Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Blaðsíða 115
TMM 2008 · 3 115
L e i k l i s t
heimamanna. Þetta síðastnefnda veldur því að hátíðin stendur styrkum fótum
í samfélagi leikhúsáhugamanna á staðnum, sem hlýtur að styrkja hana. Þetta
er ein af fjölmörgum skynsamlegum ákvörðunum Elfars Loga við gerð dag-
skrárinnar, þó óhjákvæmilegur fórnarkostnaður sé að heildarmyndin verði
ekki jafnsterk og annars hefði mátt vera.
En áhugaleiksýningarnar fá sniðugan sess á hátíðinni – þær eru fyrst og
fremst sýndar í hádeginu og verkalýðurinn getur sporðrennt nýjum þorski
undir listinni áður en hlaupið er í brauðstritið á ný. Þetta form virtist falla í
góðan jarðveg meðal Ísfirðinga sem gripu margir fagnandi tækifærið til að
brjóta upp hjá sér vinnudaginn.
Alls voru fjögur 15 mínútna leikrit sýnd í tveimur hádegislotum og leik-
stýrði Elfar Logi þeim öllum. Annar dagur hátíðarinnar hófst á verki eftir Jón-
ínu Leósdóttur, Örvæntingu. Verkið minnti um margt á smásögur þær sem
Jónína hefur birt undanfarin ár. Hún fjallar mikið um konur á tímamótum, en
fer oft ekki nógu nálægt viðfangsefninu heldur treystir um of á staðalímynd-
ina. Fyrir vikið er erfitt að fá samúð með persónunum, sem verða heldur ein-
tóna. Sú var líka raunin hér, þar sem var fjallað um gifta konu á leið í lýtaað-
gerð. Þetta var kannski einkenni á hádegisleikritunum – þar var fullmikið
færst í fang fyrir svo stutt verk. Til dæmis var fjallað um mansal á 15 mínútum
í Súsanna baðar sig eftir Lárus Húnfjörð. Þó ber að fagna því að þetta umfjöll-
unarefni sjáist á íslensku leiksviði, og flutningurinn var ljómandi skemmti-
legur.
Það kostar ekkert að tala í GSM hjá Guði eftir Pétur R. Pétursson náði betri
áhrifum; þar sagði lík söguna af því hvernig það komst í sitt þáverandi ástand.
Þar var vissulega líka treyst á staðalímyndina en betur tókst að glæða hana lífi
en í Örvæntingu. Eflaust réði þar einhverju hvað Sveinbjörn Hjálmarsson náði
góðum tökum á persónunni, og sérstaklega var tungutak verksins skemmti-
legt. Munir og minjar eftir Pétur R. Pétursson rúmaðist best hádegisverkanna
innan þess ramma sem hafði verið settur og kitlaði hláturtaugar gesta án þess
að færast of mikið í fang.
En víkjum aftur að hinu regnvota sumarkvöldi sem hátíðin hófst á. Það vakti
nokkra furðu að fyrsti dagskrárliður leiklistarhátíðarinnar væri sýndur á hvíta
tjaldinu, en um leið og ávarpi Jóns Viðars lauk lýstist hvíta tjaldið í Alþýðuhús-
inu upp. Um var að ræða upptöku af nokkurra ára gömlum einleik Elfars Loga
og Guðjóns Sigvaldasonar sem er unninn upp úr textum Steins Steinars. Text-
inn er að vísu dálítið upphafinn, jafnvel stirður, því hann er bersýnilega unn-
inn að mestu upp úr ritmáli, engu að síður er hann vel gerður. Einleikurinn fór
víða á sínum tíma en er nú dreginn fram í tilefni aldarminningar skáldsins.
Upptakan var greinilega gerð án áhorfenda, því varð fjarlægðin sem linsan
skapar enn skarpari en ella. Verkið var eflaust áhrifaríkt á sínum tíma en þau
áhrif skila sér illa í Alþýðuhúsið þetta júlíkvöld 2008.
Sambærilega undarleg ákvörðun um miðlun leikhúsefnis hafði verið tekin
varðandi Ferðina til Cadiz daginn eftir. Hverjum þeim sem datt í hug að það
væri góð hugmynd að spila útvarpsleikrit úr hljóðkerfi matsalar Hótels Ísa-