Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Síða 68
68 TMM 2008 · 3
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r
Það er einmitt þessi tónn samsömunar og írónískrar fjarlægðar sem
gerir ljóð Kristínar Svövu svo áhrifamikil. Inni á milli eru svo persónu-
legri ljóð, eins og „Ljósin meðfram flugbrautinni“. Þar veltur ljóðmæl-
andi „upp og niður stigana á Broadway“ og ljósin í stigunum minna á
„ljósin meðfram flugbrautinni“. Áfram heldur drykkjan, samviskusam-
lega, og við færumst úr partýi í partý og endum á því að horfa á ljóðmæl-
anda æla yfir bíl stráksins sem hún svaf hjá. En þá leggst hún í sjálfskoð-
un og sér að hún er komin „fram úr þeim öllum“, að „ekkert er fram
undan nema ljósin meðfram flugbrautinni / sem liggur upp frá þessari
héluðu jörð“. Enn er sjálfsháðið greinilegt, en þó ekki yfirgnæfandi. Hér
er búin til einföld mynd flugbrautar og flugtaks sem síðan breiðir úr
sér.
Það má finna þræði milli ljóða Kristínar Svövu og skáldverka eftir
,reiðar konur‘ níunda áratugarins, en þó er einnig skýrt að hér hefur
ýmislegt breyst, sérstaklega hvað varðar háðsádeiluna á vægi þeirra
margvíslegu byltinga, mótmæla og uppreisna sem malla í textunum. Það
er ferskleiki í þessum ljóðum sem felst meðal annars í því hvernig þau
ganga þvert á viðteknar hugmyndir um hið ,ljóðræna‘. Þetta kemur þó
ekki í veg fyrir að ljóð Kristínar Svövu séu á stundum ljóðræn; „Ljósin
meðfram flugbrautinni“ og „Næturverðir“ búa yfir heilmikilli ,ljóð-
rænu‘; en segja má að hér sé hugmyndin um ,ljóðið‘ tekin lengra, án þess
þó að hverfast yfir í hreina tilraunastarfsemi.
iv
Tilraunastarfsemi er hinsvegar áberandi í bókum Kristian Guttesens,
Eiríks Arnar Norðdahls og Ingólfs Gíslasonar. Glæpaljóð Kristians er
einskonar ljóðsaga sem fjallar um fóstureyðingu, uppsetning ljóðanna
er tilraunakennd en bókin í heild þó mun hefðbundnari en bækur
Eiríks Arnar og Ingólfs og líður nokkuð fyrir skort á átökum í texta sem
fjallar um svo mikið átakamál.
Handsprengja í farangrinum nefndist sameiginleg útgáfa Eiríks og
Ingólfs á orðum þekktra einstaklinga sem sett voru upp sem ljóð. Hér er
enn verið að spila með hugmyndina um ,ljóðrænu‘ (meðal annars) og nú
í pólitískum tilgangi, en bókin er paródía. Kápuhönnun Guðmundar
Odds undirstrikar þetta og færir ,ljóðin‘ í búning, og bókin er í heildina
séð nokkuð vel heppnuð sem einskonar gjörningur. Því miður þolir hún
illa að vera lesin, sem er vissulega galli á ljóðabók. Sama vandamál ein-
kennir ljóðabók Eiríks Arnar Norðdahls, Þjónn, það er Fönix í ösku-
bakkanum mínum; þó að hún innihaldi nokkur áhugaverð augnablik er