Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Side 91
TMM 2008 · 3 91
N æ t u r va k t i n : Í s l e n s k s á l g r e i n i n g ?
virðist staða hans falla þó nokkuð í verði. Auk þessa er eftirtektarvert að
Daníel byrjar að láta undan kröfum dulvitundarinnar (þegar hann fer
að sækja í sjoppuna) og yfirsjálfsins (þegar hann fer að standa á sínu
gagnvart yfirmanninum).
Ferlið nær hámarki þegar Daníel segir Georgi og Ólafi til syndanna:
„Haltu kjafti þarna helvítis fasistinn þinn! Getiði ekki haldið kjafti einu
sinni! Þegi þú líka. Þú lætur hann alltaf vaða yfir þig og leggst niður eins
og aumingi. Og ég heiti Daníel. Ég heiti Daníel, ekki Samúel. Ertu ekki
með fimm háskólagráður þarna hálfvitinn þinn, ha? Haltu svo kjafti!“
Þegar hér er komið sögu hefst Daníel handa við að grafa undan forrétt-
indum og vitsmunalegri stöðu Georgs (ekki síst með því að vinna hann í
skák) sem leiðir síðan til þess að yfirsjálfið fer að leita að staðfestingu og
samsömun í nýjum starfsmanni, hinum sænskmenntaða Halla, en Georg
segir honum að Daníel „kunni ekki að vinna í hóp,“ það er að segja að
Daníel kunni ekki að hlusta og hlýða yfirsjálfinu. Þetta gerist á sama
tíma og Daníel neitar að fara í afmæli föður síns, að gangast við honum,
kröfum hans og getu(leysi), en eftir uppgjör við föðurinn flytur Daníel
út úr íbúð foreldranna og ætlar sér að standa algjörlega á eigin fótum.
Vitundarlífið gengur í tvær áttir og það er ekki nægjanlegt til að ná
þroska að takast aðeins á við krefjandi boð og bönn innhverfðra afla,
heldur er nauðsynlegt að koma einnig til móts við dulvitundina til þess
að læra að njóta skilyrðislaust. Það gerist í sambandinu við Ylfu. Þegar
Daníel gefur sig hvatalífinu á vald og sefur hjá Ylfu þá gerir hann það af
hreinni eðlishvöt, þ.e. hann lærir að láta undan og njóta í takt við eðlis-
hvatirnar, óháð öllum skuldbindingum og framtíðaráformum. Að því
leyti byggist athöfnin á hreinni hvöt. En hvað gerist svo þegar Ylfa
kemur inn á stöð og spyr Daníel hvort hann vilji koma með sér í Ikea að
skoða rúm? Jú, Daníel leggur á flótta til Svíþjóðar með Georg og Ólafi
(eitthvað sem hann var ekki tilbúinn til að gera fyrr í þáttunum), vegna
þess að hann getur ekki hugsað sér að hefja sambúð með Ylfu. Hver er
skýringin á viðbrögðum Daníels? Hvers vegna hryllir hann við tilhugs-
uninni um nánara samband við Ylfu? Gæti það ekki verið vegna þess að
karlmaðurinn hefur tilhneigingu til þess að gildisfella (nautnar)við-
fangið þegar að honum sækir ímyndin af ómengaðri kynferðislegri
nautn með konu sem hann hefur annars ekki mikið álit á? Hvatalíf karl-
mannsins er klofið í sjálfs-hvatir annars vegar og kynferðislegar hvatir
hins vegar, og svo getur farið að þær beinist annars vegar að hinni full-
komnu konu (móðurinni), en hins vegar að hinni gengisfelldu konu.16
Sú fyrri er viðfang dýrkunar, hin síðari er nautna-viðfang. Hér höfum
við freudíska skýringu á hegðun Daníels.17