Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Qupperneq 72
72 TMM 2008 · 3
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r
ii
Mínímalismi einkennir sum ljóð í bók Ólínu Þorvarðardóttur, Vestan-
vindur, en bókin er safn óútgefinna ljóða hennar frá löngu tímabili.
Ljóðin bera mörg hver merki áhrifa frá Steini Steinari og sum þeirra eru
ort undir bragarháttum, en Ólína er þekkt sem hagyrðingur. Dramatík-
in er þó nærtækari í ljóðum hennar. Því þó að hversdagurinn hafi verið
nokkuð áberandi viðfangsefni skálda þá er hið háleita, næstum epíska,
ljóð ekki með öllu horfið og ýmis skáld yrkja ljóð hlaðin goðsögulegum
minnum og tilvísunum. Tvö ung skáld, Emil Hjörvar Petersen og Kári
Páll Óskarsson sendu frá sér bækurnar Gárungagap og Oubliette með
ljóðum sem einkennast nokkuð af táknrænum tökum í bland við skrúð-
mælgi og tilraunastarfssemi með form og framsetningu. Dæmi um
hástemmda stemningu er í „Næturbrynningu“ eftir Emil Hjörvar sem
byrjar svo: „Hyldjúpir náttskuggar / neyða þunnar sálir / gegnum felli-
bylji / rauðra andardrátta“. Kári Páll vísar meira til goðsagnaheima í
ljóðum sínum eins og í „Sæfarar“, en það hefst á orðunum: „Burt! Burt!
Við verðum að komast burt frá þessum brostnu múrum og brunnu
turnum, burt frá þessum ormétnu skurðgoðum“.
Áþekka tóntegund er að finna í ljóðum Valgarðs Egilssonar, þó ljóð
hans séu fornlegri en yngri mannanna sem vísa jafnhliða til nútímans í
sínum ljóðum. Hann hefur betri tök á þessu tungutaki eins og sést í ljóð-
inu „Á mörkum“. Þar segir frá leit að einhverri undarlegri veru, kannski
villiskáldi: „Í myrkri dylst hann / á mörkum týndra örnefna / Ódeilu,
Flám, austur á Grjótum hátt / meðal steinbrjóta / á mörkum Reyndar og
Óreyndar“. Manninn þarf að handsama og skrá, en hann er horfinn:
„fornleg tákn hafa fundist / í flagi – ódáðarúnir / ristar í mold sem gald-
ur“.
Táknsæi í bland við vangaveltur um geðveiki einkennir ljóð Bjarna
Bernharðar í bókinni Blóm: The Shadowline – klæðnaður fyrir miðnætti.
Ljóðið „Psychosis“ gefur mynd af tóntegundinni og er jafnframt nokkuð
áhrifarík notkun á kunnuglegu myndmáli: „Vekur ugg myrkur sálar. /
Ó, mitt bölmóðs skip, fjarri ströndu / – nátré á reginhafi. // Sækja djöfl-
ar hart að véum.“ Hetjur ríða um héröð í ljóðabók Gísla Sigurðssonar
Ljóðmyndalindir, en sú bók er gott dæmi um hversu klisjukenndur þessi
stíll getur orðið í sínu tilgerðarlegasta formi. Upphafið á ljóði um Snorra
Sturluson er dæmigert fyrir tóntegundina: „Dvínandi birta, dimmt
orðið inni í húsum, / dapurt að sjá Snorra / eigra um einan, höfðing-
legan þó / í grænum kufli með gullmen um hálsinn, / skegglausan eins
og Skúla jarl.“