Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Side 69
TMM 2008 · 3 69
L j ó ð o g f l ó ð
hún leiðinleg aflestrar. Eins og fram kemur í formála er þetta í raun
fleiri en ein bók og eru þar fyrirferðarmestir ljóðabálkarnir „Síðasti lið-
hlaupi þorskastríðsins“ og „Súblimavatn“. Mikið er um tilraunastarf-
semi, meðal annars í anda Handsprengjunnar. Eiríkur hefur getið sér
gott orð sem hljómorða–skáld og sjálfsagt má hugsa sér að mörg þessara
ljóða virki betur í upplestri.
Liðhlaupa–bálkurinn býr yfir nokkuð mögnuðu myndmáli á stund-
um, en einkenni ljóða Eiríks Arnar er orðgnótt, eins og birtist vel í
erindi XXIX: „Þúsund þorskar stinga tungunni ofaní Ísafjarðardjúp svo
titra grannir broddar á löngum tungum, stinnast hvítnandi hnefar og
brýnast hertir oddar, munnholin fyllast af þangvöfðu brimsöltu smá-
grjóti, harðfiskhjallar á flotholtum dúa inni á fjörðunum og þorskeldis-
kvíarnar iða svo myndast svelgir og ofan af fjöllunum er eins og firð-
irnir séu fullir af sjóðandi pottum og bubblandi hraðsuðukötlum, kjaft-
forum vestfirskum uppreisnargjörnum heimalingsþorski sem séð hefur
myndir af stórum heimum og myndað hefur sér stóra drauma í litlum
brothættum brjóskhöfðum, stóra drauma um að sporðreisa stóra heima,
sporðrenna stórum heimum með sporðaköstum í skýjaborgasporða-
kastölum.“ Eiríkur beitir ljóðinu einnig í pólitískum tilgangi og notar
þorskastríðstemað til að fjalla um annað stríð, stuðning ríkisstjórnar
Íslands við innrásina í Írak.
Síðasti hluti bókarinnar er helgaður „Tímanum og vatninu“, er eins-
konar úttekt á stöðu þess ljóðs í íslenskum skáldskap með tilheyrandi
vangaveltum um túlkun þess og skáldleika. Úttektin endar svo á eigin
útgáfu Eiríks Arnar á ljóðinu, sem fellur flöt.
v
Hugmyndin um hvað er ,ljóðrænt‘ eða ,skáldlegt‘ er sömuleiðis nærtæk
í ljóðabók Ingólfs Gíslasonar, Sekúndu nær dauðanum – vá, tíminn líður!
Líkt og með fleiri bækur frá skáldum sem gefa út undir merkjum Nýhil
er hönnun bókarinnar grípandi, stærð og áferð kápu er smart og síðan
eru gerðar allskonar tilraunir með uppsetningu ljóða. Ber þar sérstak-
lega að geta tveggja ,myndasögulegra‘ karlmannsmynda sem birtast
reglulega eins og stef við hin ljóðin. Ljóðin sjálf eru síðan uppfull af
vangaveltum um bókmenntir og mat á þeim, eins og kemur ljóslega
fram í ljóðinu sem vitnað er til aftan á kápu, „Kenning mín um bækur“.
Önnur ljóð eru sett upp í líkön, eins og „Kæri ljóðrýnandi“ snemma í
bókinni, þar er búið að merkja í viðeigandi reiti sem einskonar gátlista
fyrir greiningu, og nafnlaust ljóð undir lok bókarinnar, þar sem er