Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 14.05.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 14.05.2016, Blaðsíða 2
Umhverfis- og auðlindaráð- herra lagði til aukinn sveigj- anleika í byggingareglugerð í vikunni og undirritaði reglu- gerð þess eðlis. Markmiðið er að lækka byggingarkostnað vegna íbúðarhúsnæðis. „Áherslur hjá fólki hafa breyst mikið í gegnum tíðina og því sýn- ist manni í fljótu bragði að þessar breytingar séu af hinu góða,“ segir Eva Huld Friðriksdóttir, sjálfstætt starfandi arkitekt, spurð hvað þess- ar breytingar þýði fyrir almenning. Það sem helst vekur athygli er að með reglugerðinni eru kröfur um lágmarksstærðir rýma í íbúðum felldar á brott en í staðinn sett inn markmið, sem veitir ákveðið frelsi við útfærslu hönnunar. Breytingarnar miða að því að auka sveigjanleika við gerð íbúðar- húsnæðis. Þannig getur lágmarks- stærð íbúðar sem er eitt herbergi minnkað verulega. Ef gert er ráð fyrir að geymsla og þvottaaðstaða séu í sameign og ekki gert ráð fyrir anddyri getur slík íbúð verið um 20 fermetrar, fyrir utan sameign. Eva Huld segir þessa þróun ánægjulega og geta haft verulega já- kvæð áhrif fyrir þéttingu byggðar, meðal annars í Reykjavík. „Og þétting byggðar er náttúru- lega umhverfismál,“ segir Eva Huld en hún segir einnig mikilvægt að fólk hafi aukið frelsi þegar kemur að því að útfæra heimili sín. Spurð út í smáhýsahugmynda- fræðina svokölluðu (e. Tiny homes) og hvort þetta breyti miklu þegar kemur að henni, svarar Eva Huld: „Það er dálítið gamaldags hug- myndafræði í arkitektúr og má færa rök fyrir því að hún sé dálítið úrelt. Þar vill fólk aðgreina sig frá samfé- lögum sem er svolítið í anda áttunda áratugarins. Hugmyndin er líka dá- lítið andsamfélagsleg.“ Hún bætir svo við: „Það er ekki hugmyndin sem er verið að ýta und- ir með þessum breytingum þó hún auðveldi þeim sem það kjósa einnig lífið.“ | vg Skipulagsmál Auknir möguleikar á að byggja smáhýsi Færri fermetrar auka frelsi Grillbúðin Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 Þýski grillframleiðandinn Landmann er 50 ára gasgrill 3ja brennara Niðurfellanleg hliðarborð 4 litir • 3 brennarar úr ryðfríu stáli • Postulínsemalerað eldhólf • Grillgrindur úr pottjárni • PTS hitajöfnunarkerfi • Kveiking í öllum tökkum • Niðurfellanleg hliðarborð • Tvöfalt einangrað lok • Postulínsemaleruð efri grind • Hitamælir • Auðveld þrif - Bakki fyrir fitu undir öllu grillinu • Afl 10,5 KW Á R A grillbudin.is AFMÆLISTILBOÐ 79.900 VERÐ ÁÐUR 98.900 „Við starfsmennirnir höfum margoft kvartað við yfirmenn okk- ar undan biluðum símum og kerf- inu í húsinu. Það er eldgamalt og á sumum stöðum í húsinu heyrir mað- ur alls ekki þegar því er hringt. Yfir- menn okkar vita alveg af þessu og segja bara já já, við kíkjum á málið. En vandinn í Seljahlíð er að borgin setur engan pening í þetta. Maturinn er ótrúlega einhæfur, það er alltaf það sama,ár eftir ár. Um helgar eru bara þrír starfsmenn á vakt. Sumt fólk fær aldrei heimsóknir og það geta liðið margar vikur á milli þess sem einhver kemur til þeirra. Mér finnst þetta bara vera geymslustöð fyrir aldraða, því miður.“ Starfsmenn Seljahlíðar hafa lengi kvartað undan biluðum vaktsímum. Alltof fáir eru á næturvöktum, og ósanngjarnt er að kenna starfsmönnum um þegar óhöpp koma upp. Þetta segir Barbara Helgason. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is „Það er svo sárt að heyra fólk saka næturvaktina um að sofa á verðin- um,“ segir Barbara í miklu upp- pnámi yfir gagnrýninni sem beinst hefur að starfsfólki þjónustuíbúð- anna í Seljahlíð að undanförnu. Fréttatíminn hefur fjallað um atvik í íbúðunum þar sem fullyrt er að íbú- ar hússins hafi hringt á hjálp næt- urvaktarinnar, án þess að fá hana. Barbara hefur unnið þar í sex ár og segist elska vinnuna sína. „En það eru alltof fáir starfsmenn á vakt og á nóttunni komumst við ekki yfir allt sem við eigum að gera, þó ég sé stöðugt á hlaupum. Við eigum að líta inn til íbúa þrisvar sinnum á nóttu. Hver heimsókn getur tekið tíma, svo hlaupum við til ef einhver hringir á hjálp. Það er ekki möguleiki að tvær manneskjur nái að fara í allar þess- ar heimsóknir. Mér finnst yndislegt að vinna með íbúunum en það er sorglegt að vera sökuð um að sinna ekki vinnunni minni nógu vel. Ég vil standa með starfsfólkinu sem er gott og segja frá þessu.