Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Qupperneq 114
114 TMM 2008 · 3
L e i k l i s t
Arndís Þórarinsdóttir
Undur og stórmerki á Ísafirði
Leiklistarhátíðin Act Alone
„Hvað segirðu, Logi, vantar far? Ég get tekið tvo!“ Áður en við er litið er
blaðamaður TMM kominn um borð í bifreið hjá ókunnugri konu og flugstöð-
in á Ísafirði er horfin inn í suddann áður en honum tekst að spyrja bílstjórann
hvernig hann tengist hátíðinni.
„Ég geri það nú eiginlega ekki. En auðvitað reyna allir að hjálpast að þegar
svona stendur á,“ segir ökumaðurinn með bros á vör, og splæsir í kynnisferð
um bæinn áður en rennt er upp að hótelinu.
Þessi fyrstu kynni af viðhorfi Ísfirðinga til Act Alone hátíðarinnar reynast
dæmigerð. Svo virðist sem allt bæjarfélagið hverfist um listina þessa daga sem
hátíðin stendur yfir, og fyrrnefndur Logi – Elfar Logi Hannesson – stýrir
hátíðarhöldunum með styrkri hendi. Raunar virðist aðkomumönnum eflaust
að Ísafjörður sé smærra pláss en raunin er, því ekki má stíga út úr nokkru húsi
í bænum án þess að rekast á listrænan stjórnanda Act Alone á hljóðskrafi við
lykilmenn, á fleygiferð á reiðhjóli, eða á hlaupum með símann á lofti.
Elfar Logi er enda driffjöður hátíðarinnar – hann kemur persónulega að
einum átta dagskrárliðum af þeim tuttugu og fimm sem eru hluti af hátíðinni,
ýmist sem leikari, leikstjóri eða höfundur, og stundum sem allt ofantalið. Það
eru bersýnilega tengsl sem hann hefur myndað persónulega sem draga marga
listamennina til Ísafjarðar. Ekki spillir fyrir að ókeypis er á allar sýningarnar,
sem er ekki lítil búbót í kreppunni. Svona eiga hugsjónarmenn að vera!
Þó er nokkur depurð yfir setningarhátíð Act Alone 2008. Ekki eru nema
örfáir dagar síðan Brynja Benediktsdóttir var borin til grafar, en hún sat í
stjórn hátíðarinnar. Jón Viðar Jónsson, sem einnig situr í stjórninni, mælir
nokkur orð um listakonuna í kveðjuskyni um leið og hann býður gesti hátíð-
arinnar velkomna.
Samtíningur og sitthvað
Hátíðin er skemmtilega fjölbreytt – í ár mátti finna bæði einleiki og tvíleiki á
henni, tónlistaratriði, myndlistarsýningar og dansverk. Þar eru erlendar verð-
launasýningar, innlendar atvinnuleiksýningar sem og áhugaleiksýningar