Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Page 134
134 TMM 2008 · 3
B ó k m e n n t i r
Tilvísanir
1 Eldvígslan. 1983, Veröld víð. 1998.
2 Sólstafir. 1987.
3 Thor og Einar fara spennandi stíga þegar þeir skrifa um Sturlu Sighvatsson
(Morgunþula í stráum 1998) og Þórð kakala (Óvinafagnaður 2001). Thorvald
Steen er á svipuðum slóðum í skáldsögu sinni um Snorra Sturluson (Den lille hes-
ten 2002; ísl. þýðing: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Undir svikulli sól 2004). Roy
Jacobsen velur sér í skáldsögunni Frost (2003; íslensk þýðing Stefán Hjörleifsson.
Frost 2005) dálítið annan veg þegar hann smíðar aðalpersónu úr ungmenni
sem kalla má að hverfi úr Eyrbyggju að vegnum Víga-Styr. Skáldsagan heppnast
reyndar með ólíkindum vel.
4 Sérstakt viðfangsefni væru endursagnir Gunnars Karlssonar (Laxdæla) og
Brynhildar Þórarinsdóttur (Njáls saga), að ógleymdum snarmerkilegum teikni-
myndasögum síðustu ára. Nefni þar aðeins verk þeirra Ingólfs Arnar Björgvins-
sonar og Emblu Ýrar Bárudóttur, Blóðregn og Brennuna. – Alveg sérstaka grein
ættu höfundar eins og Vilborg Davíðsdóttir (Korku saga, Við Urðarbrunn) og
Johanne Hildebrandt (Freja. Sagan om Valhalla) skilið. En það verður að bíða
betri tíða.
5 Skáldsögurnar eru trílógían Vägen till Jerusalem 1998, Tempelriddaren 1999,
Riket vid vägens slut 2000. Eins konar eftirmáli var svo Arvet efter Arn 2001.
6 Pathos var einmitt einkennisorðið sem Stellan Arvidsson hafði um frásagnarlist
Gunnars (Gunnar Gunnarsson. 1960:158).
7 Í Íslenskri bókmenntasögu I bendir Vésteinn Ólason vissulega á að athugun
Svövu sýni „hve mikilvægt er að láta ekki frásögn Snorra Eddu af Gunnlöðu
villa sér sýn um hvað raunverulega stendur í kvæði þessu í Hávamálum“ (bls.
120). Gísli Sigurðsson nefnir grein Svövu í heimildaskrá í Eddukvæðum (1998)
og víkur óbeint að henni í skýringum sínum en lætur þó einatt eins og nota megi
Snorra-Eddu til skýringar kvæðisins. Sama er að segja um skýringar Hermanns
Pálssonar við Hávamál (1992 og síðar). Glæpasaga Svövu (og Skírnisgrein) hefði
einmitt getað leitt til öldungis nýrra skýringa við nokkur erindi Hávamála.
8 Þetta geta menn t.d. prófað með því að skoða tíma- og staðsetningar atburða í
Kalt er annars blóð. Atburðir utan sögu (t.d. bækur sem verið er að lesa í sög-
unni) staðfesta þessa tilfinningu. Þar er ekki kastað höndum til neins. Það er til
að mynda öldungis ný sænsk þýðing Ylvu Hellerud (2007) á Argóarflísinni sem
Hrútur notar til að rifja upp og æfa sænskuna á útleið, og Stieg Larsson var nýlega
orðinn margfaldur metsöluhöfundur sama haust, þessi einstaki mannfélagsrýnir
sem lét ekki undan banvænum sjúkdómi fyrr en hann gat skilið þriðja bindið
í glæpatrílógíu sinni eftir fullfrágengið í handriti! Og hafði ekki skrifað slíkar
sögur áður. Bók eftir hann er afskaplega sennileg í lófa Hrúts á heimleiðinni um
haustið!