Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Page 137
TMM 2008 · 3 137
Sigurður Hróarsson
Staðgengill óendanleikans
Baldur Óskarsson: Endurskyn. Ormstunga 2006.
Rúm öld er nú liðin frá því Sigmund Freud gaf út bók sína um draumtúlkun og
steypti öllum fyrri hugmyndum um verkan mannssálarinnar – komst nær því
en nokkur annar „að ráða gátuna um manneðlið“, eins og segir í gagnmerkum
inngangi Símonar Jóh. Ágústssonar að íslenskri þýðingu bókar Freuds Um sál-
greiningu (1909, á ísl. 1970). Þar leggur hann grunninn að hugmynd sinni um
dulvitundina og óbeislað afl hennar. Jung bætti síðar við hugmyndinni um
„kynslóðadulvitund“ og „frumtákn“ (erkitýpur) sem lúra meðfædd, áunnin og
ómeðvituð í djúpsál mannsins og móta andlega eðlisvísan hans.
Á hugmyndinni um djúpsálina og sjálfræði hennar – þeirri „vissu“ að mað-
urinn búi yfir innri dulvitund sem vistar mikilvæga leyndardóma sem ekki eru
kunnir meðvitund einstaklingsins en hafi engu að síður gagnger áhrif á hugs-
un hans og gjörðir, að viðbættri þeirri uppgötvun Saussures að vensl orðs og
viðmiðs séu tilviljun og tengslin víðast rofin í skáldskap – byggist módernism-
inn og í raun allt fráhvarf tuttugustu aldarinnar frá einhlítri reglu skynsem-
innar, fráhvarf hennar frá alræði vitandi vits og skynsemdar og þar með allri
raunsannri/raunsærri framsetningu listar.
Súrrealisminn er grein á þessum meiði en rís þumlungi hærra, krefst þess að
fanga fjarvídd djúpsálarinnar án afskipta skilnings hugans og úrvinnslu ein-
staklingsreynslunnar og þrykkja henni þannig óflekkaðri á auðar síður, frjálsri
og óendanlegri í tíma og rúmi. Skáldið fær þá hlutverk einskonar miðils og
skáldskapurinn yfirbragð véfréttar sem lesandinn einn fær ráðið með frum-
táknslestri og frumtáknsgreiningu á fjarvíddum textans með hliðsjón af
minnum og mýtum sem fylgt hafa manninum frá þeirri dögun siðmenning-
arinnar er í upphafi skóp bæði list hans og átrúnað. Leit lesandans beinist þá
ekki að „ásetningi skáldsins“ eða því áreiti sem hugsanlega losaði frumtáknið
úr skorðum djúpsálar viðkomandi einstaklings heldur þeirri opinberun sem á
sér stað er táknið mætir samsvarandi fornmynd úr dulvitund þess er finnur. Sá
„fundur“ er þó sjaldnast átakalaus og fellur því ágætlega að þeirri aldagömlu
hyggju að skáldskapur sé „í eðli sínu“ þráttaniðurstaða stríðandi andstæðna.
Sá skáldskapur síðustu kynslóðar liðinnar aldar sem kenndur hefur verið við
póstmódernisma, afbyggingu, niðurrif og algjöran efa um raunmerkingu allra
orða tungumálsins, er síðan afleiðing af sambræðslu Freuds og Saussures sem
t.d. í fræðum Lacans birtist í viskunni „ég er það sem ég hugsa ekki“ (ég er það
sem hugsun mín veit ekki um) og gerir atlögu að stalli vestrænnar skynsemi
sem staðið hefur af sér öll veður í tæpar fjórar aldir.
Endurskyn Baldurs Óskarssonar er glettinn en þó gagnrýninn og gjörhugs-
B ó k m e n n t i r