Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Page 111
TMM 2008 · 3 111
Það hlýtur að vera nauðsynlegt að undirbúa listsýningar á þessum stöðum
betur og með lengri fyrirvara, og koma um leið á nánari tengslum milli lista-
manna og heimamanna, þannig að hvorir tveggja hefðu gagn og gaman af.
Felst ekki einhver hroki í því að gera út listamenn frá Reykjavík til að setja upp
innstallasjónir eða álíka framandleg listaverk í gömlu sláturhúsi í íslenskri
sveit og ætlast til þess að heimamenn, sem margir eru óvanir annarri myndlist
en skiliríum á vegg, taki framtakinu með kostum og kynjum?
Stofnanalist og önnur list
Eins og á mörgum fyrri listhátíðum voru það atburðir eða atvik utanhúss og
utan stofnana sem skildu mest eftir sig hjá þeim sem þetta skrifar; ef til vill ætti
sjónlistarhátíðin ævinlega að staðsetja sig utangarðs, í eiginlegum og óeigin-
legum skilningi. Þannig væri hún líklegri til að koma almenningi á óvart,
hrista upp í viðteknum skoðunum, breyta viðhorfum, heldur en ef hún væri
stöðugt upp á kunnuglega umgjörð listastofnunarinnar komin.
Barnaljósmyndir þeirra Önnu Leoniak og Fiann Paul framan á brunarúst-
unum við Lækjargötu hafa ekki tapað áhrifamætti sínum þótt langt sé um liðið
síðan þær voru settar upp. „Atlantis“, hálfsokkið hús þeirra Teu Mäkipää og
Halldórs Úlfarssonar í miðri Tjörninni var líka síbreytilegt og stöðugt
umhugsunarefni. Bygging ameríska landslagsarkitektsins Mörtu Schwarz í
porti Kjarvalsstaða var að vísu ekki „utanhúss“ nema að takmörkuðu leyti, en
Martha Schwarz: I Hate nature / ‘Aluminati’. Á myndinni sést upp úr klakahöll
Mörthu upp í himininn.