Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Side 121
TMM 2008 · 3 121
B ó k m e n n t i r
Ég tengi víða ljóðheim Sigfúsar við reynsluheim hans, við líf hans. Ekki verður sagt
að það sé í samræmi við áhrifamestu kenningar liðinnar aldar um hvers skuli gæta
við lestur skáldverka. En þegar ljóð Sigfúsar eru skoðuð í heild er niðurstaða mín að
sú trúarjátning hans í skáldskaparefnum sem hann setti fram ungur, að líf og skáld-
skapur séu – eða skuli vera – eitt, hafi mótað allan feril hans. (18)
Hér gætir að mínu mati nokkurs misskilnings, því þó að höfundur telji líf sitt
og skáldskap renna saman er ekki þar með sagt að ævisöguaðferðin sé hin eina
rétta rannsóknaraðferð. Hún gæti meira að segja dugað síður en aðrar aðferðir
ef höfundur hefur gert mikið að því að tengja ævi sína við ritstörfin sjálfur.
Þorsteini virðist heldur ekki vera alveg rótt yfir kærleikum sínum við ævi-
sagnaaðferðina svokölluðu því seinna í bók sinni segir hann:
Samt sem áður geri ég mér engar grillur um ævisöguaðferðina sem svo hefur verið
kölluð. Notagildi hennar í bókmenntakönnun hlýtur alltaf að vera takmarkað; hún
segir til dæmis ekkert um skáldskaparleg einkenni ljóða eða listrænt gildi þeirra; og
sú mikla gagnrýni sem hún hefur fengið er eflaust að mörgu leyti réttmæt. (71)
Allnokkru síðar kemur enn að þessum átakapunkti í hugleiðingum Þorsteins.
Í undirkafla sem heitir Þrjú torræð ljóð er glímt við ljóðgreiningar og undir
lokin vitnað í ritdóm eftir Sigurð A. Magnússon sem segir að umrædd ljóð
skynji maður fremur en skilji og getur þess jafnframt að leyndardómarnir
freisti mest. Undir þetta tekur Þorsteinn: „Skilningur er ekki allt“ segir hann
og telur umrædd ljóð sjálfsævisöguleg og byggð á persónulegri reynslu (212).
Svo er spurt hvort hægt sé að rekja sig að reynslu að baki ljóði, hvort æskilegt
sé að reyna það og hvort það auki gildi ljóðsins. Um það er ágreiningur, segir
Þorsteinn, og aldrei samsvörun milli upprunalegrar reynslu og ljóðs sem á
henni er byggt. „Jafnvel þótt skáld stefni að nánu sambandi lífs og listar er ljóð
þess aldrei hrein endursköpun“ (213). Þá virðist komið að þeirri gamalkunnu
ályktun að ævisöguupplýsingar bæti litlu við ljóð, en ályktun Þorsteins er
reyndar gagnstæð. Sé það tilgangur gagnrýnanda að skilja ljóð sem best, segir
hann, hlýtur vitneskja um reynslu skáldsins og tildrög að baki ljóðsins að
auðvelda þann skilning.
Hér er augljóslega á ferð nokkur vandi í aðferðafræði bókarinnar því ekki
getur ævisöguaðferðin verið bæði gagnslaus og gagnleg. Bókin fjallar um ævi
og störf Sigfúsar sem þar með verða hornsteinar þessa ritverks. Höfundur
hefur valið að styðjast við ævisöguaðferðina sem eitt af sínum helstu verkfær-
um og mér finnst að hann hefði átt að vera vali sínu trúr. Ljóðhús eftir Þorstein
Þorsteinsson er eitt af mörgum afbragðsverkum sem styðjast við ævisöguað-
ferðina og hafa til þess fullan rétt.
En auðvitað finnur höfundur Ljóðhúsa fyrir því eins og aðrir að hin svokall-
aða ævisögulega rannsóknaraðferð hrekkur nokkuð skammt ef stuðst er við
hana eina. Það er vegna þess að skilningur okkar á höfundinum hefur breyst.
Áður fyrr var umræða um höfundinn jafnframt umræða um skáldskaparleg