Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Page 74
74 TMM 2008 · 3
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r
myndinni, en fyrir utan það hvað félagsskapur ljóða og mynda hefur
verið vinsæll undanfarin ár (bók Aðalsteins með ljósmyndaranum
Nökkva Elíassyni, Eyðibýli (2004) er gott dæmi) þá er ljóst að ljóð eiga
sér sérstakan félagsskap í myndum, að því leyti að ljóðið hverfist iðulega
um myndir og er knúið áfram af myndmáli.
Þetta birtist í bók Aðalsteins sjálfs, Hjartaborg, meðal annars í hönn-
un bókarinnar. Strax vekur athygli að letrið er ekki kolsvart heldur í
dökkmóbrúnum tóni sem gefur bókinni allri mildilegri svip. Aðalsteinn
er líka þekktur barnabókahöfundur sem hér birtist í félagi við ljóðskáld-
ið og saman skapa þeir heillandi heima. Hápunktur þessa samstarfs
þeirra er í ljóðinu um Tom Swift sem er áhugaverð og vel heppnuð
samræða við þessar ævintýralegu framtíðarsögur sem nú eru að mestu
horfnar, svona svolítið eins og barnæskan. Lærdómur Toms Swift er að
„leita / aðeins lengra, ívið hærra“ og lesendurnir gleypa „sögurnar hráar
/ græjurnar, tækniundrin“. Undir lok ljóðsins veltir ljóðmælandi fyrir
sér ólíkum örlögum lesanda og söguhetju, sögurnar deyja út og skyndi-
lega er Stjörnufleygurinn horfinn á braut og eftir situr lesandinn með
minningu um ævintýri og hversdaginn allt um kring. Önnur eftir-
minnileg mynd sem einnig fjallar um tímann er í ljóðinu „Framtíð“, þar
„ösla fuglahræður“ „yfir gamla nýrækt“ og „mæla fyrir / margfaldri
dagsláttu / í mýrlendi hugans.“ Í þessari sviphendingu er dregin upp
mynd af víðáttum og tíma, sem jafnframt er kyrrsettur með fuglahræð-
unni.
i
Á einhvern hátt kallar mynd Aðalsteins Ásbergs af fuglahræðunni fram
ásýnd bæði lífs og dauða. Líf og dauði eru meðal viðfangsefna læknisins
Ara Jóhannessonar, í bók hans Öskudagar. Bókin hlaut ljóðaverðlaun
Tómasar Guðmundssonar, en árið 2006 var verðlaunum hans breytt í
ljóðaverðlaun. Öskudagar er frumraun Ara og ber þess að mörgu leyti
merki, utan miðkaflinn sem nefnist Hvítur hamar. Þar sækir höfundur
í reynslu sína sem læknir og fléttar ljóðmál og læknamál saman í áhrifa-
miklar og áhugaverðar myndir. Ljóðin eru margskonar, „Morgunn“
lýsir atburðum eins morguns; á gjörgæsludeildinni lýsa lítil tungl yfir
hverju rúmi og í Garðabæ fær húsbóndinn hjartaáfall. Á bráðamót-
tökunni nokkru síðar „rennur bein lína yfir grænan skjáinn“, eiginkon-
an bíður í angist og læknisins bíður erfitt hlutverk: „niðurlút orðin leysa
landfestar sorgarferjunnar“. Í syrpu af ljóðum sem bera heitið „Stofa 1–
6“ fylgjumst við með stofugangi, í einni stofunni bíður gömul kona þess