Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Qupperneq 83
TMM 2008 · 3 83
Andri Fannar Ottósson og Steinar Örn Atlason
Næturvaktin:
Íslensk sálgreining?
Sálgreiningin virðist hafa fangað hug og hjörtu þjóðarinnar, ekki endi-
lega með nákvæmum lestri á verkum Sigmunds Freud og Jacques Lacan,
heldur eins og hún birtist í sjónvarpsþáttaröðinni Næturvaktinni sem
sýnd var á Stöð 2 síðasta haust við miklar vinsældir. Halda mætti fram
að sögusvið Næturvaktarinnar sé einhvers konar tilraunastofa í sál-
greiningu og að þar hafi loksins orðið til Íslensk sálgreining við hlið
Íslenskrar erfðagreiningar (eins og Haukur Ingi Jónasson, sálgreinir,
hefur lengi kallað eftir). En hvers vegna er þörf á Íslenskri sálgreiningu?
Er ekki búið að lofa okkur lausn allra vandamála með því að einangra
gen og búa til sérhæfð, einstaklingsmiðuð lyf sem lækna hvaða kvilla
sem er? Loforðið stendur, en aftur á móti gerir sálgreiningin okkur ljóst
að ekki er hægt að ráðast að rótum vandans (þunglyndi, drykkjusýki o.
s.frv.) með því að rannsaka genamengi mannsins, raunar eru þau gagns-
laus út af fyrir sig sem einangraður orsakaþáttur, einnig þarf að taka til
greiningar sálræna þætti í undirliggjandi formgerð persónuleikans. Sál-
greining felst einmitt í því að greina formgerðina handan sjúkdóms-
einkenna, þ.e. þá formgerð sem viðheldur einkennunum.1
Í þessari grein verður fjallað um nokkur atriði sem tengja kenningar
sálgreiningarinnar við veruleikann sem við komumst í kynni við á næt-
urvaktinni með starfsmönnunum á bensínstöðinni við Laugaveg:
Georg, Daníel og Ólafi Ragnari. Þó er mikilvægt að átta sig á því að
málið snýst ekki um að beita sálgreiningu Freuds og Lacans á þetta
menningarlega fyrirbæri heldur er gengið út frá því að hið menning-
arlega fyrirbæri lúti þegar lögmálum sálgreiningarinnar: Sálgreining er
framkvæmd sem byggir á traustum fræðilegum grunni sem lýtur að hug-
arstarfsemi mannsins og getur þar af leiðandi tekið til greiningar afurð-
ir mannshugans – drauma, mismæli, pennaglöp, listaverk, bókmenntir,
kvikmyndir – og er það til marks um gildi hennar.