Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Side 131
TMM 2008 · 3 131
B ó k m e n n t i r
og gleraugnalaust hann hefur lesið Njálu á menntaskólaárunum, skólafélagar
hans hafa ekki látið hjá líða að minna hann á hvernig fór fyrir nafna hans í
sögunni, síst af öllu þegar hann flaggar limnum stóra.
Af þessum sökum verður samtal Hrúts og Ásu um Njálu (bls. 146–147)
ótækt, og undrunar-replikka hans „Já, nei, þetta er nú einum of mikil tilviljun“
í besta falli hláleg.
Hallgerður Höskuldsdóttir og Gunnar Hámundarson fá á pörtum ágætis
nútíma-spegilmyndir í þeim Höllu Harðardóttur og Gunnari Halldórssyni.
Gömlum Njálukennara kann að vísu að þykja myndin af Höllu, óþarflega
svört, og að sama skapi tekur nokkurn tíma að sannfæra hann um að Gunnar
nútímans sé svona veikur fyrir fíkniefnum … en það er bráðsnjallt að gera
Nútímagunnarinn að sellóleikara svo hann sé jafnháður boganum og hinn
fyrri var. Og um leið ástæða til að þakka fyrir að skáldkonan stilli sig um að
láta hann biðja um lepp úr hári Höllu. Það er öldungis vonlaust að búa til
almennilegan sellóboga úr kvenhári, skilst mér. Farsíminn, sem Halla neitar
Gunnari um út af hinum skyldubundna kinnhesti, er hins vegar afbragðsgóð-
ur staðgengill.
Stundum leikur Þórunn sér að andstæðum, ekki hliðstæðum, við sögupers-
ónur Njálu. Það er t.d. ágætlega lukkað að láta Gunnar Halldórsson sárlanga til
að flytja úr landi: „með trega hugsar hann til betri staða á jörðinni. Af hverju í
andskotanum bý ég hér heima? Hví fer ég ekki?“ (bls. 258) þegar hinn Gunn-
arinn vildi heldur bíða hel, svo notuð séu orð Jónasar.
Níels og Bergljót, sem búa í sama húsi og Gunnar og Halla, eiga sér mjög
ótvíræðar fyrirmyndir í Njálu og heimboðið hjá Bergljótu er óborganleg skop-
stæling á veislu á Bergþórshvoli. Að vísu söknum við Níelssonanna, en kannski
eiga þeir og hinn hefnigjarni tengdasonur eftir að skjóta upp kollinum í næstu
skáldsögu. Kannski er það einmitt þess vegna sem Leó er látinn skilja við brun-
ann á Fjólugötunni óupplýstan. Þá liggur að vísu ákveðinn vandi í að Bergljót
segir að kettirnir séu eiginlega börnin hennar (bls. 199).
Krimminn góði, grænn og hlýr
Það er ekki nýtt að menn geri sér ráðgátur og glæpi að afþreyingarefni í bók-
menntum. Ein af ágætari Íslendingasögum, Gísla saga, gefur kost á túlkun sem
leiðir til þess að við höfum í henni óupplýst morð. Það getur meira að segja
oltið á því hvaða handrit sögunnar við veljum hver er sennilegasti bófinn. – Í
Njáls sögu og Færeyinga sögu báðum er sýnt inn í vinnustofu leynilöggunnar
þegar þarf að koma upp um manndrápara og þjófa.
Mikið af skáldsögum heimsbókmenntanna er einmitt skáldsögur um glæp(i).
Það er hins vegar hlutverk uppljóstarans sem hefur haft afdrifarík áhrif á sög-
urnar og skapað að sumu leyti nýja sagnagrein, glæpasögur eða krimma.
Ég hef stundum haldið fram, mér til gamans en sumum vinum mínum til
hrellingar, að krimmarnir hafi komið til bókmenntasögu þegar sálmakveð-
skapur fór að missa hlutverk sitt, og þar með hafi glæpasögurnar fyllt ákveðið