Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Side 106
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
106 TMM 2008 · 3
ingar. Margt hefur breyst í alþjóðasamskiptum það sem af er þessari öld og
staða Íslands ekki minnst, einkum eftir skyndilegt brotthvarf bandarísks her-
liðs af landinu. Þetta greinasafn hjálpar lesendum að átta sig á þróuninni.
Hjörtur Pálsson hlaut ljóðaverðlaun Guðmundar Böðvarssonar, annars var
lítið um bókmenntaverðlaun í sumar. Þó var haldin ein samkeppni sem vakti
nokkra athygli. Bjartsýnn og dugmikill fanga- og bókavörður á Litla-Hrauni
efndi til ljóðasamkeppninnar Steinn í steininum meðal fanga – til að minnast
aldarafmælis Steins Steinars – og fékk þrjá kunna rithöfunda, einn bókmennta-
fræðing og einn fangavörð til að meta afraksturinn. Hann varð alveg ásætt-
anlegur: 25 ljóð bárust eftir sjö fanga og voru veitt þrenn verðlaun. Fyrstu
verðlaun, Ljóðasafn Steins Steinars, hlaut ungur maður, Ásgeir Hrafn Ólafsson,
fyrir ljóðið „Ástand“, opinskáa tjáningu á sorg og iðrun og óljósri von um betri
framtíð.
Menningarvetur framundan
Þegar þetta er skrifað eru menningarstofnanir landsins óðum að kynna vetrar-
dagskrá sína og ber ekki á kreppusvip nokkurs staðar. Þjóðleikhúsið byrjar
leikárið með tveimur klassískum verkum, öðru íslensku og hinu bresku, og
splunkunýju leikriti eftir Sigurð Pálsson, Utan gátta sem verður sýnt í Kass-
anum. Þar leika Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Kristbjörg Kjeld ólíkindatólin Villu
og Millu undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Á Stóra sviðinu verður Hart í
bak eftir Jökul Jakobsson frumsýnt í október undir stjórn Þórhalls Sigurðsson-
ar. Þetta er eitt vinsælasta íslenska leikritið frá upphafi, sló eftirminnilega í gegn
árið 1962 í Iðnó. Sýningin minnir á að í haust eru 75 ár síðan Jökull fæddist.
Með hlutverk skipstjórans sem sigldi óskafleyi íslensku þjóðarinnar í strand fer
Gunnar Eyjólfsson og spákonuna Áróru leikur Elva Ósk Ólafsdóttir.
Á Smíðaverkstæðinu er hópur ungra leikara að rannsaka Macbeth Shake-
speares undir stjórn Stefáns Halls Stefánssonar og Vignis Rafns Valþórssonar.
Afraksturinn verður sýndur í haust og er tilhlökkunarefni að fá að fylgjast með
tilrauninni. Þrettándakvöld sama höfundar verður líka sýnt í vetur með þátt-
töku útskriftarnema úr leiklistardeild LHÍ undir leikstjórn Rafaels Bianciotto
sem stýrði þeirri dýrlegu sýningu Dauðasyndunum í Borgarleikhúsinu í vor
sem leið.
Jólasýning Þjóðleikhússins er hvorki meira né minna en leikgerð á maka-
lausri skáldsögu Jóns Kalmans Stefánssonar, Sumarljós og svo kemur nóttin.
Hilmar Jónsson semur leikgerð og leikstýrir. Brynhildur Guðjónsdóttir, hand-
hafi Grímunnar 2008 sem leikari og leikskáld, ferðast um hugarheim mexí-
kósku listakonunnar Fridu Khalo í eigin verki, Frida … viva la vida. Atli Rafn
Sigurðarson leikstýrir henni eins og í Brák.
Ný erlend verk eru Heiður (Honour) eftir ástralska leikskáldið Joönnu
Murray-Smith, ansi lúnkið verk um hjón sem verða fyrir því eftir þrjátíu góð
ár að ung kona kemst upp á milli þeirra. Með hlutverk hjónanna fara Arnar
Jónsson og Anna Kristín Arngrímsdóttir en Bjarni Haukur Þórsson leikstýrir.