Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Side 110
110 TMM 2008 · 3
M y n d l i s t
2008, nefnilega Hans Jörgen „allsstaðar“ Obrist, sem setti saman óvenjulegasta
viðburðinn, Tilraunamaraþonið, sem minnst verður á hér á eftir. Sökum
fámennis og kunningjatengsla hérlendis er brýnt að fá hingað erlenda sýningar-
stjóra með reglulegu millibili, fólk með góð sambönd, ferska sýn og raunveru-
lega löngun til að setja sig inn í þetta sérkennilega samfélag sem við búum í.
Listin og landsbyggðin
Í stað þess að leggja upp með ákveðna heildarsýn/þema og alræðisvald tóku
stjórnendur hátíðarinnar þá ákvörðun að bjóða stofnunum um allt land að
leggja fram tillögur að sýningum sem þeir gætu hugsað sér að standa fyrir;
þættu stjórninni tillögurnar athyglisverðar úthlutaði hún styrkjum til sýning-
arhaldsins. Að sönnu var þetta fyrirkomulag ekki endilega trygging fyrir
gæðum myndlistarinnar á hverjum stað, en það tryggði alltént að aðstandend-
um sýninga var gert kleift að sanna sig og taka ábyrgð á eigin mistökum, í stað
þess að velta ábyrgðinni yfir á aðkomandi sýningarstjóra. Þetta fyrirkomulag
bar ríkulegan ávöxt á a.m.k. þremur stöðum, í Safnasafninu við Eyjafjörð
(„Greinasafn“), Listasafni Árnesinga („Magnús Kjartansson“) og Listasafni
Reykjanesbæjar („Þríviður“), þökk sé hugumstórum forstöðumönnum á þess-
um stöðum.
En hvernig sem menn standa að sjónlistarhátíðinni blasir við að tengslin við
landsbyggðina verða ævinlega helsti höfuðverkur hennar. Til þessa hefur yfir-
lýst markmið Listahátíðar verið að tengja saman höfuðborg og afganginn af
landinu. Þar stendur myndlistin einfaldlega verr að vígi en aðrar listgreinar.
Víðast hvar má finna félagsheimili, kirkjur eða önnur opinber hús þar sem hægt
er að syngja, dansa eða leika, en aðstaða til faglegs sýningarhalds úti á landi er
varla fyrir hendi nema í Hvergerði, Reykjanesbæ, Ísafirði (með herkjum), á
Akureyri og nú síðast á Seyðisfirði (aftur með herkjum). Það er þó kannski ekki
mergurinn málsins. Um allt land hafa menn sungið, spilað og sett upp leikrit í
heila öld eða lengur og eru því líklegir til að sækja alls kyns tónlistarviðburði og
leiksýningar, jafnvel á miðjum slætti. Og ekki bara líklegir, á Reykholts- og
Skálholtshátíðum fylla þekktir erlendir tónlistarmenn kirkjur út úr dyrum.
Það vantar því ekki einasta sýningarstaðina heldur baklandið fyrir sjónlistar-
hátíð á landsvísu og má skrifa það, að minnsta kosti að hluta, á skólakerfið.
Auðvitað var upplifun fyrir okkur oddaflugsfólk að heimsækja skólahúsin á
Eiðum, fá innsýn í uppbyggingarstarfið þar og berja augum bráðsnjallt víd-
eóverk Hrafnkels Sigurðssonar í sundlauginni, sömuleiðis var spennandi að
fylgjast með listamönnunum sem höfðu hreiðrað um sig í gamla Sláturhúsinu
á Egilsstöðum. Um leið var ofur fyrirsjáanlegt að ekki mundu nema eitthundr-
að hræður sækja þessa viðburði á sýningartímanum, helmingur þeirra útlend-
ingar. Þá má auðvitað spyrja sig fyrir hverja sé verið að skipuleggja svona upp-
ákomur, heimamenn, ferðalanga eða listamennina sjálfa. Þeir útlendu þátttak-
endur sem við hittum fyrir voru auðvitað hæstánægðir, enda höfðu þeir fengið
styrki til hingaðkomu og uppihalds á Íslandi.