Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Qupperneq 93
TMM 2008 · 3 93
N æ t u r va k t i n : Í s l e n s k s á l g r e i n i n g ?
Já, sæll
Grunnhugmyndin að baki greininni er að bensínstöðin við Laugaveg
endurspegli vitundarlífið eins og Freud sá það fyrir sér, þá krafta sem
eru að verki í manninum og sem maðurinn verður að takast á við ætli
hann sér að þroskast og öðlast djúpstæðan skilning á sjálfum sér. Túlk-
un okkar byggir í grunninn á hinu freudíska líkani en hún nýtir sér að
sama skapi endurtúlkun Lacans á kenningu Freuds til að skoða persón-
urnar í þáttunum og grunngerð þeirra. Vera má að það sé einhver
spenna á milli þessara sjónarhorna, hins freudíska og hins lacaníska, en
Næturvaktin er vissulega fyrirbæri sem lýtur lögmálum sálgreining-
arinnar. Það þarf því ekki að túlka Næturvaktina út frá lögmálum sál-
greiningarinnar – og þvinga inn í kenninguna ef svo má að orði komast
– vegna þess að við nánari skoðun má sjá að Næturvaktin, sem afurð
mannshugans, lýtur í sjálfu sér lögmálum sálgreiningar. Markmið
okkar var því ekki að túlka þættina út frá sálgreiningu, heldur að rýna í
þættina og sýna hvernig þeir sem afurð mannshugans renna stoðum
undir kenningu sálgreiningarinnar.20
Tilvísanir
1 Hér leikur dulvitundin lykilhlutverk sem hornsteinn sálgreiningar, en Freud
segir að „[s]undurgreining sálarlífsins í það, sem er meðvitað og það, sem er
dulvitað, er ein af höfuðforsendum sálkönnunar og hún sem gerir sálkönnun
fært að skilja sjúkleg ferli í sálarlífinu, sem eru jafn algeng og þau eru mikilvæg
og finna þeim stað á vettvangi vísindanna“ („Sjálfið og þaðið,“ Ritgerðir (Hið
íslenska bókmenntafélag: Reykjavík, 2002), bls. 245).
2 Sigmund Freud, „Handan vellíðunarlögmálsins,“ Ritgerðir, bls. 88.
3 Sbr. Sigmund Freud: „Vér höfum mótað oss þá hugmynd, að hjá sérhverjum
manni sé samræmt skipulag sálrænna ferla og köllum það sjálf hans“ („Sjálfið og
þaðið,“ Ritgerðir, bls. 249). Sjá einnig Sæunn Kjartansdóttir, Hvað gengur fólki til?
Leit sálgreiningar að skilningi (Mál og menning: Reykjavík, 1999), bls. 16–17.
4 Sigmund Freud, Nýir inngangsfyrirlestrar um sálkönnun (Hið íslenska bók-
menntafélag: Reykjavík, 1997), bls. 77. Það er áhugavert í þessu samhengi að Jón
Gnarr sagði í þættinum Sjálfstæðu fólki á Stöð 2 að Georg væri „lítill karl sem býr
inni í okkur öllum.“
5 Freud segir að þar „sem sjálfið er aðallega fulltrúi umheimsins, raunveruleikans,
er yfirsjálfið gagnstætt því fulltrúi hins innra, þaðsins“ („Sjálfið og þaðið,“ Rit-
gerðir, bls. 270), en þannig tengist yfirsjálfið bælingunni og ödipusarduldinni.
6 Það er hins vegar mikilvægt að átta sig á því að yfirsjálfið er einnig dulvitað, en
Freud hefur á orði í „Sjálfinu og þaðinu“ að ekki „sé einungis hið lægsta dulvitað