Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Qupperneq 77
TMM 2008 · 3 77
L j ó ð o g f l ó ð
kjallara og flæðir yfir götur og torg. Þó er náttúruljóðið ávallt með í
íslenskri ljóðagerð, og náttúran er viðfangsefni Steinunnar Sigurðar-
dóttur og Þórarins Eldjárns í ljóðabókunum Ástarljóð af landi og Fjöllin
verða að duga. Það er einnig eftirtektarvert að fyrsta íslenska ljóðabókin
eftir skáld af erlendum uppruna, Fimmta árstíðin eftir Toshiki Toma, er
helguð náttúrunni. Sú bók er athyglisverð fyrir þá sýn sem birtist á
íslenska náttúru með augum aðkomumanns, sýn sem á stundum er
sláandi íslensk eins og þegar skáldið lýsir fjallalækjum og melgresi og
vorkomu í Esjunni, en svo koma skemmtilega óvæntar myndir eins og
Þessi: „Á titrandi mósaíkmynd / á gárum Tjarnarinnar / hvílir haust-
dagur“. Það er eitthvað furðulegt við þessa mynd, mitt í einfaldleika
hennar. Í næsta ljóði, „Fegurð í litskrúði“, berast tungur „frá allri heims-
byggðinni / og heilsast á bæjargötum / á hikandi íslensku“, fegurð lands-
ins smýgur inn í sálir aðkomufólks og „Í sporum forfeðra / reisum við
framtíð“. Annarskonar fundir verða á Austurvelli, þar staulast andahjón
„á ísnum á Austurvelli / stara á mig / einan á göngu“. Þessi ljóð grípa vel
tilfinningu þess að vera á mörkum tveggja heima, bæði heima og heiman.
i
Aðkomumaður er einnig viðfangsefni Steinunnar Sigurðardóttur í
Ástarljóð af landi. Síðasti kaflinn nefnist „Einu–sinni–var–landið“ og
segir frá ævintýralegri ferð írsks munks til landsins sem hann uppgötv-
ar að er paradís og „að hann mundi ekki / eignast skárri paradís að sér
dauðum, og tæpast svona / mikið út af fyrir sig. // Sú hugsun stangaðist
hins vegar á við bókina / og var því ekki nothæf í formlegri bæn.“ Ljóð-
ið er útgáfa skáldkonunnar af landnámssögu Íslands og einkennist
nokkuð af náttúruverndaráróðri sem verður þó aldrei þreytandi, því
tóntegund ljóðsins hefur tryggt samsömun lesanda með munkinum og
deilir því líka áfalli hans yfir örlögum landsins í víkingahöndum. Öllu
er þessu lýst í þeim létta og ljúfsára tóni sem Steinunn hefur fullkomnað
í ljóðum sínum, þar takast á kímni og tregi, hlátur og sorg, í ljóðmáli
sem er leikandi án þess að verða nokkurntíma léttvægt.
Lesandi ferðast um landið og uppgötvar það í félagi við írska einsetu-
manninn sem á endanum fer burt til heimalands síns en snýr aftur til
að bera beinin á Íslandi. Á þessari paradísareyju er „óvenju margt“ hvítt,
eins og til dæmis fossarnir sem „einsetumaðurinn í þessu ljóði samdi
sérstakt ávarp“ til, og hann hefur það yfir hverjum fossi, „þótt það / geti
verið tafsamt og stytt dagleiðina. Því hann var / samviskusamur og
reiknaði einföldustu flúðir með. / Jafn–háttsettar og flóknustu foss-