Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Side 104
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
104 TMM 2008 · 3
daga, safn ástarljóða Páls Ólafssonar sem Salka gaf út en Þórarinn Hjartarson
ritstýrði. Þessi bók er gersemi og gott til þess að vita að samkvæmt frétt í
Morgunblaðinu (1. júlí sl.) rauk hún út. Þórarinn var búinn að undirbúa verk-
ið lengi, meðal annars gaf hann út vinsælan disk ásamt Ragnheiði Ólafsdóttur
árið 2001, Söng riddarans, þar sem þau syngja kvæði Páls, einkum ástarkvæði.
Í bókinni eru tæplega hundrað kvæði birt í fyrsta sinn og er þar margur gim-
steinninn, meðal annars þessi (bls. 131):
Sárkalda, þögula, svartklædda nótt
nú sit ég á skautinu þínu.
Þú glepur mig ekki en flytur mig fljótt
í faðminn á barninu mínu.
Nú flýg ég, mín unnusta’, í faðminn á þér,
af fögnuði hjarta mitt grætur.
Angandi réttir þú armana’ að mér
og opnar þinn blómknapp um nætur.
Sem kunnugt er orti Páll öll þessi ljóð, alls hátt á sjötta hundrað kvæði, til
einnar og sömu konunnar, Ragnhildar Björnsdóttur. Hún var sextán árum
yngri en hann (enda kallar hann hana iðulega ”barnið sitt”) og ástir þeirra voru
í meinum meðan hann var kvæntur fyrri konu sinni, Þórunni Pálsdóttur, sem
var sextán árum eldri en hann. Þórarinn freistar þess að raða ljóðunum eftir
aldri og gerir góða grein fyrir ævi Páls og ástum í inngangsköflum bókarhlut-
anna. Oft veita kvæðin furðulega næma – jafnvel nærgöngula innsýn í sálarlíf
skálds og manns. Víst er að þessi bók verður við rúmstokkinn lengi enn.
Mikill fengur er líka að heildarsafni ljóða Sjóns, Ljóðasafn 1978–2008
(Bjartur), þar sem prentaðar eru ellefu ljóðabækur skáldsins sem margar hafa
verið ófáanlegar um langt skeið. Guðni Elísson skrifar eftirmála. Þessa bók
ættu öll ungmenni að eignast. Fjórar aðrar ljóðabækur bárust. Ingunn Snæ-
dal, sem verðskuldaða athygli vakti í hittifyrra fyrir verðlaunabókina Guð-
lausa menn, sendi frá sér Í fjarveru trjáa – vegaljóð (Bjartur), bráðskemmti-
lega hringferð um Ísland í ljóðformi. Meðal staða sem fá ljóð um sig er „Höfn
í Hornafirði“:
heyrði í strætó að
þrír unglingar töluðu saman um sumarvinnu
drengirnir höfðu verið í bænum
mest lítið að gera eftir að unglingavinnu lauk
stúlkan í sjoppu úti á landi
æ þarna rétt hjá Horni í Hafnarfirði
þeir kinkuðu báðir kolli
höfðu oft komið þar