Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Page 126
126 TMM 2008 · 3
B ó k m e n n t i r
Skáldskapurinn er bæði blessun og böl í söguheimi Himnaríkis og helvítis,
hann „veikir“ ekki einungis persónur heldur lífgar þær beinlínis við og vekur
með þeim von. Líklegast „tálvon“, en á slík von þá minni rétt á sér? (197) Í
Kantaraborgarsögum Chaucers og Tídægru Boccaccios eru það einmitt slíkar
sögur af lífi annarra, sögur af fólki sem maður þekkir ekki en þekkir þó, sem
fylla upp í tíma og tómarúm persóna, sögur sem fresta dauðanum og sporna
við þeirri örvæntingu sem tilvistin getur vakið með manni.
Í Himnaríki og helvíti er mannfólkið eins og strá í vindi, dæmt, „eins og
fíngerður þráður, til að ríghalda í fljúgandi nál lífsins“, hvaða stefnu sem hún
tekur.2 Jón Kalman skrifar sig þannig inn í hefð ákveðinnar tilvistarstefnu þar
sem lögmál náttúrunnar gnæfa yfir tilvist okkar, þar sem við erum stöðugt
minnt á að lífið fer sínu fram, burtséð frá þeim sem lifa því. Tilvist okkar er
merkingarlaus, við höfum í raun engan tilgang annan en það mikla verkefni að
reyna að skapa, með lífi okkar, einhvern tilgang. Og hugsanlega ljá orðin, sem
og ástin (sem er ekki bara drottning tilfinninganna heldur drottning skáld-
skaparins), tilvist okkar merkingu, hvers eðlis sem sú merking er. Orðin halda
manni ekki á lífi, og ástin getur ekki varið mann gegn sársauka, en hvar
værum við án þeirra?
Eins og þegar horft er á kvikmyndir Terrence Malick, einna helst Days of
Heaven frá árinu 1978, er tilfinningin sú að tilvist persóna í söguheimi sínum,
tilvist mannanna á jörðinni, sé fullkomlega tilviljunarkennd, líkt og mönn-
unum sé nánast ofaukið í mikilfenglegu og miskunnarlausu ríki náttúrunnar.
Í umræddri kvikmynd skapa persónur sér rými í veröldinni; við sjáum senur
þar sem persónurnar baða sig í eigin tilvist, líkt og heimurinn væri þeirra. Í
næsta atriði sjáum við svo hesta sem hjúfra sig hvor að öðrum til að halda á sér
hita meðan stormur geisar. Eða eins og rússneska ljóðskáldið Osip Mandelstam
skrifar; „Blóðhlaupið fuglsauga hefur ekki síður en við sitt eigið sjónarhorn á
veröldina“.3 Á sama hátt eru mennirnir – í Himnaríki og helvíti – engu stærri
en fuglar á þessu veraldarsviði. Og hugsanlega er sjónarhorn fuglsins ekki svo
fjarlægt okkar eigin sjónarhorni, blóðhlaupið sökum alls þess sem við höfum
elskað, misst, grátið, og saknað?
Allt okkar líf streymir út um augun, og þau geta því verið fallbyssur, tónlist, fugla-
söngur, stríðsöskur. Þau geta komið upp um okkur, þau geta bjargað þér, gert útaf
við þig. Ég sá augu þín og líf mitt breyttist. Augu hennar skelfa mig. Augu hans
dáleiða mig. Horfðu bara á mig, þá verður allt gott og ég get kannski sofnað. Gamlar
sögur, að líkindum jafn gamlar manninum, herma að engin lífvera þoli að líta í augu
Guðs því þau geyma uppsprettu lífsins og svarthol dauðans. (197)
Nei, við getum ekki horft í augu Guðs, við getum ekki horft niður í hyldýpi
Tilvistarinnar. Sjónarhorn er það sem við höfum.
Í verki sem fjallar jafn mikið um orð og þessi bók velur Jón Kalman orðin
sín vandlega. Áferð orðanna og hrynjandi virðast höfundinum hugleikin, en
hreyfing textans er eins og í takt við flóð og fjöru. Orðin eru seiðandi og verka