Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Page 85
TMM 2008 · 3 85
N æ t u r va k t i n : Í s l e n s k s á l g r e i n i n g ?
og yfirsjálfið í kenningu sálgreiningarinnar, enda er hann fulltrúi þess í
þáttunum. Í Nýjum inngangsfyrirlestrum um sálkönnun segir Freud yfir-
sjálfið standa fyrir „sjálfsathugun, samvisku og hugsjón [gyllisjálf]“4 í
heildarvitund mannsins, en yfirsjálfið hefur að efniviði boð og bönn
uppalenda, kennara og fyrirmynda. Því má auðveldlega halda fram að
Georg hafi innlimað og gert að sínum þær samfélagslegu reglur og við-
miðanir sem Bjarnfreður móðir hans stendur fyrir, en hún er kvenrétt-
indafrömuður sem hefur lífrænan mat í hávegum, og að hann hafi
mótast í mörgu af veru sinni í Svíþjóð sem er í huga hans útópískt land
jafnréttis, endurvinnslu og gagnkvæms skilnings. Yfirsjálfið, líkt og
Georg, setur fram kröfur sem erfitt er að koma til móts við; að því leyti
tjáir það siðferðislegar hamlanir og hvetur til fullkomnunar. „Þú hefur
vinnuskyldu og hún kemur á undan skemmtun,“ segir hann við Ólaf.
Afar mikilvægt er að átta sig á því að yfirsjálfið vex af sjálfinu, það er í
senn innlimað í sjálfið og búið til af sjálfinu.5 Yfirsjálfið er því í raun
alltaf hluti af sjálfi mannsins, þess vegna er ómögulegt að komast undan
rödd þess: „Starfsmaður á plani?“ – og af þeim sökum fá kröfur þess
orku úr hvatakerfi líkamans. Þetta endurspeglast í starfsmannasjóðn-
um, þar sem Georg lætur nær ekkert af hendi rakna en seilist án afláts í
kapítal dulvitundarinnar: Starfsmannasjóðurinn er nýting yfirsjálfsins
á hvötum dulvitundarinnar í þágu hins litla samfélags, og kemur það
skýrt fram í miskunnarlausum sektum Georgs „með 5% starfsmanna-
álagi“ á Ólaf, fulltrúa dulvitundarinnar.6
Ólíkt Georg hlustar Ólafur ekki á neitt annað en eðlishvatir sínar,
algerlega óháð siðrænu mati á afleiðingum þess, jafnvel tekur hann lán
hjá alzheimersjúkri ömmu sinni til að kaupa sér rándýran jeppa.7 Líkt
og á við um dulvitundina grundvallast hegðun og hátterni Ólafs á eðlis-
lægum líkamshvötum sem sækjast eftir fullnægju í peningum og frægð
(völdum og kynlífi), auk þess sem draumaheimur hans snýst um að
komast á toppinn sem umboðsmaður Sólarinnar og fá aðgang að FM
957-geiranum með rétta vegabréfið í fórum sínum: „helköttaður, tan-
aður í drasl, massaður í rusl.“ Dulvitundin sækir í fullnægju í algerri
blindni og trúgirni (eins og samband Ólafs við nígeríusvindlarann
Benjamin sýnir), hún horfir ekki á hluti og aðstæður frá sjónarhóli
skynseminnar. Í dulvitundinni ríkir hvorki form, regla né skynsemi, eða
eins og Freud segir: „Rökfræðilögmál hugsunarinnar gilda ekki í þaðinu
og þetta á sérstaklega við um þversagnarlögmálið.“8 Gagnvart starfs-
mannasjóðnum getur hið óskipulagða og frumlæga svið vitundarinnar
einmitt ekki afborið „þetta tal um samfélag“ og dvöl í þaulskipulögðum
draumi sænskrar útópíu, öllu heldur vill hvatalífið rása út á Benidorm