Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Side 71
TMM 2008 · 3 71
L j ó ð o g f l ó ð
tóninn er lúmskari og launfyndnari en í þungbúnari ljóðum hinna.
Dæmi um hversdagslegt augnablik er „Fróm ósk“, en þar stendur „Vin-
samlegast lokið hliðinu!“ á „veglegu skilti“ við grindverk utan um garð
gamals húss, „Hliðgrindina var hvergi að finna.“
Yngsti fulltrúi ljóðskálda frá síðasta ári er Jökull Máni (f. 1997), en
bók hans Vafi ber undirtitilinn Stutt ljóð með réttu. Sumar þessara
ljóðabóka hversdagsleikans eru einskonar ljóðsögur, eins og Blóm handa
pabba eftir Bjarna Gunnarsson, sem lýsir sambandi sonar og föður. Öllu
persónulegri og orðfleiri er drengmóður Garðars Baldvinssonar sem
lýsir uppvexti ungs drengs, fátækt og einelti af nokkurri biturð.
i
Guðrún Hannesdóttir hlaut á árinu Ljóðstaf Jóns úr Vör fyrir ljóðið
„Offors“ og sendi í kjölfarið frá sér ljóðabókina Fléttur. Fléttur láta ekki
mikið yfir sér, hér er fjallað um náttúru, bernskuminningar og stemn-
ingar og margt er vel gert. Dæmi um áhugaverða femíníska mynd er
ljóðið „Sama sagan“, þar er vísað til ævintýra í ljóði sem fjallar um
heimsóknir hetja til risa, en þar „er langoftast kona sem opnar dyr í
laumi / og hleypir okkar manni inn“. Svo hverfur hún úr sögunni eftir
að risinn sofnar og hetjan fær lag.
Önnur bók með svipuðu sniði er Án spora Stefaníu G. Gísladóttur, þar
er sömuleiðis að finna einfaldar og á stundum fallegar smámyndir úr
daglegu lífi og starfi. Áhugaverðust eru ljóðin sem fella saman núver-
andi heimaland Stefaníu, Ástralíu, og minningar frá Íslandi, eins og það
sem birtist á bakhlið bókarinnar, „Eins og ekkert væri eðlilegra“. Þar sér
ljóðmælandi stundum föður sinn og föðurbræður „hlaupa hér eftir fjár-
götunum / eins og ekkert væri eðlilegra / í áströlsku landslaginu.“
Gísli Þór Ólafsson og Frosti Friðriksson ganga einna lengst í þessum
hversdagslega mínímalisma. Aðbók Gísla samanstendur af fjölmörgum
setningum sem allar hefjast á smáorðinu ,að‘. Öllu líflegri útgáfa af
smásæinu birtist í Hvíslum Frosta, þar er teflt saman tveimur setningum
á síðu, önnur er þá eins og einskonar viðbragð eða stef við hina. Gott
dæmi um þau fínlegu átök sem hægt er að skapa í knöppu máli eru lín-
urnar „Gamla fólkið starir á sjónvarpið. / Allt okkar besta fólk er á vakt.“
Hér er einhver lúmskur húmor sem virkar vel.