Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 14.05.2016, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 14.05.2016, Blaðsíða 22
Daði segist stundum gleyma því að dóttir þeirra hafi einhverntíma verið öðruvísi en hún er nú. „Hún er bara stelpan okkar og þetta hefur ekki verið jafn flókið og við bjuggumst við.“ Foreldrarnir segjast í raun alltaf hafa vitað að Gabríela væri stelpa og þess vegna hafi ferlið verið áreynslu- laust og eðlilegt. „Hún leitaði í allt sem gæti kallast stelpulegt frá því hún var pínulítil. Hún var alltaf að fá lánuð föt frá vinkonum sínum og klæða sig upp. Hún lék sér með dúkk- ur og Barbie og hreifst af öllu sem glitraði. Okkur fannst ekkert að því. Við bjuggumst alveg eins við því að áhugi hennar á þessu myndi hverfa,” segir María. „Ég reyndi stundum að draga úr þessu, þegar hún varð að- eins eldri. Ég vildi vernda hana og var hræddur um að henni yrði strítt. Sem dæmi gat verið snúið að gefa henni afmælisgjafir. Við vissum al- veg hvað hana langaði í en vorum smeyk við að ota að henni dóti sem gæti þótt of stelpulegt. Við vildum ekki ýta undir þetta,“ segir Daði. Fyrstu æviár Gabríelu bjó fjöl- skyldan í Ólafsvík en þegar hún varð fjögurra ára fluttu þau til Keflavíkur. „Á þessum tíma klæddist Gabríela alltaf kjólum eða pilsum heima hjá sér en við vorum vön að senda hana í hlutlausari fötum í leikskólann. Það varð henni til happs að koma inn í leikskóla Hjallastefnunnar í Keflavík. Kynin eru aðskilin í skólanum og all- ir krakkarnir ganga í skólabúning- um. Árið sem hún byrjaði komu í fyrsta skipti pils við skólabúningana. Hún var sett í strákahóp en fékk að vera í pilsi. Leikskólakennaranum fannst það alveg sjálfsagt og krakk- arnir kipptu sér ekkert upp við það,” segir María. Gabríela fékk að vera nákvæmlega eins og hún vildi. Þegar krakkarn- ir höfðu kynnst henni setti enginn spurningamerki við það þegar hún ári síðar, var látin skipta yfir í stelpu- hópinn. „Það styrkti hana rosalega og við fundum hvað hún varð miklu sátt- ari,“ segir María. „Hún passaði bet- ur þar.“ Daði og María segja að þetta dæmi lýsi reynslu þeirra af því ala upp Gabríelu. Þau hafi stundum reynt að halda aftur að henni, en þegar þau leyfðu henni að vera eins og henni leið best, þá fundu þau vel hvað það gerði henni gott. „Þegar við fluttum svo í bæinn, með hana sex ára gamla, var ég að- eins strangari við hana. Ég reyndi að draga úr þessu stelpulega sem hún sýndi svo mikinn áhuga, og passaði að hún færi í strákalegri föt þegar við vorum úti á meðal fólks. Ég óttað- ist að hún yrði fyrir aðkasti á skóla- lóðinni. Það varð til þess að hún fjarlægðist mig sífellt meira,” segir Daði. „Ég fann það sjálfur að ég var að mála mig út í horn. Hún treysti mér ekki jafn vel og áður. Þegar ég kom heim úr vinnunni á daginn þá hætti hún að leika sér í stelpulegum leikjum um leið. Hún leitaði meira í mömmu sína en mig og mér fannst ég vera að missa hana frá mér. Ég áttaði mig á því að ég væri bara að flækja hlutina með því að streitast á móti,” segir Daði. Um þetta leyti byrjaði Gabríela í Vatnsendaskóla í Kópavogi og að sögn foreldranna fékk hún heims- ins besta kennara, Ragnheiði Jónu Laufdal Aðalsteinsdóttur. „Hún var alveg frábær og reyndist okkur vel í öllu ferlinu. Hún fékk styrk til að fara á