Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Síða 127
TMM 2008 · 3 127
B ó k m e n n t i r
á lesanda á köflum eins og hægur en öruggur dans. Oft er textinn nær prósa-
ljóði en fyrri textar höfundarins, og ljóðmælandinn í Himnaríki og helvíti
kyrjar hljóðlátlega. Hann táldregur lesandann, dregur hann með sér inn í
söguheim sinn og huliðsheima – fær mann til að gleyma stað og stund og
hverfa inn í heim þessara persóna sem heyja sína hversdagsbaráttu á tímum
sem nú eru fjarri okkur. Myndrænn textinn er sveipaður mistri og á köflum
spyr maður sig hvort þessi seiðandi máttur orðanna sé á stundum á kostnað
einhvers annars; mögulega á kostnað þess sem höfundurinn vill segja. Fegurð
á kostnað kjarna, hver sem hann er. Hemingway sagði að til þess að kanna
hvort saga væri „alvöru“ yrði maður að taka út allar fegurstu setningarnar og
sjá hvað stæði eftir. Og maður efast á stundum um að þessi saga myndi lifa slíkt
af, þótt „sagan“ sem slík þurfi ekki endilega að vera í fyrirrúmi.
Eftir umhugsun má þó spyrja hvort slíkur lífróður orðanna sé hugsanlega
fullkomlega viðeigandi í sögu sem staðsetur sig einhvers staðar á milli máttar
og vanmáttar orðanna andspænis lífinu. Í sögunni er að finna nokkurs konar
réttarhöld yfir skáldskapnum, sem er jafn áreiðanlegur og hann er hverfull
þegar lífið liggur við. Grundvallarspurning bókarinnar, ef svo mætti að orði
komast, gæti þannig snúist um náttúru skáldskaparins sjálfs, ekki síður en
óræð mörk himnaríkis og helvítis í nakinni tilvist fyrir opnu hafi.
Tilvísanir
1 Jón Kalman Stefánsson, Himnaríki og helvíti, bls. 7. Framvegis verður vísað í
blaðstíðutal í sviga aftan við tilvísun.
2 Í kvikmyndinni Spegillinn eftir Andrei Tarkovsky er það Alexei Tarkovsky, faðir
kvikmyndagerðarmannsins sjálfs sem les upp umræddar ljóðlínur sínar í bak-
grunni.
3 Mín þýðing úr eftirfarandi enskri útgáfu: Mandelstam, Osip, The Egyptian
Stamp, þýð. Clarence Brown (Evanston: Northwestern University Press, 2002),
bls. 156.