Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Qupperneq 113
TMM 2008 · 3 113
M y n d l i s t
höfðu ekki nógu mikið til málanna að leggja. Og Franz West nánast ekki neitt.
Raunar á það við sjónlistahátíðina alla, að verk Íslendinganna voru yfirleitt
áhugaverðari en þau sem komu að utan, hvernig sem á því stendur. En ekki gat
ég séð að á sýningunni í Listasafninu ættu sér stað virkari „samræður“ verka
og arkitektúrs en á ýmsum öðrum sýningum sem haldnar hafa verið þar á bæ.
Hjó líka eftir því að í kynningartexta er safnbyggingin kölluð „póstmódern-
ísk“, sem hlýtur að hafa komið flatt upp á fremur íhaldsaman arkitekt hennar,
Garðar Halldórsson.
Opnunin í Listasafninu á Akureyri var flott, Hannes Sigurðsson flottur í
kínverskum silkijakka og sýningin á málverkum kínverskra listamanna bæði
áhugaverð og tímabær í ljósi þeirrar athygli sem Kína nýtur vegna Ólympíu-
leika. En óneitanlega skortir íslenskan áhorfanda þekkingu til að geta lagt á
þessi verk raunsætt mat. Að hve miklu leyti kemur kínversk málaralist til móts
við hugmyndir og listrænar kröfur okkar Vesturlandabúa, og að hve miklu
leyti er hún endurspeglun þess veruleika sem Kínverjar standa frammi fyrir í
dag? Góð vísa er auðvitað aldrei of oft kveðin, en var ekki hluti þessara kín-
versku málverka til sýnis á Kjarvalsstöðum fyrir áratug eða svo?
Draumar um ægifegurð, sýningin sem Æsa Sigurjónsdóttir setti upp á Kjar-
valsstöðum, var hins vegar viðburður sem gerði í blóðið sitt, hvernig sem á
hann var litið. Inntak sýningarinnar, breytt viðhorf yngri kynslóðar íslenskra
listamanna til íslenskrar náttúru og náttúrufyrirbæra og hugmyndafræðilegur
grunnur þessara viðhorfa, skilaði sér í vel völdum myndverkum af ýmsum
toga: ljósmyndum, innstallasjónum, myndbandalist og þrívíddarverkum á
borð við Bláa færslu (1988) Kristjáns Guðmundssonar. Sérstaklega var vel til
fundið að fella inn í sýninguna hrikalegar landslagsljósmyndir Vigfúss Sigur-
geirssonar frá fjórða áratugnum, þar sem kemur fram óbein gagnrýni á þá
náttúrusýn sem gegnsýrir málaralist frumherjanna, Þórarins B. Þorlákssonar,
Ásgríms Jónssonar og Kjarvals. Þetta var sýning sem alltaf gaf eitthvað af sér,
hversu oft sem maður rakst inn á hana.
Í heildina séð var þetta yfirgripsmikil, uppbyggileg og krefjandi sjónlistar-
hátíð. Vonandi bera menn gæfu til að draga af henni lærdóm sem nýtist við
skipulagningu þeirrar næstu.