Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Síða 82
82 TMM 2008 · 3
Ú l f h i l d u r D a g s d ó t t i r
tímaskynið / brennandi heit / er manneskja með gluggaaugu / er það
tilfellið? / rotaðir fuglar flatir á götunni / í þessari hringiðu persónuleys-
is / þar sem húð minnir á börk / og tilgangsleysi er marglitar blöðrur“.
Óreiða grundvallarviðmiða eins og hvað snýr upp og hvað niður er
einnig algeng og ákaflega heillandi og gefur lesanda tilfinningu fyrir að
svífa í lausu lofti þar sem öll lögmál eðlisfræðinnar eru óstöðug: „ég
truflaður en genginn niður stiga með horn / í hendinni einkennilega
frjáls en barinn veðri / og myrkri og hugsun og opnast stundum, / hrað-
breytilegur punktur á línu dansarans, / Flóð svartnættis og stíg út úr
sjálfum mér, / hrokkinn í lag, himininn streymir upp úr skókassa“. Þessi
klofna eða óstöðuga sjálfsverund er reglulegt stef í ljóðunum, í einu
þeirra er ljóðmælandi „teygður / út í það endanlega“, hann er „ekki
óvera“ og finnst „undarlega sjúkt / að vakna ekki með gadda / eins og
kaktus / í ókortlagðri eyðimörkinni“. Aftur vaknar hann „margfaldaður
/ í einni heild“, „einum degi síðar“. Það að vakna er tvítekið og kallar á
tengingu við drauminn, eitt af leiðarljósum súrrealistanna.
Skáldið á daginn er sérlega áhrifamikil ljóðabók sem býr yfir krafti
neðanjarðarmenningar, jafnhliða frábæru myndmáli iðandi skálds sem
hefur óvenjulega snörp en jafnframt örugg tök á tungumálinu. Textinn
er hæfilega hrár án þess að verða nokkurntíma hroðvirknislegur og
krafturinn felst ekki síst í því hvernig undiralda tjáningarþarfarinnar í
bland við átök við viðfangsefnin grípa lesandann heljartökum. Í með-
förum Jóhamars er ljóðaflóðið beljandi fljót, með flúðum og fossa-
drottningum og það eina sem hægt er að gera er að fylla alla vasa af
steinum og tapa sér í straumnum.
Tilvísanir
1 Nýleg dæmi um þetta er ritdómur Kára Páls Óskarssonar um Höggstað Gerðar
Kristnýjar. Birtist á Kistan.is, sjá: http://kistan.is/default.asp?sid_id=33389&tre_
rod=003|&tId=2&fre_id=67525&meira=1. Annað dæmi er viðtal við Sverri Nor-
land í Morgunblaðinu, 21. júní 2008.
2 Þegar ég var að undirbúa þessa grein átti ég í mesta basli við að ná í sumar ljóða-
bókanna, því þær voru allar í útláni!
3 Sjá aftur fyrrnefnda Kára Pál og Sverri Norland.