“ Tveir starfsmenn eru á vakt á nóttunni. Ættingjar Judithar Júlí- usdóttur, 96 ára íbúa, sögðu frá því að ekki hefði náðst samband við starfsmenn að næturlagi, þrátt fyrir að hringt hefði verið látlaust í síma hússins. Aldraðir Starfsmaður þjónustuíbúðanna í Seljahlíð segir heimilið fjársvelt „Seljahlíð er geymslustaður“ Lýðheilsa Unglingar sofa allt of lítið Erlingur Jóhannsson, prófessor við Íþrótta-, tómstunda- og þroskaþjálfa- deild Háskóla Íslands. Fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að ung- lingar hafa þyngst um 4 kg á áratug og fá ekki nema 6 tíma nætursvefn. Barbara Helgason. Mynd | Rut Vill seinka skólabyrjun vegna svefnleysis unglinga Nemendur í 10. bekk hreyfa sig minna, þyngjast og fá að- eins 6 tíma nætursvefn. Er- lingur Jóhannsson, prófess- or við Háskóla Íslands, segir þetta mikið áhyggjuefni. Hann vill seinka skólabyrjun og auka fræðslu um áhrif rafrænna miðla á svefn. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „Skjátími hefur aukist hratt og lífstíll krakka hefur breyst í þá veru að þau eru meira í kyrrsetu sem verður til þess að þau hreyfa sig minna, þyngj- ast og sofa of lítið,“segir Erlingur Jó- hannsson, prófessor við HÍ, en hann leiðir langtímarannsóknina „Heilsu- hegðun ungra Íslendinga“. Fyrstu niðurstöður sýna að ung- lingar eru 4 kg þyngri og mun þrek- minni en jafnaldrar þeirra voru fyrir áratug og að unglingar sofa ekki nóg. Aðeins 8% drengja og 13% stúlkna uppfylltu svefnráðleggingar um átta tíma svefn, en sex tíma svefn á virk- um dögum var algengastur hjá bæði drengjum og stúlkum. Þátttakendur eru nemendur í 10. bekk í sex skól- um í Reykjavík. Erlingur segir niðurstöðurnar sambærilegar því sem er að gerast í nágrannaríkjunum. „Munurinn er að hér er ekkert gert í málunum, ólíkt öðrum stöðum. Norðmenn eru til að mynda að virkja sveitar- félögin til að setja aukna hreyfingu inn í grunnskólana því það er vitað að hreyfing ungmenna á skólaaldri minnkar um 7% á ári. Samkvæmt ráðleggingum frá landlæknisemb- ætti eiga börn undir 18 ára aldri að hreyfa sig minnst 60 mínútur á dag en það er ekki nema fimmt- ungur sem nær því hérlendis og það er mjög mikið áhyggjuefni. „Aukin kyrrseta, aukning í þyngd og minni svefn helst í hendur við of mikla skjánotkun. Við sjáum skýrt í gögnunum að krakkarnir vinna upp svefninn um helgar, því þá sofa þau að meðaltali í 7,5 tíma, eða klukku- tíma lengur en á virkum dögum,“ segir Erlingur en krakkarnir voru látin ganga með sérstaka klukku sem mældi svefn þeirra. Erlingur segir nauðsynlegt að taka á vandanum. „Skólinn getur tekið í taumana með því að seinka fyrsta tíma en við höfum verið að ræða við skólastjóra sem vilja frekar leyfa krökkunum að sofa og fá þau inn klukkan níu í stað átta. Það er þannig að ungir krakkar læra ekk- ert séu þau ekki sofin, þau eru ekki upplögð, hafa ekki áhuga og geta ekki einbeitt sér. Svo er líka vitað að skertur svefn eykur offitu og hef- ur áhrif á blóðþrýsting. En það þarf almenna hugarfarsbreytingu þegar kemur að svefni barna og skjánotk- un og þar gegna foreldrar auðvitað lykilhlutverki.“ Aukin kyrrseta, aukning í þyngd og minni svefn helst í hendur við of mikla skjánotkun. Evu Huld Friðriksdóttur lýst vel á nýja byggingareglugerð. Fjallamjólk eftir Kjarval hangir inn á skrifstofu Gylfa Arnbjörnssonar. Listamenn eru pirraðir vegna flutnings á Fjalla- mjólkinni inn á skrifstofu Gylfa Valur Grettisson Valur@frettatiminn.is Eitt merkilegasta listaverk Jó- hannesar Kjarvals, Fjallamjólk, sem er í eigu ASÍ, var fært á skrif- stofu Gylfa Arnbjörnssonar, for- manns ASÍ, degi áður en tilkynnt var um sölu á húsi Listasafns ASÍ. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ, segir engin tengsl á milli þess hvenær verkið var futt á skrifstofu Gylfa og sölu á húsinu. Töluverður urgur er í listamönn- um vegna málsins og telja sumir þeirra að þarna sé verkinu sýnd ákveðin vanvirðing. „Verkið er alveg tryggt og ekki á neinum vergangi,“ segir Guðrún Ágústa og segir mikilvægt að verk- in úr safnaeigninni séu sýnileg. Það sé þó ekki hægt að sýna þau á söfn- um öllum stundum og þá séu þau í geymslu eða sýnileg, til að mynda á skrifstofu ASÍ. Ragnar Jónsson í Smára gaf ASÍ verkið árið 1961 ásamt hundruðum annarra verka og eru mörg þeirra þekktustu myndverk tuttugustu aldar. Þar af er Fjallamjólkin líklega það frægasta. Eins og fram hefur komið var húsnæði listasafnsins selt á föstu- daginn í síðustu viku og hefur stjórn SÍM mótmælt sölunni harðlega. Menning Eitt af höfuðverkum Kjarvals fært á skrifstofu ASÍ daginn fyrir sölu safnsins Fjallamjólk inni á skrifstofu Gylfa 2 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 14. MAÍ–16. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.