Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Blaðsíða 116
116 TMM 2008 · 3
L e i k l i s t
fjarðar, meðan gestir sátu eins og dæmdir og mokuðu upp í sig kvöldmatnum,
tilkynnist hér með að þetta var ekki algjörlega vel lukkað. Sérstakar samúðar-
kveðjur vegna tiltækisins fær búlgarski leikhópurinn sem hafði einsett sér að
mæta á alla auglýsta viðburði. Verkið var að vísu ágætt og flutningur Þorsteins
Gunnarssonar til stakrar fyrirmyndar, en það var fráleitt að eiga að njóta þess
í þessu samhengi.
Elfar Logi er ekki einleikinn
Síðara atriði fyrsta dagsins var blessunarlega sýnt „í beinni“. Þar fæst Elfar Logi
aftur við Stein Steinar, í þetta sinn í félagi við tónlistarmanninn Þröst Jóhann-
esson. Elfar les kvæði skáldsins og Þröstur flytur frumsamin lög. Sýningin er
á mörkum þess að vera leiksýning eða skemmtidagskrá með leikrænum til-
burðum – líklega heldur nær hinu síðarnefnda – en engu að síður ljómandi
skemmtileg og eflaust kjörin til þess að vekja athygli skólabarna á skáldinu.
Elfar Logi og Þröstur voru einnig með aðra dagskrá um skáld, nokkrum
dögum seinna – að þessu sinni um Jónas Hallgrímsson, sem átti sem kunnugt er
stórafmæli í fyrra. Dagskráin er að mörgu leyti svipuð þeirri um Stein, upplestur
og frumsamin tónlist til skiptis. Aftur virtist manni að tækifæri listamannanna
til samskipta á sviðinu væru nokkuð vannýtt, því þræðir þeirra voru furðulega
aðskildir. Engu að síður var þetta vönduð sýning og skemmtileg, bæði lestur og
tónlist. Elfar Logi og Þröstur göntuðust með það í sýningarlok að næst í afmælis-
röð þeirra um vestfirskættuð stórskáld hlyti að verða „Eiríkur Örn Norðdahl –
37 ára.“ Maður getur ekki annað en beðið með öndina í hálsinum eftir því!
Elfar Logi átti eftir að stíga á svið einu sinni enn áður en hátíðinni lauk, í
Einarshúsi á Bolungarvík í verkinu Pétur og Einar þar sem fjallað var um Pétur
Oddsson og Einar Guðfinnsson, sem báðir bjuggu þar. Þar þóttu mér hæfi-
leikar hans njóta sín einna best – hann brá sér fimlega úr einu hlutverki í annað
og miðlaði vel sögu þessara tveggja samfélagsstólpa. Ekki er fráleitt að skýring-
arinnar sé í því að leita að það er eina verkið þar sem Elfar Logi leikstýrir sér
ekki sjálfur heldur lýtur hann stjórn Soffíu Vagnsdóttur með ágætum árangri.
En verkið hefði þurft að vera lengra svo betra tækifæri gæfist til að skoða per-
sónur Péturs og Einars nánar.
Pétur og Einar voru ekki eina framlag nágrannasveitanna til Act Alone.
Tjöruhúsið á Ísafirði, sem hlýtur að vera eitt besta veitingahús landsins, reynd-
ist nefnilega vera ágætisleikhús og þangað var mættur á þessum öðrum degi
hátíðarinnar galdrakarl af Ströndum, Sigurður Atlason. Hann fór mikinn
þegar hann sagði ævintýralegar sögur af samskiptum sínum við forynjur og
tröll – bæði innan vébanda hjónabandsins og utan! Sýning Sigurðar er upp-
runnin á Galdrasafninu á Hólmavík og er dæmi um það hvernig hægt er að
flytja hefð stórkarlalegrar sagnamennsku út úr öldurhúsunum, beituskúrun-
um, fjárhúsunum og þorrablótunum inn í samhengi leikhússins án þess að
nokkuð tapist. Galdrakarlinn heyrðist muldra að sýningunni lokinni að þetta
væri náttúrulega engin leiklist sem hann stundaði, en það er svo langur vegur