Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Side 90
90 TMM 2008 · 3
A n d r i Fa n n a r O t t ó s s o n o g S t e i n a r Ö r n A t l a s o n
andi hlýtur eitthvað að hafa farið úrskeiðis varðandi inngöngu hans í
heim tungumálsins, geldinguna og föðurvirknina.
Núorðið þekkja nánast allir frasa Ólafs úr þáttunum og eru þeir
mikið notaðir af unglingum landsins. Hvers vegna ætli unglingar séu
svona fljótir að innlima slíka frasa í orðaforða sinn? Oft er talað um að
unglingar séu á mótþróaskeiðinu án þess að farið sé nánar út í það.
Svokallað mótþróaskeið, eða gelgjutímabil, tengist augljóslega því mikla
líkamlega breytingaskeiði sem unglingsárin eru, auk tungumálsins og
birtingarmynda þess í hversdagslegri málnotkun. Orðræða unglinga er
oft á tíðum uppfull af slettum, blótsyrðum, útúrsnúningum og frösum
sem gera þeim kleift að staðsetja sig innan tungumálsins og, það sem
meira er, að streitast á móti hinni táknrænu geldingu – lögmálinu – sem
er svo átakanlega nálæg á þessum árum þegar fermingin nálgast og
okkur er sagt að við séum ekki börn lengur, heldur gengin í fullorðinna
manna tölu. Það er engin furða að unglingar landsins skuli samsama sig
við Ólaf Ragnar og séu fljót að grípa frasana góðu. Nægir í þessu sam-
hengi að benda á hvernig Flemming Geir, sonur Georgs sem er að verða
unglingur, samsamar sig Ólafi og segist vilja verða eins og hann.
Ég heiti Daníel, ekki Samúel!
Fyrstu þrír þættirnir sýna Daníel, þjakaða sál sem er að leita leiða til að
stíga út í hyldýpið og takast á við tómið sem fylgir því að komast til sjálfs
sín. Í kjölfarið er innra samtal eða togstreita Daníels sett á svið í gegnum
Ólaf og Georg, það er dulvitundina og yfirsjálfið. Daníel (sjálfið) þegar
hann hvetur Ólaf til að standa upp í hárinu á Georg eftir að Georg bann-
aði Ólafi að taka þátt í X-factor og níðist á honum í kjölfarið: á máli
sálgreiningarinnar gætum við sagt að hér sé sjálfið í málamiðlunarhlut-
verki með því að biðja yfirsjálfið um að slaka á kröfum sínum gagnvart
dulvitundinni. Hið sama á sér stað þegar Daníel biður Georg að láta
undan löngunum Ólafs og leyfa honum að fara úr vinnu á tónleika Sól-
arinnar: það er að segja, Daníel reynir að miðla málum á milli dulvit-
undar og yfirsjálfs, setja sig upp á móti hamlandi og hafnandi kröfum
yfirsjálfsins og bjóða þar með bælingunni byrginn. Upp frá þessu fer
Daníel að sjá í gegnum veruleika Ólafs og Georgs. Með tiltrú Ólafs á
nígeríusvindlaranum Benjamín prins og óráðsíunni þegar hann kaupir
sér splunkunýjan jeppa er gert lítið úr óheftu hvatalífi einu og sér um
leið og grafið er undan yfirvaldi Georgs. Þegar Georg ásakar japönsku
konuna um að stela dósum segir Daníel, „er það ekki það sem þú ert að
gera?“ Og þegar sjoppustelpan Ylfa segist vera vaktstjóri yfir sinni vakt