Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Page 78
78 TMM 2008 · 3
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r
drottningar.“ Öldum síðar vekur hnerri hann aftur til lífsins og hann
flýgur á vængjum fiðrildis yfir „Eyðilandið“, en þar eru „Fjöllin afbök-
uð, húðflett. Fossar í fjötrum. Gryfjur og skurðir.“ Hnugginn kemur
hann sér fyrir í fjöru, „í flæðarmáli syðra, hjá skel og reikulu þangi.“
Þaðan ákallar hann vin sinn og sálufélaga sem segir honum hvernig
þetta hefur viljað til, það eru ekki tröll sem hafa rústað landinu, „heldur
víkingarnir sjálfir.“ Saman biðja þeir fyrir landinu en taka svo upp „létt-
ara hjal“, meðan þeir bíða „eftir bænheyrslu“ og fyrir framan þá liggur
„flötur hafsins útbreiddur sem fyrr, sem / aldrei fyrr, honum sé ljómi og
dýrð.“ Ljóðabálkurinn er gott dæmi um hvernig skáldkonan tekur
dramatísk og hástemmd viðfangsefni – landnámið og náttúrueyðingu
– og finnur þeim nýjan flöt, nýtt form og lifandi tungutak. Hinn fjöl-
kunnugi, en þó heittrúaði munkur fellur vel inn í þjóðsagnaarfinn, auk
þess að vera vel heppnuð táknmynd tímans.
Fyrsti og lengsti hluti bókarinnar nefnist „Ástarljóð“ sem skiptist í
kafla fyrir „eilífa byrjendur“ og „lengra komna“. Þar hittum við ástina
meðal annars fyrir í borg: „Nýja borgin tekur ástföngnu konunni í þessu
ljóði opnum örmum“. „Nýja borgin“ er „vörður minninga / um alls
ókomnu tíðina. // Slagæðar marmarans undir iljum, / daglangt, fram-
eftir draumi.“ Þannig fléttast saman ástin, borgin og náttúran (í formi
líkamans), og yfir öllu vomir tíminn, sem býr jafnt yfir fortíð og fram-
tíð. Hér eru átakamikil ljóð í bland við léttari tóna. Náttúran er svo alls-
ráðandi í millikaflanum, eins og til að undirbúa fyrir lokaljóðið.
ii
Náttúran er meðal viðfangsefna Þórarins Eldjárns í Fjöllin verða að
duga, en línan kemur fyrir í ljóðinu „Speglun“. „Niðri á engjum“ virðast
hestarnir „æðaberir. / Hve fagurt / ef þeir væru nógu hávaxnir / til að
speglast í tjörninni héðan séð / stæðu þar á haus / við að bíta / óhagg-
anlegir / og einhvern veginn svo stoltir. // Af þessu getur ekki orðið /
fjöllin verða að duga. // Þau eru reyndar skjótt / um þessar mundir.“
Myndin er á einhvern hátt bæði tálguð og næstum óhugnanleg, en
einnig kyrrlát og falleg, fjöllin renna saman við hestana í órofinni nátt-
úrusýn. Í næsta ljóði fær lesandi frekari skýringu á þessum skjóttu
fjöllum, en þar er því lýst hvernig „skuggarnir hefja / sitt markvissa
skeið / niður hlíðina“. Þetta hafa þeir alltaf gert og ekkert fær stöðvað
þá, „hvorki garðar / né gaddavír“. Enn á ný eru dýrin felld inn í lands-
lagið og „Sú bót er ein / í máli / að þetta gerist aldrei / nema í sól.“ Á
sama hátt eru fortíð og nútími, borg og land felld í eitt í ljóði um