Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Síða 125
TMM 2008 · 3 125
B ó k m e n n t i r
fjöllin og hafið ríkja yfir lífinu, þau eru örlögin, eða þannig hugsum við stundum,
og þannig myndi þér sjálfsagt líða ef þú hefðir vaknað og sofnað áratugum saman
undir sömu fjöllum, brjóst þitt hafist og hnigið með andardrætti hafsins á bátskelj-
um okkar. (12)
Firrtur nútímalesandinn fylgir svo sögupersónum heyja sína lífsbaráttu við
náttúruöflin sem við teljum okkur trú um að komi okkur ekki lengur við. Mitt
á milli hafsins og fjallanna fylgjum við nafnlausum „strák“ út á miðin á sex-
æringi. Þessi strákur er ekki sjómannsefni, og það var Bárður vinur hans hugs-
anlega ekki heldur. Ekkert er indælt utan þín, orti Milton í sínum Paradís-
armissi; og þau orð verða til þess að Bárður gleymir stakknum sínum heima í
verbúð. Ljóðlínurnar, þessi „helvítis ósómi, helvítis fúi í sálarlífinu“ gera hann
„of linan gagnvart lífinu“ (30). Fullur af skáldskaparmiði en stakklaus er Bárð-
ur óvarinn gagnvart ofviðrinu sem herjar á mennina sex sem sigla út á miðin
eldsnemma morgun einn einhvern tímann í fyrndinni.
Í fyrri verkum Jóns Kalmans, til dæmis í Sumarljós og svo kemur nóttin
(2005), kynnumst við fólki á ákveðnum stað í veröldinni. Sögupersónur búa
allar í sama litla þorpinu, þær eru eins og margar hliðar á staðnum, margir
heimar út af fyrir sig sem saman mynda plássið. Það kemur því ekki á óvart að
sögusviðið sjálft – þorpið – er ekki síður viðfangið en persónurnar, jafnt í áður-
nefndri bók og þessari nýju skáldsögu Jóns Kalmans, Himnaríki og helvíti. Við
fylgjumst með persónum úr fjarlægð; líkt og kvikmyndatökuvél sem myndar
plássið ofan frá. Þannig eru persónurnar smáar verur sem ganga inn og út úr
myndrammanum þegar þær reyna að fóta sig í gangvirki náttúrunnar sem og
í þeim heimi sem þær hafa skapað sér. Í fyrra verkinu er sjónarhornið fljótandi,
líkt og alsjáandi auga höfundarins eða auga myndavélarinnar sem ferðast hús
úr húsi, inn í króka og kima, úr einu lífi í annað. Í Himaríki og helvíti er
andrúmið öllu þyngra, ekki eins leikandi; líf persóna er fyrst og fremst hverf-
ult, sjónarhornið er kalt, ópersónulegt, hrikalegt. Það er náttúran sjálf sem
segir söguna. Meira að segja í seinni hluta verksins, þegar strákurinn hefur
hrökklast úr verbúðinni yfir til Ísafjarðar og verið við dauðans dyr á leiðinni,
er kuldinn ekki langt undan, líkt og allt sé við það að renna í stein. Yfirbugaður
af sorg og vonbrigðum ætlar strákurinn að binda enda á þetta líf. En fyrst
verður hann að sofa og borða. Hann ratar í hús hinnar dullarfullu ungu ekkju,
Geirþrúðar, og hennar hús er fullt af bókum. Skáldskapurinn – og fallegt bros
afgreiðslustúlku í búð einni – heldur lífi í brostnu hjarta stráksins.
Strákurinn í Himnaríki og helvíti er nafnlaus eins og áður sagði; hann er
fulltrúi okkar allra í söguheiminum, og sem slíkur hefur hann alla burði til að
svara kalli. Þó er hann, líkt og nánast allar persónur bókarinnar, nokkuð fyrir-
sjáanlegur, kunnuglegur í merkingunni við höfum hitt hann áður í hefð-
bundnum þroska- og ævintýrasögum, og dregur það úr slagkrafti sögunnar.
Vissulega stendur hefðin í sjálfri sér ekki í vegi fyrir sköpuninni. Spurningin
er frekar sú, eins og T.S. Eliot fjallaði um á sínum tíma, hvernig hæfileikar ein-
staklingsins í það og það skiptið mæta hefðinni.