Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 14.05.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 14.05.2016, Blaðsíða 8
Maðurinn er næsti loftsteinn Jörðin hefur gengið í gegnum fimm útrýmingarskeið frá upphafi lífs á jörðinni. Nú virðist sjötta útrýmingin vera farin af stað - nú af manna- völdum. Helgi Hrafn Guðmundsson ritstjorn@frettatiminn.is Líf hefur þrifist á jörðu í að minnsta kosti 3,5 milljarða ára. Á þessum langa tíma hafa dunið á ýmsar hörm- ungar. Lífið hefur fimm sinnum gengið í gegnum gríðarmikla útrým- ingu þar sem stór hluti allra tegunda dó út. Á þessum ögurstundum var jafnvægi jarðar svo raskað, af ólíkum ástæðum á hverjum tíma, að nán- ast öllum lífverum jarðar var steypt í glundroða. Eldgos, gríðarmiklar ísaldir og loftslagsbreytingar höfðu stundum þessi áhrif. Síðasta útrým- ing af þessu tagi varð, eins og margir vita, fyrir um 66 milljón árum þegar loftsteinn rakst á jörðina og þurrkaði út risaeðlurnar. Og ekki bara þær, heldur um 75% af öllum dýra- og plöntutegundum jarðar. Það er erfitt að ímynda sér að jörðin eigi við slík- ar hamfarir að stríða núna. Margir líffræðingar og aðrir vís- indamenn telja samt að nú fari í hönd sjötta stóra útrýmingin á jörðu. Við mannfólkið erum því loftsteinn- inn í þetta skipti. Mannkynið hefur komið lífríkinu úr jafnvægi, nánast hvar sem niður er komið á jörðinni. Til dæmis með því að færa lífverur til vistkerfa þar sem þær eiga ekki heima, með því að eyðileggja bú- svæði og nú á síðustu áratugum með gríðarlega hröðum loftslagsbreyting- um. Efnasamsetning hafsins breytist nú ört vegna mannsins. Við ofveið- um, höggvum niður skóga og breið- um einhæfa landbúnaðarhætti okk- ar yfir gervalla plánetuna. Og svo framvegis. Mannkynið hefur mót- að jörðina gríðarlega á skömmum tíma og það hefur áhrif á alla aðra farþega á henni. Og nú er talið að 20- 50% allra lífvera verði þurrkaðar út í lok þessarar aldar. Sumir ganga svo langt að segja að 75% þeirra hverfi áður en yfir lýkur. Nýleg rannsókn hefur til dæmis sýnt fram á að dýra- tegundir útrýmast 100 sinnum hraðar nú en í venjulegu árferði á hnettinum. En þá er einungis tekið tillit til þeirra tegunda sem við vitum af og höfum skráð. Því mannkynið á enn eftir að uppgötva mýmargar tegundir lífvera, til dæmis á hafs- botni og djúpt í frumskógum, sem sumar munu deyja út af okkar völd- um áður en við sjáum þær. Spennubók um skelfilega atburði Bandaríski blaðamaðurinn Eliza- beth Kolbert, sem meðal annars skrifar fyrir The New Yorker, sendi frá sér bókina The Sixth Extinction, sem fjallar um þennan óhugnanlega veruleika sem maðurinn virðist ým- ist leiða hjá sér í stórum stíl eða veit hreinlega ekki af. Bókin hlaut Pulitz- er-verðlaunin árið 2015. Höfundur ferðast víða um heim, þ.á m. til Ís- lands og kemst að ólíkum birtingar- myndum útrýmingarinnar með hjálp fræðimanna. Bókin er einkar auðveld aflestrar, nokkurs konar spennubók um vanda sem við vit- um fæst af, en tökum mörg þátt í að skapa á einn eða annan hátt. Kol- bert, sem sjálf er ekki vísindamaður, útskýrir flóknar kenningar og tilgát- ur, sem fræðimenn hafa rannsakað á síðustu árum, á einfaldan og að- gengilegan hátt. Útrýming hófst snemma Um daginn fór ég á náttúru- gripasafnið í Buenos Aires í Argent- ínu. Það er til húsa í stórri og gamalli byggingu sem nú er sumpart í niður- níðslu. Í dimmum sölum hennar er hægt að skoða ýmsa gamla muni, rykugar furðuskepnur Suður-Am- eríku sem voru uppstoppaðar ein- hvern tímann á þarsíðustu öld og að því er virðist endalaus glerborð með risastórum fölnuðum fiðrildum