Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Page 130
130 TMM 2008 · 3
B ó k m e n n t i r
vísu ekki að halda nafninu en heitir Hörður og verður sumpart mikilvægari
persóna hjá Þórunni en hinum fyrsta höfundi sögunnar. Fasteignasalinn
Hörður öðlast þó ekki mikið af þeim geðslega höfðingjasvip sem einkennir
Dalagoðann Höskuld Dala-Kollsson bæði í Njálu og Laxdælu. Sameiginlegt
eiga þeir að vera svosem heldur litlitlir karakterar. – Hrútur Þórunnar er sam-
mæðra Herði, en við fáum aldrei að vita föðurnafn hans. Skilur þar mjög með
þeim nöfnum. En báðir eiga skandinavísk tengsl, Herjólfur Hrútsfaðir var
Norðmaður, en Eyvindur, föðurbróðir Þórunnar-Hrúts, var Íslendingur en
giftur sænskri konu og stórauðugur í Svíþjóð þegar hann féll frá.
Og nú eiga báðir Hrútarnir arfs að vitja. Hinn fyrri er nýtrúlofaður Unni
Marðardóttur og mætir sinni örlaganorn í Gunnhildi kóngamóður. Hrútur
Þórunnar er ástmaður (og sambýlismaður) Unnar Marðardóttur og hittir fyrir
sína örlagakonu í Gunillu, hinum sænska lögfræðingi sem hann á ástarsumar
með á Gotlandi.
Þetta er skrambi gott, svofar. En nú kemur að því að sá gamli höfundur leik-
ur á hinn nýja. Hversu hlutlægur sem okkur þykir frásagnarháttur fornsagn-
anna þá eru þær aldrei háðar samskonar raunsæiskröfum og nútímasögur geta
orðið fyrir. Þórunn leggur hins vegar allt kapp á að gera frásögn sína trúverð-
uga og raunsæilega.8
Í Njálu er frelsið frá raunsæinu ómissandi partur af snilldinni. Vegna þess
frelsis geta blindir fengið sýn og misst hana aftur þegar þeir eru búnir að hefna
föðurmorðs, stórmenni barist við finngálkn og flugdreka, Njáll verið svo for-
spár að hann viti alla hluti fyrir, Gunnar haldið konsert í haugnum eftir dauða
sinn o.s.frv. Frelsið frá raunsæinu kemur líka að mikilvægum notum í kynlífs-
vanda Hrúts Herjólfssonar. Þegar Gunnhildur kóngamóðir leggur á hann að
hann megi engri munúð fram koma við þá konu sem hann ætli sér á Íslandi, er
afmörkun álaganna við eina konu nauðsynleg vegna þess að sögumaðurinn á
13. öld veit að áheyrendur hans vita að Hrútur átti, eins og frægt varð, fjölda
barna, Laxdæla taldi sextán syni og tíu dætur, sjálf Landnáma eins og eitt
fótboltalið stráka. Þennan mann var því ekki vegur að gera ókvenneytan nema
með miklum takmörkunum. Það gat hinn gamli höfundur gert, ekki sá nýi.
Þetta er stórmerkilegt atriði. Fáránleiki álaganna í Njálu gerir okkur ekkert
til, því hún er nefnilega svoleiðis saga. En í nútímaraunsæinu dugir ekki einu
sinni harðsvíruð sálfræði, getuleysi, víagra og ég veit ekki hvað og hvað: hið
takmarkaða getuleysi Hrúts verður fyllilega ósennilegt. Og það hefur sínar
afleiðingar.
Reyndar er annað í sambandi við Hrút sem gengur illa upp. Mamma hans
hefur bent honum á að nafnið Hrútur sé í Njálu (sjá bls. 53). Hann er að vísu
enginn námshestur í skóla en fer þó gegnum menntaskóla, og þar hefur hann
lesið söguna (sjá t.d. bls. 146). Ekki dettur mér í hug að allir menntaskólanem-
endur sem hafa lesið Njálu muni allt sem þar segir frá. En maður sem er hinn
fyrsti frá söguöld til að heita Hrútur og hefur stært sig af að vera vel vaxinn
niður („hann hefur alla ævi gert aðra karlmenn í sturtu, leikfimi, sundi og
fótbolta miður sín. Og flaggað frítt.“ bls. 28), það er alveg sama hve skilnings-