Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Page 84
84 TMM 2008 · 3
A n d r i Fa n n a r O t t ó s s o n o g S t e i n a r Ö r n A t l a s o n
Starfsmaður á plani?
Í The Pervert’s Guide to Cinema segir Slavoj Žižek að Marx-bræður
(Groucho, Chico og Harper) standi fyrir þrískiptingu vitundarinnar
eins og Freud lýsti henni, en samkvæmt hugmyndum hans byggist sál-
rænn búnaður mannsins á þremur nátengdum fyrirbærum: sjálfinu,
það-inu eða dulvitundinni, og yfirsjálfinu. Samkvæmt greiningu Žižeks
hafa athafnir og orðræða Grouchos öll einkenni yfirsjálfsins, Chico sver
sig í ætt við sjálfið en Harpo hegðar sér eins og það-ið. Á svipaðan hátt
má skoða aðalpersónur Næturvaktarinnar út frá sálarlíkani Freuds: Að
horfa á Næturvaktina er því eins og að skyggnast inn í hug mannsins,
eða „litla samfélagið“ (eins og Georg nefnir bensínstöðina) sem býr í
vitund hvers manns. Það er því enn „dýpra á konseptið“ en leikstjórinn
Ragnar Bragason heldur fram í yfirlestri (eins og það er nefnt í heild-
arútgáfu þáttanna) á fyrsta þætti Næturvaktarinnar: Í raun eru það ekki
kommúnismi og kapítalismi sem takast á í þáttunum, eins og Ragnar
segir, heldur sjálfið, dulvitundin og yfirsjálfið. En hvað eru dulvitundin,
sjálfið og yfirsjálfið? Og hvernig tengist sálarbúnaður Freuds þeim
Georg, Daníel og Ólafi?
Kenning Freuds um sálarlíf mannsins er í hnotskurn á þá leið að
formgerð vitundarinnar eigi sér aflfræðilega uppsprettu í spennunni á
milli vellíðunarlögmálsins og raunveruleikalögmálsins. Dulvitundin er
suðupottur óbeislaðra hvata, það er að segja eðlislægra líkamshvata sem
taka hvorki mið af efnislegum né félagslegum kröfum sem einkenna
raunveruleikalögmálið. Hvatirnar krefjast aðeins eins: tafarlausrar full-
nægju! Sjálfið verður til í gegnum hvatalífið og sér um að beina hvöt-
unum í viðtekinn farveg og setja sig upp á móti skýlausri kröfu þaðs-ins
um fullnægju. Þá víkur vellíðunarlögmálið sæti fyrir raunveruleikalög-
málinu fyrir „áhrif frá sjálfsvarðveisluhvötum sjálfsins“2 en aðalhlut-
verk sjálfsins er einmitt að miðla málum á milli hvatanna, yfirsjálfsins
og hins ytri veruleika.3 Sjálfið er hið vitræna og skipulagða svið hugans,
dulvitundin hið hvatræna og óreiðukennda. Aftur á móti verður yfir-
sjálfið til fyrir áhrif foreldra og samfélags á hvatirnar, þ.e.a.s. þessi utan-
aðkomandi öfl umbreytast í vitundinni, taka stöðu ytri geranda og
draga sjálfið stöðugt til ábyrgðar fyrir athafnir þess, langanir og hugs-
anir á grundvelli hinna ytri afla.
Þessi staðfræði Freuds kemur skýrt fram í upphafi Næturvaktarinnar
þegar Georg byrjar að leggja Daníel línurnar, „hér muntu sjá að það
gilda ákveðnar reglur,“ um leið og hann sektar og skammar Ólaf án
afláts. Georg hvikar einmitt hvergi frá reglum, boðum og bönnum líkt