Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Síða 117
TMM 2008 · 3 117
L e i k l i s t
frá að það sé rétt hjá honum – sagnalist af þessum toga er einmitt leiklist í sinni
tærustu mynd. Allir fóru brosandi út af þessari sýningu, bæði börn og full-
orðnir. Það er skemmtilegt að miðlun sögunnar í gegnum leiklistina skuli vera
að vinna sér sess hérlendis, Pétur og Einar minnir í aðra röndina á hið góða
starf sem er unnið í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Svona á að fara að því að
glæða menningararfinn lífi!
Ný íslensk leikverk
Línurnar milli skemmtidagskrár og leiksýningar voru aftur óljósar um kvöld-
ið, að þessu sinni í verkinu Kínki skemmtikraftur að Sunnan, sem Benóný
Ægisson á veg og vanda af frá upphafi til enda. Skemmtikrafturinn lítur á það
sem sína heilögu hugsjón að upplýsa landsbyggðarpakkið um það hvernig lífið
er í miðborg höfuðstaðarins, svo það skilji sem best hversu óralangt frá sið-
menningunni það er í raun sjálft. Verkið var nokkuð sundurlaust á köflum en
skemmtikrafturinn hélt vel athygli áhorfenda.
Menn voru því í ljómandi skapi þegar kom að næsta stykki – Fyrirlestri um
„lífið“ hans Leifs sem Leifur Þór Þorvaldsson hafði unnið við Listaháskólann í
náminu Fræði og framkvæmd. Leifur sagði áhorfendum frá því að því miður
væru þeir allir uppspretta heilaspuna hans sjálfs sem á þessari stundu væri
meðvitundarlaus einhversstaðar allt annarsstaðar. Hann fjallaði um ýmsar
hliðar málsins og sagði frá því hvernig hann hefði komist að þessari niður-
stöðu, og þegar hann tilkynnti áhorfendum að nú hygðist hann vakna hefði
mátt heyra saumnál detta – svo þétt hafði hann riðið söguna um að tilvist
okkar væri bundin undirmeðvitund hans sjálfs. Það er leitt að verkið verður
ekki sýnt oftar, því einlæg sviðsetningin á einfaldri hugmynd svínvirkaði.
Það er styrkur Act Alone að ungt fólk skuli fá að koma þar fram og gera til-
raunir á borð við þessa í umhverfi sem hlýtur eðli málsins samkvæmt að vera
umburðarlynt og sólgið í leikhúsnýjungar. Það er eftirsóknarvert bæði fyrir
listamenn og áhorfendur. Annað dæmi var Eyrún Ósk Jónsdóttir sem kom
með Superhero. Eyrún er nýútskrifað leikskáld frá Bretlandi og framlag hennar
fjallaði um ofurhetjuhugmyndina. Þar voru margar sniðugar hugmyndir og þó
að útfærslan hafi að vísu ekki hrifið mig verður spennandi að fylgjast með Ey-
rúnu í framtíðinni.
Síðasta auglýsta verk annars dags Act Alone var Englar í Snjónum úr smiðju
Hugleiks. Hörður S. Dan lék í verki Unnar Guttormsdóttur og gerði það um
margt mjög vel, enda var hann valinn besti leikari hátíðarinnar af sérstakri
valnefnd þegar allt var um garð gengið. Verkið var undir sömu sök selt og fleiri
ný íslensk verk á hátíðinni – þar var verið að fást við hádramatískar aðstæður
innan þröngs ramma, sem olli því að úr varð klisjukennt melódrama þegar
verst lét. En á bestu köflunum náði höfundurinn að fanga barnslega einlægni á
átakanlegan hátt. Leikstjórinn, Sigrún Óskarsdóttir, átti þess kost að draga úr
göllum verksins en tókst það ekki sem skyldi, heldur leyfði melódramanu að
freyða um allt svið í stærstu dýfunum.