Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Blaðsíða 132
132 TMM 2008 · 3
B ó k m e n n t i r
tómarúm. Guð var dauður, að sögn Nietzsches, og þar með ekki hægt að kveða
sálma með sama trúnaðartrausti og fyrr um það guð sem öllu kæmi í samt lag
aftur ef eitthvað bjátaði á, en einkanlega passaði okkur fyrir ljóta karlinum.
Guð reiðunnar (kosmoss), hvers kyns sem þau voru, áttu að verja okkur fyrir
öflum óreiðunnar (kaoss), sem sífellt ógna. Morgunljóst verður þetta þegar við
horfum á viðureign Þórs við jötna. Þeir gera hverja atlöguna af annarri á goð-
heiminn, en þegar ofhægist um eru þeim gerðar heimsóknir til þess að egna þá
til óeirða.
Í Íslendingasögum er enginn hörgull á fulltrúum óreiðunnar, og þar, eins og
á sumum sviðum öðrum, ber Njálu hátt. „Af henni mun standa allt it illa, er
hon kemr austr hingat,“ segir Njáll, þegar Hallgerður er væntanleg utan úr
kaosinu (Dölum) inn í kosmos hans (Rangárvelli). Drjúgur hluti af tíma
manna og orku á Völlunum fer svo í að reyna að hrinda þessari innrás, með
takmörkuðum árangri.
Og nú er það einatt svo að góð sakamálasaga hefst með því að einhver
óþekktur fulltrúi óreiðunnar miklu varpar sprengju í tryggan og formfastan
heim reiðunnar. Þar með hefur málsvari reiðunnar fengið verkefni: Að koma
öllu í samt lag og sjá til þess að fulltrúar hins illa fái makleg málagjöld.
Þannig séður varð krimminn góði bæði grænn og hlýr, verndaði okkur fyrir
vonsku mannanna eftir því sem nokkur kostur var, rétt eins og sálmarnir
gerðu fyrr. En þá var náttúrlega þörf á gátulausnara.
Allt frá því Dashiel Hammett og Raymond Chandler sköpuðu Sam Spade og
Philip Marlowe hefur gerð sakamálasagna að miklu leyti snúist um sköpun
löggunnar. Hún þróast frá því að vera leynilögga eða einkaspæjari, sem þá var
jafnan einfari, yfir í að vera opinber starfsmaður og að drjúgum hluta skrif-
stofumaður sem hefur sína félaga á deildinni. Smám saman þróast staðlaðar
manngerðir: fráskilinn karl með óleysta tilfinningaflækju, eða þá – ef höfund-
ar vilja skrifa sig úr þeim staðlinum – harðsnúin kvenlögga sem hálfgert er að
leika gæjana góðu. Blaðamaðurinn eða rithöfundurinn sem flækist í mál og
verður amatörlögga er náttúrlega líka algengur. Sem betur fer eru undantekn-
ingar frá þessu, en staðalmyndirnar eru margar.
Augljóslega eiga norrænir sakamálasagnahöfundar margt að þakka bresk-
um starfsbræðrum sínum, bæði í skáldsögum og sjónvarpsþáttum. Því erum
við, áhorfendur og lesendur, á heimavelli þótt verkin eigi rætur í öðrum menn-
ingarheimum en okkar eigin.
Með stöðluðu skrifborðslöggunni fer lesanda þessum, sem hér skrifar,
smám saman að finnast sem höfundar krimmanna séu að skrifast á, skiptast á
skeytum, að ég ekki segi smáhnútum. Skoði menn t.d. Wallander Henriks
Mankells, Erlend Arnaldar Indriðasonar og Leó Þórunnar. Þetta eru skyldir
menn. Svolítið misklárir (með lækkandi stig í þeirri röð sem þeir voru nefndir)
en þó enginn þeirra neinn ofursmart Sherlock Holmes. Allir eru þeir fráskild-
ir og eiga í (mis)erfiðu sambandi við börn sín. Þórunn kallast reyndar
skemmtilega á við Arnald með því að hafa tríó, tvo karla og eina konu, í rann-
sóknarhópnum, annar karlinn ofurlítið hrokafull mállögga, hinn dálítið hallur