Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Qupperneq 103
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2008 · 3 103
dægilega söng því það er margra daga verk að heyra allt sem til er. Þarna getur
maður heyrt leikið á gömlu íslensku hljóðfærin, hlýtt á fjölbreytt kvæðalög eða
stemmur, numið tvísöng og horft á þjóðdansa. Allra skemmtilegast var að
hlusta á ”druslurnar”, skondna veraldlega texta sem sungnir voru undir sálma-
lögum, til að þjösnast ekki endalaust á hátíðlegum sálmakveðskap meðan verið
var að æfa lögin.
Gamli bærinn í Laufási í Eyjafirði er vel skipulagður sem safn og gaman að
ganga um hann og ímynda sér hvernig lífi fólkið lifði þar. En leitt var að sjá
málvillur og prentvillur í stuttum texta sem allir gestir fá í hendur á staðnum.
Samgönguminjasafnið á Ystafelli í Þingeyjarsveit er furðulega skemmtilegt.
Ekki er aðeins gaman að skoða ótrúlega stóran bílaflotann sem vel er komið
fyrir í stórum sölum heldur er ekki síður skemmtilegt að lesa textana um ein-
staka bíla, sögu þeirra og allra handa fróðleiksmola. Í Laxdalshúsi á Akureyri
var uppi sýning um Leikfélag Akureyrar, einfaldar skrár yfir sýningar frá ári
til árs og myndir úr sumum þeirra. Sú sýning hefði mátt vera mun viðameiri
mín vegna. Í innra herbergi voru svo til sýnis fjarskalega margbreytilegir og
skemmtilegir fuglar sem burðarstoð LA síðustu áratugi, Þráinn Karlsson leik-
ari, hefur skapað.
Mestur fengur fannst mér persónulega að Safnasafninu á Svalbarðsströnd
sem ég hafði ekki skoðað áður. Stækkunin á því með heilu gömlu húsi og nýrri
tengibyggingu milli gömlu húsanna tveggja hefur tekist ákaflega vel og safnið
er ekki einungis fróðlegt og upplýsandi um alþýðulist heldur er blandað
smekklega saman við hana verkum samtímalistamanna. Til dæmis var í sumar
frábær sýning Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur, ”Réttardagur”, þar sem maður sá
yfir fjárhóp og smalamenn í raunstærð úr klassískum efniviði Aðalheiðar,
spýtukubbum. Líka voru til sýnis skemmtileg verk Gjörningaklúbbsins og
Rósu Sigrúnar Jónsdóttur. Níels Hafstein safnstjóri heillaði okkur gersamlega
með ótal sniðugum leikföngum sem safnið á og byggjast mörg á sjónhverfing-
um og brellum. En ekki síst vakti undrun og aðdáun hvað Safnasafnið er
fádæma fallegt sjálft, bjart, stílhreint, skreytt fáránlega vel vöxnum blómjurt-
um.
Norðlenska náttúran er svo stærsta safnið. Makalaust var að ferðast um í
þessu einstaka blíðviðri sem hefur glatt landann og gesti hans í sumar. Meðal
þess sem kannað var í fyrsta sinn var skógurinn í Leyningshólum í Eyjafirði,
óvænt náttúruperla, Hvalvatnsfjörður þaðan sem gengið var yfir í Þorgeirs-
fjörð – engu er logið á Fjörður –, Fonturinn á Langanesi þaðan sem mátti sjá
Austfirðina raða sér niður eftir eins langt og augað eygði, og afdalir Skaga-
fjarðar allt að kirkjunni í Ábæ. Auk þess skruppum við út í Grímsey til að rifja
upp dýrmætar minningar frá sumrinu 2006. Hún sveik ekki heldur nú.
Sumarbækur
Tímaritinu bárust nokkrar sumarbækur sem ástæða er til að segja frá. Sú sem
langmesta gleði vakti áfram og áfram var Eg skal kveða um eina þig alla mína