísu í Undralandi og sögur H.C. Andersen. Þar stækkar heim-
urinn og um leið smækkar stúlkan „þar til hún var vart greinanleg
lengur“. Ljóðmælandi er næstum búin að stíga á hana en svo kemur
maður sem „setti þig ofan í / tóman eldspýtustokk um kvöldið / til að
tryggja að þú týndist ekki, / og þar lástu andvaka alla nóttina. // Á nætur-
stað sem utan frá / virtist ekki meira en lítill kassi / fullur af ryki.“ Hér
ferðast lesandi milli stærða og endar í eldspýtustokk, andvaka með
stúlkunni, svo færist sjónarhornið út fyrir stokkinn sem kannski er eftir
alltsaman bara lítill kassi fullur af ryki.
iii
Einhverskonar grimmd er einnig í ljóðum Kristínar Svövu Tómasdótt-
ur, í bland við ljúfsáran tón. Þó er töffaratónninn mest áberandi við
fyrstu sýn. Ljóð hennar eru næstum andstæðan við ljóð Þórdísar, en
báðar eru þær af yngstu kynslóð ljóðskálda. Í Blótgælum fjallar Kristín
Svava um nútímann á kraftmikinn og áhrifaríkan hátt. Myndmál
ljóðanna er fremur einfalt og hreinskiptið sem gefur ljóðunum hráan
kraft og innkoma þessarar ungu skáldkonu inn í íslenskt bókmennta-
landslag var á allan hátt eftirtektarverð. Pólitísk átök, með kaldhæðnum
undirtónum, er áberandi stef eins og kemur meðal annars fram í ljóðinu
„Dýrin í Hálsaskógi“. Þar er ekki sagt ævintýri heldur fjallar ljóðið um
mótmæli: „hér er / umburðarlyndi gagnvart öðrum menningarheimum
/ (nema Ameríkönum og starfsmönnum í þungaiðnaði)“, og seinna er
sagt frá dansi í kringum lopakálfinn „sem ekki verður fórnað af eintóm-
um grænmetisætum“. Þetta er því ekki einfalt áróðursljóð eða ríkjandi
pólitísk sýn, heldur er ljóðið fremur tvíræð ádeila á (einfeldningsleg?)
mótmæli yngstu kynslóðarinnar – sem skáldkonan tilheyrir sjálf. Þjóð-
arhrokinn er tekinn fyrir í „Mallorca“, þar ráfar drukkinn ljóðmælandi
um og hrópar „Island, Island, über alles“, og súmmar svo fjölda vel
heppnaðra vísana saman í línunum „ó þú blindsker örlaga minna,
útungunarstöð hógværra stórmenna, Ó GARGANDI SNILLD!“