ráðstefnu um transkrakka í Banda- ríkjunum og námsráðgjafi skólans fór með. Ragnheiður Jóna bjó til fræðsluefni fyrir aðra kennara um þetta og stóð þétt við bakið á okk- ur í öllu ferlinu. Ég man til dæmis að hún mætti í karlmannsfötum á einhverjum búningadegi, svo Gabrí- ela yrði öruggari með sig. Hún varð okkar helsti stuðningsmaður í þessu öllu. Henni finnst svo mikilvægt að allir fái að vera eins, og ekki fastir í einhverjum kynjahlutverkum,” seg- ir María. Þau segja að í samráði við kennar- ann og Gabríelu hafi verið ákveðið, á miðju skólaári í öðrum bekk, að upp- lýsa foreldra skólasystkina hennar um að hún væri stelpa. Sendur var tölvupóstur á foreldrana, svo var haldinn foreldrafundur og krökk- unum sagt frá því að Gabríel héti Gabríela. „Þá höfðum við kallað hana Gabrí- elu heima í langan tíma og þörf hennar varð alltaf sterkari. Um leið og hún fékk að breyta um nafn var eins og meiri ró kæmi yfir hana,“ segir María. „Já, og við sáum hvað hún varð sáttari. Þessi ýkta þörf fyrir eitthvað bleikt og stelpulegt varð afslapp- aðri og hún komst í meira jafnvægi. Ég hafði miklað fyrir mér hvernig krakkarnir myndu bregðast við. En breytingin var miklu auðveldari en ég hafði ímyndað mér,“ segir Daði. Þau segja bekkjarfélagana hafa þekkt Gabríelu vel og ekkert kippt sér upp við breytinguna. Svo kom að því að Gabríela fékk nýjan kennara. Sú fékk að vita að það væri stelpa í bekknum sem væri fæddur strákur. „Nýi kennarinn vildi alls ekki vita hvaða stelpa það var. Eftir heila viku með bekknum höfðu henni dottið tvær eða þrjár stelpur í hug, en engin þeirra var Gabríela,” segir María. Þau neita því þó ekki að það hafi komið hnökrar í ferlinu. Því eldri sem Gabríela varð, áttaði hún sig betur á líffræðilegum staðreyndum. „Og það hafa komið tímabil þar sem hún hefur verið döpur. Til dæm- is þegar hún áttaði sig á því að hún gæti ekki gengið með barn. Það var svolítið áfall að átta sig á því að hún væri kannski ekki að öllu leyti eins og hinar stelpurnar,“ segir Daði. Þau segja að í Gabríelu megi stund- um greina undirliggjandi kvíða yfir því sem er í vændum. „En á heildina litið er hún ham- ingjusamur krakki. Það koma hæðir og lægðir aldrei efi. Hún vill hvetja aðra krakka áfram og deila sinni reynslu. Við vorum auðvitað hrædd við það líka, eins og öll önnur skref, en tökum undir það með henni að það sé mikilvægt að tala um hlutina.“ Á heildina litið er hún hamingjusamur krakki. Það koma hæðir og lægðir aldrei efi. 22 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 14. MAÍ–16. MAÍ 2016 Hún hefur aldrei efast María Bjarnadóttir og Daði Már Ingvarsson segja það hafa verið náttúrulegt ferli þegar Gabríela dóttir þeirra opinberaði fyrir umheiminum að hún væri í raun stelpa. Foreldrar og systkini Gabríelu styðja hana heilshugar í því sem hún vill gera. Frá vinstri: Hrefna Ósk, Gabríela María, María, Daði Már og Daníel Már. KATRÍNARTÚNI 12 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS LONDON f rá 7.999 kr.* DUBLIN f rá 7.999 kr.* STOKKHÓLMUR f rá 7.999 kr.* AMSTERDAM f rá 9.999 kr.* *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. BRISTOL f rá 7.999 kr.* HVERT VILTU FARA? maí - okt . sept . - des . maí - des . jún í - des . jún í - sept .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.