Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Page 120
120 TMM 2008 · 3
B ók m e n n t i r
Kristján Jóhann Jónsson
Litið við í ljóðhúsum
Þorsteinn Þorsteinsson: Ljóðhús. Þættir um skáldskap Sigfúsar Daðasonar. JPV útgáfa.
Reykjavík 2007
Hugleiðingar Þorsteins Þorsteinssonar um ævi og skáldskap Sigfúsar Daðason-
ar er rúmlega 400 bls. bók sem skiptist í fjóra hluta: I. Skáld verður til, II. Par-
ísarljóð og prósaljóð, III. Vondur skáldskapartími og IV. Að leiðarlokum. Hver
hluti er í reynd nokkuð sjálfstæður þáttur þar sem höfundur bókarinnar nálg-
ast ævi og verk Sigfúsar út frá einhverju leiðarþema, hvort sem það er nú að
taka sér stöðu í innlendri umræðu um skáldskap og bókmenntir og finna sína
samferðamenn, að uppgötva erlenda menningu og stuðla að viðgangi ljóð-
formsins eða að gera upp við lífið og sköpunina.
Sigfús Daðason (1928–1996) gat sér gott orð sem ljóðskáld og höfundur
snjallra bókmenntagreina. Hann var þekktur í íslensku menningarlífi og var
lengi sérstaklega tengdur bókaútgáfu Máls og menningar. Við þá útgáfu vann
hann og stýrði henni í mörg ár. Síðan stofnaði hann eigin útgáfu sem hann
nefndi Ljóðhús og af henni dregur bókin nafn sitt eins og frá er greint í for-
mála.
Ævisöguaðferðin
Höfundur bókarinnar ræðir aðferðafræði sína og markmið með rannsókninni
á nokkrum stöðum í bókinni. Í inngangi segir hann (bls. 9):
Ég þóttist verða nokkru nær um það hverjir verið hefðu helstu áhrifavaldar um
skáldskap hans í öndverðu, og mér varð ljósara en áður hversu mjög Sigfús veitti
eigin lífi inn í skáldskap sinn. En rétt er að taka það fram í eitt skipti fyrir öll að um
skáldskap Sigfúsar hef ég enga vitneskju frá skáldinu sjálfu.
Höfundur á augljóslega við að Sigfús hafi ekki sagt honum neitt um skáldskap
sinn, en í bókinni kemur margsinnis fram að hann hefur aðgang að gögnum
Sigfúsar, bæði dagbókum og svokallaðri Grænukompu sem geymir drög
margra ljóða. Í sama inngangi segir Þorsteinn: