Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Síða 112
112 TMM 2008 · 3
M y n d l i s t
hlutgerving hennar á tilfinningum sem sækja á okkur andspænis hinu „stór-
brotna“ og „hrikalega“ í náttúrunni var áhrifamikið drama sem tengdist öðru
sýningarhaldi á staðnum.
Vinnuvélagjörningur Péturs Kristjánssonar , „Painting by Numbers“ á Seyðis-
firði, framkvæmdur að viðstöddum okkur „Sissýju“ af Hapsburg, Dorrit, for-
seta vorum og fleirum, var allt í senn yndislega hallærislegur, fyndinn og
vekjandi, en Pétur hafði keypt upp, eða fengið að gjöf, lager af óseldum raf-
magnstækjum, ryksugum, „ghettóblasterum“ o.fl., og stillti þeim upp á plan-
inu fyrir framan menningarmiðstöðina Skaftfell ásamt birgðum af mjólkur-
og súrmjólkurfernum. Á ákveðnu augnabliki ók Pétur síðan yfir allt þetta góss
á gröfu, dráttarvél og vörubíl við diskótónlist og mikinn fögnuð viðstaddra.
Helsta nýbreytnin á sjónlistarhátíðinni 2008 var auðvitað „Tilraunamara-
þon“ áðurnefnds Obrists og Ólafs Elíasonar í Hafnarhúsinu, sem var aftur
framhald á uppákomu sem fram fór í Serpentine Gallery í Lundúnum fyrir
tveimur árum. Markmiðið var að tefla saman myndlistarmönnum, vísinda-
mönnum, arkitektum, rithöfundum og hugsuðum á ýmsum sviðum, láta þá
ræðast við á opnum fundum, gera tilraunir eða framkvæma gjörninga á staðn-
um og leitast þannig við að útvíkka landamæri listarinnar.
Ég veit ekki hvort hægt er að gera ámóta kröfur til uppákomu af þessu tagi
og til „venjulegrar“ ráðstefnu eða samkomu. Sjálfsagt hefur ekki verið gert ráð
fyrir því að menn sætu slímusetur á þessu maraþoni í tvo daga samfleytt, held-
ur dyttu inn á vettvang þegar þeim hentaði. Sem var einmitt það sem undirrit-
aður gerði. Ýmislegt skemmtilegt gerðist, annað var miður skemmtilegt eða
gerðist ekki, sumt fór fyrir ofan garð og neðan vegna þýðinga- eða tæknivanda-
mála. Hefði ég þurft að kosta ferðir og uppihald allra þátttakenda hefði ég
sennilega farið fram á betra skipulag á þessari samkomu, og betri nýtingu á
þátttakendum. En það voru forréttindi að fá að hitta að máli þann yndislega og
launfyndna búálf, Dr. Ruth Westheimer, en hún veitti mér góð ráð varðandi
ákveðinn vanda sem ég á við að stríða. Með þrákelkni sinni dró Dr. Ruth líka
burst úr nefi hinnar tilætlunarsömu gjörningavalkyrju, Marinu Abramovic,
eitt-núll fyrir „common sense“ segi ég.
Hin flóknu tengsl
Sýningar stóru safnanna, Hafnarhússins, Listasafns Íslands og Listasafnsins á
Akureyri, höfðu allar eitthvað til síns ágætis, en kannski ekki alveg nógu
mikið. Margt af því sem sýnt var í Hafnarhúsinu undir merkjum Tilrauna-
maraþonsins var helst til sértækt og óaðgengilegt, auk þess sem umhverfið,
grámuskan og þrúgandi arkitektúrinn í sölunum ætlaði alveg að gera út af við
sýninguna.
Í Listasafninu var yfirlýst markmið að skoða „hin flóknu tengsl“ listar og
byggingalistar, og notuð til þess verk fimm listamanna: Elínar Hansdóttur,
Finnboga Péturssonar, Franz West, Monicu Bonvicini og Steinu Vasulka. Verk
þeirra Finnboga og Steinu voru glæsileg, Elínar kunnuglegt, en útlendingarnir