Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Blaðsíða 107
M e n n i n g a r v e t t va n g u r i n n
TMM 2008 · 3 107
Sædýrasafnið eftir frönsku skáldkonuna Marie Darrieussecq verður fyrst sýnt
í Kassanum en síðan í ríkisleikhúsinu í Orléans í Frakklandi. Arthur Nauzyciel
stýrir og í hlutverkum verða meðal annarra Margrét Vilhjálmsdóttir og Elva
Ósk Ólafsdóttir.
Nýjar barnasýningar eru Klókur ertu, Einar Áskell eftir Bernd Ogrodnik
sem Kristján Ingimarsson stýrir, Kardemommubærinn í fjörugri uppfærslu
Selmu Björnsdóttur og spunaverkið Ökkubukka í umsjón Ásdísar Þórhalls-
dóttur.
Hátíðardagskrá verður haldin á Stóra sviðinu í haust í tilefni af sjötugsafmæli
Atla Heimis Sveinssonar þar sem sérstök áhersla verður lögð á leikhústónlist
hans. Umsjón með dagskránni hefur Edda Heiðrún Bachman.
Í Borgarleikhúsinu er hafið fyrsta leikár nýs leikhússtjóra, Magnúsar Geirs
Þórðarsonar. Á Stóra sviði verður nýr söngleikur Ólafs Hauks Símonarsonar,
Fólkið í blokkinni, undir stjórn Unnar Aspar Stefánsdóttur; tónlistarstjóri er
Jón Ólafsson. Annar slíkur er hinn margsungni Söngvaseiður sem verður sýnd-
ur næsta vor, honum stýrir Þórhallur Sigurðsson. Sígilt leikrit Dürrenmatts,
Milljarðamærin snýr aftur, er jólaleikrit hússins undir stjórn Kjartans Ragnars-
sonar og er tilhlökkunarefni að fá að sjá Sigrúnu Eddu Björnsdóttur í bitastæðu
aðalhlutverkinu.
Fyrsta verkefnið á Nýja sviði er Fýsn, nýtt íslenskt sakamálaverk eftir Þórdísi
Elvu Þorvaldsdóttur Bachman, Marta Nordal stýrir því. Þórdís Elva hefur
vakið athygli síðustu ár fyrir átakamikil verk og Fýsn vann leikritasamkeppni
LR í fyrra. Næst er Vestrið eina eftir Martin McDonagh undir stjórn Jóns Páls
Eyjólfssonar. Leikritið er úr þríleiknum um Línakursfólkið, hin eru Halti Billi
og hin ógleymanlega Fegurðardrottning frá Línakri. Kristín Eysteinsdóttir
stýrir Rústað (Blasted) eftir Söru Kane eftir jól. Það er í fyrsta sinn sem braut-
ryðjendaverk hennar er sýnt á íslensku sviði og á eftir verða öll verk hennar
flutt í sviðsettum leiklestrum í húsinu. Það er athyglisvert framtak sem von-
andi nær athygli. Útlendingar er nýtt verk sem tekur á brýnu máli á Íslandi
núna. Höfundar og flytjendur eru Jón Páll Eyjólfsson, Jón Atli Jónasson og
Hallur Ingólfsson.
Á Litla sviðinu verða þrír einleikir eftir áramótin sem allir fjalla um sígild
efni, lífið, dauðann og sannleikann. Fyrst í röðinni er Ég heiti Rachel Corrie þar
sem Þóra Karítas Árnadóttir segir sögu hugsjónakonunnar sem lést í Palestínu.
Valdís Arnardóttir stýrir. Sannleikurinn í sex til sjö þáttum er nýtt verk sem
Pétur Jóhann Sigfússon semur í samstarfi við Sigurjón Kjartansson og flytur
undir stjórn Stefáns Jónssonar. Óskar og bleikklædda konan er undurfallegt
verk eftir Eric-Emmanuel Schmitt sem Margrét Helga Jóhannsdóttir flytur
undir stjórn Jóns Páls Eyjólfssonar. Skáldsagan kom út hjá Bjarti fyrir fáeinum
árum í þýðingu Guðrúnar Vilmundardóttur.
Hjá Leikfélagi Akureyrar hefur María Sigurðardóttir tekið við stjórninni og
verður með fjöruga dagskrá í vetur. Fló á skinni sem gekk þar við brjálaðar
vinsældir í vor flytur sig suður í Borgarleikhús en upp á svið í Samkomuhúsinu
fara Óvitar Guðrúnar Helgadóttur aftur. Fyrsta frumsýningin er á því ódauð-