Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Qupperneq 122
122 TMM 2008 · 3
B ó k m e n n t i r
einkenni og listrænt gildi. Á 19. öld, þegar ,höfundur‘ merkti allt annað en á
þeirri 20. og 21., skiptu upplýsingar um höfundinn miklu meira máli vegna
þess að hann var sá sem heyrði grasið gróa og ull vaxa á sauðum, ef mér leyfist
að grípa til líkingamáls. Höfundurinn var með öðrum orðum snillingur með
sérstakt samband við allífið. Þegar upp gaus umræðan um að höfundurinn
væri dauður þá var það fyrst og fremst sá höfundur sem var dauður. Hið gamla
inntak orðsins var ,flogið í veg‘ svo vitnað sé í þekkt nútímaskáld. Það þýðir þó
auðvitað ekki að allir höfundar séu steindauðir og ekkert meira um þá að
segja.
Hin sjálfstæða heild
Einnig bólar á óákveðinni afstöðu til aðferðafræði þegar talað er um túlkun
kvæða og spurninguna um það hvort líta beri á kvæði sem sjálfstæða, listræna
heild eða ekki. Um þetta segir höfundur bókarinnar meðal annars:
Og þessi krafa – að líta á ljóð sem sjálfstæða heild og að skoða það umfram allt sem
ljóð en ekki eitthvað annað – má eflaust heita réttmæt fyrsta krafa til ljóðrýni. En
hún er ekki nægileg. Ljóð lifir ekki í tómarúmi. Það er afurð mannlegrar vitundar
og eins og aðrar andlegar afurðir er það vitnisburður um þann tíma sem ól það, og
þá einnig um höfund sinn, hugðarefni hans, maníur og fóbíur. Það er af orðum gert
og tungumál er félagslegt fyrirbæri. Það flytur ákveðna sögn, ákveðin boð, og svo
mætti áfram telja. Allt um það ber að „skoða það umfram allt sem ljóð“. (206)
Hér finnst mér skína í sama vanda og áður birtist gagnvart ævisöguaðferðinni.
Ljóðið getur auðvitað ekki bæði verið sjálfstæð heild og ekki sjálfstæð heild.
Hins vegar er hægt að ræða byggingu ljóðs og listræna gerð og það er hægt að
ræða þá þræði sem tengja ljóðið við umhverfið. Díalektíkin milli hins einstaka
og hins almenna skiptir hér öllu máli eins og lesa má um í ágætri og þekktri
norskri bók.1
Víða í bók Þorsteins kemur fram sú skoðun að ljóðið lifi ekki í tómarúmi, en
það kemur líka oft fram að höfundur telur að til sé besti eða réttur skilningur
á ljóði. Þetta tvennt fer ekki vel saman að mínu mati. Vissulega eru ekki allar
túlkanir jafngildar en að merkingu hvers ljóðs eru engu að síður margar leiðir
færar. Ef það er nú eins og ég held að höfundur og lesandi skapi merkinguna
saman þá breytast sígild ljóð og þá munu ljóð Sigfúsar Daðasonar ekki merkja
það sama fyrir eftirkomendum okkar og þau merkja fyrir okkur. Lestur Þor-
steins finnst mér oft góður og skapandi en að mínu viti er hann ekki annað
hvort réttur eða rangur. Til dæmis mætti hér nefna ágreining Þorsteins við
Bergljótu Kristjánsdóttur um kvæðið „Foli að norðan“ (190). Bergljót telur, að
sögn Þorsteins, ljóðið fjalla um þá blekkingu að hægt sé að lifa aftur það sem
einu sinni var. Þorsteinn telur ljóðið hins vegar fjalla um það hvernig brjóta
megi niður viðnámsþrótt og sjálfstæði mannanna og senda þá þar með í innri
útlegð. Röksemd Þorsteins er skáletruðu orðin í tilvitnuninni hér á eftir: „…