Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Side 109
TMM 2008 · 3 109
My n d l i s t
Aðalsteinn Ingólfsson
Á listskoðunarflugi
„Á málþing í Ljósmyndasafninu kl. 11, út á flugvöll til að ná í oddaflug eða „art
sight-seeing flight“ kl. 12.15, opnun á Kínverjum í Listasafninu á Akureyri kl.
13, með rútu í Safnasafnið við Eyjafjörð kl. 13.45 að skoða „greinasafn“Önnu
Líndal, Bjarka Bragasonar og Hildigunnar Birgisdóttur, flogið til Egilsstaða til
að skoða sýningu Pauls Harfleet og Söru Björnsdóttur í „Sláturhúsinu“ kl. 16,
brunað þaðan upp að Eiðum til að sjá nýtt vídeóverk Hrafnkels Sigurðssonar
og skúlptúr eftir Lennart Alvés, loks skundað á Seyðisfjörð í súpu og súludans
hjá Ernu Ómarsdóttur, flogið frá Egilsstöðum til Reykjavíkur um kl. 21.“
Einhvern veginn svona hljóðaði dagskráin fyrir þann 17. maí s.l, eins og ég
hripaði hana niður í fljótheitum. Það var ekki tekið út með sældinni að öðlast
yfirsýn yfir helstu sjónlistarviðburði á Listahátíð 2008. Daginn fyrir þetta flug
hafði um það bil tólf sýningum verið hleypt af stokkunum á Reykjavíkursvæð-
inu og daginn eftir opnuðu fimm til viðbótar. Á sunnudagskvöldið voru ýmsir
álitsgjafar, ekki síst erlendir blaðamenn sem sendir höfðu verið yfir hálfan
heiminn til að stunda „art sight-seeing“ uppi á Íslandi, orðnir býsna framlágir.
Jú, skilningarvitin á okkur hinum voru sosum líka farin að dofna.
Seint verða menn á eitt sáttir um það hvernig skipuleggja eigi alþjóðlega
sjónlistarhátíð á Íslandi. Þó má ráða af því hvernig staðið var að þessari hátíð
að stjórnendur Listahátíðar vildu ekki endurtaka leikinn frá 2005, nefnilega að
fela erlendum sýningarstjóra alræðisvald yfir dagskrá og sýningarstöðum. Þótt
hingað til hafi enginn málsmetandi aðili í menningargeiranum þorað að anda
því út úr sér opinberlega, þá er mál flestra þeirra sem komu að myndlistarhá-
tíðinni 2005, bæði „grasrótarinnar“ og skipuleggjenda, að breski sýningar-
stjórinn, Jessica Morgan, hafi ekki staðið undir væntingum. Hún hafði ekki
tök á að sinna verkefninu nema í hjáverkum, gaf sér því ekki tíma til að setja
sig inn í íslenskar aðstæður, mynda nauðsynleg tengsl við forstöðumenn stofn-
ana sem hún átti að vinna með, og verst af öllu var að þrátt fyrir meint sam-
bönd út um allar trissur lánaðist henni ekki að velja til hátíðarinnar erlenda
listamenn sem bæði voru áhugaverðir fyrir eigin hatt og gátu slegið neista af
íslenskum starfsbræðrum sínum. Afleiðingin var sú að flestir sýningarstaðir
stóðu auðir og tómir mestan hluta hátíðarinnar 2005.
Þrátt fyrir þá reynslu er engin ástæða til að slá af hugmyndir um aðkomu
erlendra sýningarstjóra. Og raunar var einn slíkur aðsópsmikill á hátíðinni