Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Síða 101
TMM 2008 · 3 101
Me n n i n g a rv e t t va n g u r i n n
Silja Aðalsteinsdóttir
Á líðandi stund
Menningarlegar sumarferðir
Einu sinni gerðist það í stuttri ferð til Þórshafnar í Færeyjum í sumar að hjart-
að missti úr slag. Það var þegar ég tók eftir eftirfarandi áletrun á litlum, liprum
sendiferðabíl: „Ljóð-tøkni – ljóð og ljós til øll endamál.“ Mér hitnaði af gleði
við tilhugsunina um að ljóðtækni væri svo vinsæl atvinnugrein að hún þyrfti
sérstaka sendibíla, en fljótlega áttaði ég mig á að hið færeyska ljóð væri í þessu
tilviki íslenskt hljóð. Kveðskapur heitir þar „yrkingar“ og skáldið „yrkjari“, það
sé ég í glæsilegu bókmenntatímariti þeirra Vencil sem ég keypti mér í bókabúð
auk þess sem skáldið og ritstjórinn Oddfríður Marni Rasmussen, gaf mér
nokkur tölublöð í nesti. Í Vencil eru ekki greinar eða ritdómar heldur eingöngu
ljóð og smásögur, bæði frumsamið efni og þýtt. Í fyrsta hefti fyrsta árgangs
(2006) birta þeir meira að segja þýðingu Gunnars Hoydal á ljóðabálkinum
„Howl“ eftir Allen Ginsberg. Á færeysku heitir hann „Ýl“ en í íslenskri þýðingu
Eiríks Arnar Norðdahl sem væntanleg er um þetta leyti hjá Máli og menningu
heitir hann „Ýlfur“.
Í Færeyjum sat ég fund í verðlaunanefnd vestnorrænu barnabókaverð-
launanna. Hinir erlendu nefndarmenn hrifust svo innilega af framlagi Íslands,
skáldsögunni Draugaslóð eftir Kristínu Helgu Gunnarsdóttur, að hún sigraði
samkeppnisbækurnar með öllum greiddum atkvæðum. Höfðu meðnefndar-
menn mínir á orði að fágætt væri að svo vel væri unnið úr norrænum menn-
ingar- og sagnaarfi í sögu sem þó væri í hæsta máta nútímaleg. Það var ekki
leiðinlegt að hlusta á falleg orð þessa vel lesna fólks um bókina.
Ég hafði ekki komið til Færeyja í tuttugu ár og fannst gaman að sjá hvað
Þórshöfn hefur þróast vel. Litlu húsunum í gamla miðbænum er afar vel við
haldið og allur bærinn tekur mið af þeim. Byggðin er samræmd, engin háhýsi,
engir bólgnir bellir sem skaga upp og skemma heildarmyndina eins og hótel-
byggingin sem nú eyðileggur Laugarneshverfið. Maður þarf ekki að taka fyrir
augun þegar gengið er um Þórshöfn.
Aðalferð sumarsins var farin um Norðurland. Þó að það hafi verið vinsæll
áfangastaður alla mína ævi – og raunar heimkynni framan af – tókst mér að
komast á ýmsa staði sem aldrei höfðu verið heimsóttir fyrr. Gert var út frá
Hrauni í Öxnadal, sem nú er orðið eins konar rithöfundahús á vegum Menn-