Tímarit Máls og menningar - 01.09.2008, Qupperneq 138
138 TMM 2008 · 3
B ó k m e n n t i r
aður leikur að þessum -ismum og samfundum þeirra við rammíslenska ljóða-
hefð. Tóninn gefur skáldið strax með vísandi skynvillu í bókarheiti og tilvísan
í „René“ nokkurn í forljóði á bls. 5 – sem kveikir fyrst rök Descartesar í huga
lesandans en til þess eins að kæfa þau því „feðrun“ hans í titli á bls. 24 slær
endanlega af þá „villu“ og snýr þeim upp í súrrealíska andstæðu sína er fylgir
bókinni eins og skuggi frá fyrstu síðu og krefur lesandann um leit að merkingu
frumtákna. Skáldið vísar lesanda sínum m.ö.o. strax þá leið að leita þess „súr-
realíska“, þess dulvitaða, afhverfu þess raunverulega, þess sem „ljóðin hugsa
ekki“, þess sem felst í orðum þeirra og táknum er/ef þau mæta opnum hug sem
óhræddur er við eigin endimörk. En táknin eru vitaskuld ekki „leikur“ út af
fyrir sig og fléttast frá upphafi þeim meginþræði bókarinnar að vera „memento
mori“, áminning um feigð, og hugleiðing um skáldskap sem staðgengil ódauð-
leika. Sígildur efniviður en prakkaraleg efnistök sem vísvitandi steypa rúmi og
tíma á skjön og brengla alla skynjun er tekur mið af skynseminni einni og því
sem fyrir augu ber.
Ljóð bókarinnar eru sér þess meðvituð að þau eru búin til úr orðum og eiga
sér skuggsjá í veruleika sem líka er skapaður úr orðum (skáldskap og goðsögn-
um) til jafns við reynslu (höfundar), en þau eru sér ekki meðvituð um „alla“
merkingu sína þegar þau mæta lesandanum af því táknvísun ljóðanna kveikir
mynd og hugrenningu sem mótast af arfi viðtakandans, andríki hans og þolin-
mæði til að kafa til botns í eigin hug. Dæmi eru t.d. örljóðin sjö (bls. 7, 8, 14,
15, 19, 31 og 34) sem deila má í tvær greinar; fjögur þeirra eru tímatif eða tíma-
sprengja með tíða- og skynvillum sem vísa til annarra ljóða og jafnvel utan-
aðkomandi ráðgátu úr raunveruleika sem ljóðin leysa ekki sjálf (7, 8, 31, 34) og
þrjú þeirra eru beinar ráðgátur eða táknleikir úr sálarfylgsnum sem lesandinn
annað hvort botnar ekkert í eða túlkar og „ræður“ eins og draum (14,15,19).
Skoðum örlítið undir skottið á tveimur örljóðanna, bls. 19 og 31. Hið síðar-
nefnda heitir „Svar“ og er svona: „Aftur má erja“. Titillinn vísar ekki til ákveð-
innar spurningar en hefur hliðsjón af ljóðinu andspænis (30) sem er tíma- og
skynvillingur – „það stríkkar á tímarúminu“ – sem tengist samsvarandi stefi
úr fyrri flokki örljóðanna og stöðvar tímabundið tifið sem hófst á bls. 7. Svarið
vísar þá til tíma sem líður „utan bókar“ á milli ljóða 7 og 30, stöðvar feigðina
um stund og kemur plógi jarðlífsins aftur af stað. En sögnin að „erja“ lætur
ekki þar við sitja, minnir á margræða merkingu sína og sögu; krafsa snjó, sækja
að, nauða í, stríða, eiga í erjum, þátt sinn í því að óvinurinn réð gátu Samsonar
í Biblíunni (Dómarabókin 14:15), o.s.frv. Tómhyggja ljóðformsins ýtir undir þá
leit, sérhvert orð stendur og fellur með sjálfu sér eins og draumtákn á stangli
og tælir lesandann til „oftúlkunar“ með því að erta óvitund hans og ímynd-
unarafl sem hvorki sprettur með öllu af meðvitund hans né því sem fyrir augu
ber á síðunni. Oftúlkunin hefur þá tilgang í sjálfu sér og opnar lesandanum
leið að eigin dulvitund – eins og öll „súrrealísk“ (undir-raunsæ og/eða yfir-
raunsæ) list.
Ljóðið á bls. 19 heitir „Sorgarráð“ og er svona: „Haltu þig bara við leistinn“.
Ljóðið stendur eitt en má túlka með hliðsjón af ljóðinu andspænis (18) sem