Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Blaðsíða 73
TMM 2008 · 3 73
L j ó ð o g f l ó ð
iii
Hástemmd dramatík af þessu tagi getur verið áhrifarík þegar vel tekst
til, en hún er ekki síður vandmeðfarin en hið hógværa ljóð hversdags-
leikans. Eitt af því sem veikir upphafinn skáldskap af þessu tagi er að
hann virkar á stundum eins og innantómir leikir með orð. Þessi drama-
tísku ljóð eiga sér sína hefð sem er að mörgu leyti andstæð hinu per-
sónulega ljóði. Hið persónulega ljóð tekur þó ekki einungis á sig smá-
myndir hversdagsleikans heldur getur það einnig virkað sem einskonar
útrás (þó ekki í markaðslegum skilningi), eða skírsla. Dæmi um þetta er
bók Vals Höskuldssonar, Þegar ég vakna, sem fjallar að stórum hluta um
það að lifa með ólæknandi sjúkdómi. Slíkar persónulegar sögur geta
tekið á sig trúarlegar myndir, eins og í ljóðabálki Önnu Margrétar Stef-
ánsdóttur, Engillinn minn, sem er ort til barns sem deyr í móðurkviði.
Trúin er áberandi í ljóðabók Sigurbjarnar Þorkelssonar, Svalt, sem
minnir líka nokkuð á tækifærisljóð, en fyrir þeim er rík hefð.
Hefðbundnari tækifærisljóðabækur eru enn gefnar út, eins og vísna-
safnið Önnur Davíðsbók eftir Davíð Hjálmar Haraldsson er gott dæmi
um. Höfundar þeirra tilheyra eldri kynslóð skálda og ljóðin varpa upp
nokkuð áhugaverðum myndum af hinum svokölluðu ,efri árum‘, til að
mynda lífi á heimilum aldraðra, eins og í bókum Leifs Eiríkssonar, Dæg-
urflugur á DAS: Söngljóð og stöku, og bók Þóreyar Jónsdóttur, Til blárra
fjalla tinda.
Skemmtilegt dæmi um nútímatök á tækifærisljóðinu með persónu-
legu ívafi er bók Gísla Gíslasonar, Vinaslóð: Lára L–ára, en sú bók er
gefin út í tilefni af fimmtugsafmæli ljósmyndarans Láru Stefánsdóttur.
Ljóðin eru ort í orðastað samnemenda þeirra hjóna frá Samvinnuskól-
anum á Bifröst sem koma saman og fagna afmælinu og draga upp for-
vitnilega og vel heppnaða mynd af hópi ólíks fólks sem hefur tengst
nánum böndum. Dæmi um hversdagslegan afslappaðan tón er ljóð til-
einkað Halldóri Pétri Pálssyni, en hann segir hlýnun jarðar vera sér
áhyggjuefni. „Ég hef lagt mitt af mörkum til að draga úr mengun / Ég
hjóla í vinnuna / Ég er hættur að reykja // Og svo blóta ég ekki eins
mikið og áður“. Bókin er að hluta til ljósmyndabók, en slíkar útgáfur
ljóða og mynda hafa verið nokkuð áberandi á undanförnum árum.
Ljóð og myndir
Ljóðin í „Ljóðaflóði“ Aðalsteins Ásbergs hlakka í lok ljóðsins „til þess
eins að finna sér nýjan félagsskap“. Slíkur félagsskapur er auðfundinn í