Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Side 87
TMM 2008 · 3 87
N æ t u r va k t i n : Í s l e n s k s á l g r e i n i n g ?
hættur í háskólanum? […] Hvað heldurðu að pabbi þinn segi?“ segir kær-
asta Daníels við hann. En þetta mætti einnig skoða á annan hátt. Í stað
þess að túlka erfiðleika og sjúkdómseinkenni Daníels sem uppreisn gegn
föðurvaldinu gætum við þvert á móti litið á þau sem afleiðingu af getuleysi
föðurins. Þessi síðari túlkun virðist eiga rétt á sér í ljósi þess að faðir Daní-
els er, þegar öllu er á botninn hvolft, misheppnaður faðir: hann ætlast til
þess að Daníel verði læknir eins og hann (af einhverjum undarlegum
ástæðum er það honum kappsmál); missir stjórn á sér þegar hann kemst
að því að Daníel sé farinn að vinna á bensínstöð; heldur því fram að Daní-
el sé að eyðileggja drauma foreldra sinna með því að skrá sig úr lækn-
isfræðinni; kemur svo blindfullur á bensínstöðina og vælir í Daníel yfir
því að hann mætti ekki í sextugsafmælið hans. Faðir Daníels er hreinlega
aumkunarverður. Þetta er mikilvægt atriði sem hugsanlega getur varpað
ljósi á ástand Daníels. Því má halda fram að sökum þess að faðirinn hafi
brugðist, sé Daníel búinn að koma sér upp mjög hamlandi kvíðaeinkenn-
um sem hafa „geldandi“11 áhrif: það er að segja, sjúkdómseinkenni Daní-
els eru staðgenglar föðurvirkninnar.12
Segðu bless við pabba þinn
Sjúkdómseinkenni valda vissulega margvíslegum óþægindum, en oft
eru þau nauðsynlegur fastapunktur í tilverunni, hversu undarlega sem
það hljómar. Þau eru því ekki eingöngu í hlutverki kvalarans. Þess vegna
hélt Jacques Lacan því fram að í sálgreiningu væri mikilvægt að sam-
sama sig sjúkdómseinkenninu í stað þess að losa sig alfarið við það.
Hvers vegna? Skrif Freuds um sjúkdómseinkennið bera með sér að það
er þversagnarkennt fyrirbæri, sem manneskjan eyðir mikilli orku í og
veldur henni óþægindum og kvölum, en um leið veitir það henni
ákveðna (bernska) fullnægju. Lacan hélt áfram að þróa kenningar
Freuds um sjúkdómseinkennið og að lokum setti hann fram sitt eigið
afbrigði af þessu fyrirbæri, sem varð til eftir lestur hans á verkum James
Joyce – afbrigði sem hann kallaði „sinthome“.
Þegar máltaka hefst og við lærum móðurmál okkar kynnumst við í
fyrsta skipti þrá móðurinnar og hefur það varanleg áhrif á líf hverrar
manneskju. Mikilvægt er að festast ekki í of nánu sambandi við móð-
urina og þrá hennar, sem við erum þó óhjákvæmilega ofurseld í upphafi
þegar við gerum engan greinarmun á okkur sjálfum og henni. Við þurf-
um að geta skilið okkur frá lögmáli móðurinnar, en aðskilnaðurinn við
lögmál hennar er ekki tekinn út með sældinni vegna þess að hann felur
í sér að við búum til margvísleg sjúkdómseinkenni sem eru eins konar