og flugum. Í þessum nokkuð drunga- legum húsakynnum er líka salur þar sem gríðarstórar beinagrindur eru til sýnis. Við fyrstu sýn mætti halda að þetta séu eldfornar risaeðlur. En þetta eru hins vegar beinagrindur af spendýrategundum sem uppi voru fyrir um sjö til tíu þúsund árum og voru á stærð við fíla. Þetta eru hin svokölluðu jarðleti- dýr, skyld letidýrum nútímans, en þau bjuggu á sléttum Suður-Ame- ríku í hundruð þúsund ára. Þegar menn mættu á svæðið fyrir um 10 þúsund árum urðu þessar tegundir fljótlega útdauðar. Svo virðist sem mannkynið hafi strax og það óx úr grasi og breiddist út um hnöttinn farið að ofveiða dýr og ógnað jafn- vægi á hverjum stað. Beinagrindurn- ar á safninu sem ég skoðaði fundust margar á 18. öld og í byrjun þeirrar nítjándu. Á þeim árum vissu menn ekki hvaða furðuskepnur þetta voru eiginlega. Því í fyrsta lagi var hug- takið um út- rýmingu ekki til, eins og Kolbert rek- ur í bók sinni. Útrýming dýra ekki þekkt Margir héldu því að slíkar fornar beinagrindur hlytu að vera af skepn- um sem enn römbuðu einhvers stað- ar í óbyggðum. Á átjándu öld fund- ust gríðarstórar tennur og bein í Ohio í Bandaríkjunum sem virtust vera af afrískum fíl. Þessar leifar röt- uðu síðar á borði franska dýra- og líffærafræðingsins Georges Cuvier, sem starfaði í upphafi nítjándu aldar á franska náttúrusögusafninu í París og safnaði þar skrokkum af furðu- dýrum. Cuvier uppgötvaði að beinin og tennurnar væru ekki af fíl held- ur af dýri sem væri einfaldlega ekki til lengur, tegund sem hefði dáið út. Það var í fyrsta sinn sem kenn- ing var lögð fram um að útrýming væru yfirleitt möguleg. Dýrið var mastodon, norðuramerískt afbrigði fíls, sem vísindamenn vita nú að var uppi fyrir um 10 þúsund árum og er talið hafa dáið út af mannavöldum, rétt eins og jarðletidýrin. Cuvier smíðaði í kjölfarið tilgátu sem kölluð hefur verið hamfara- kenningin. Hörmulegar náttúru- hamfarir hefðu endrum og eins í sögunni gengið yfir jörðina og eytt meginhluta lífsins. Guð hefði þannig lagað ýmis mistök sem hann hefði gert í sköpunarverkinu. Margar tegundir hefðu dáið út og aðrar komið í staðinn. Hann útskýrði þó ekki hvernig tegundirnar hefðu orðið til og taldi alls ekki að þær hefðu þróast. Elizabeth Kolbert, blaðamaður hjá The New Yorker og bók hennar „Sjötta útrýmingin“. Mynd | elizabethkolbert.com. Froskur á förum. Panama-gullfrosk- urinn var fyrir aðeins áratug síðan al- geng tegund í Panama. Fyrir nokkrum árum fór tegundin að hverfa og er talin í bráðri útrýmingarhættu. Ástæðan fyr- ir þessum örlögum hefur verið rakin til sveppasýkingar sem kom til landsins með varningi. Einangrað dæmi sem segir þó margt um vistkerfisvandamál sem fylgja umstangi mannsins um heim allan. Mynd | Wikipedia. Nánast aldauða. Aðeins örfáir einstaklingar eru eftir af Súmötru-nashyrningum. Stórar dýrategundir eru nánast alls staðar í útrým- ingarhættu. Sagan sýnir að maðurinn hefur komið fjöl- mörgum stórum tegundum fyrir kattarnef síðan hann kom fram á sjónarsviðið. Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–14, sunnud. lokað Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Við leitum að listaverkum erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur, Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur. Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar, Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving. Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400 8 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 14. MAÍ–16. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.