Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 14.05.2016, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 14.05.2016, Blaðsíða 40
Fyrir 4 X margir humarhalar fer algerlega eftir stærð (5 stórir til viðmiðunar) 15 íslensk jarðarber Um það bil 150 g engifer 80 ml japönsk soya sósa 1 matskeið hunang Spánarkerfill Spínat 2 lime Aðferð: Jarðarberin eru skorin smátt (á stærð við maís baun) í skál, þvínæst er engiferið skrælt, skor- ið eins fínt og fólk treystir sér til og blandað saman við jarðarberin. Þessi blanda er svo krydduð með soya, hunangi og berki og safa af lime-inu. Humarinn er skelflettur og „þerraður“ á viskustykki. Næst kryddarðu humarinn með salti og svörtum pipar. Steikir hann á öskrandi heitri pönnu í 2 mínútur á bakinu, bætir svo við smjöri og hristir pönnuna. Humar á að vera mjög lítið eld- aður. Borið fram með fullt af spínati, jarðarberja-dæmið notarðu sem dressingu á salatið og humarinn ofan á. Steinliggur með kampa- víni. „Verður maður ekki bara að hoppa upp í flugvél og sjá hvað gerist? Maður er yfirleitt frekar spontant í þessu, það var þannig þegar ég hætti þarna í Garðabæ og ætli það verði ekki þannig í haust,“ segir matreiðslumaðurinn Theodór Dreki Árnason. Tekur sumarið á Íslandi Theodór, eða Teddi Dreki eins og hann er jafnan kallaður, tók þátt í að koma nýjum veitinga- stað í Garðabæ á laggirn- ar á dögunum, Mathúsi Garðabæjar, en gekk úr skaftinu um það leyti sem opna átti staðinn. Hann hef- ur ákveðið að víkka sjóndeildarhringinn og reyna fyrir sér í Los Angeles næsta vetur. „Það er alla vega draumurinn og ég hef sett stefnuna á það. Maður fer ekki neitt nema vera með stefnu. En ég mun klárlega taka sumarið á Íslandi. Ég er núna að skoða möguleika á því að vera uppi á Nesjavöllum í sumar með stórvinum mínum Haffa og Kela á veitingastaðnum Silfru,“ seg- ir Teddi. Grillið var flottasti staðurinn Teddi verður þrítugur síðar á árinu og hefur eldað á veitinga- Í Krydd & Tehúsinu geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi Glæsileg sérverslun með úrval af kryddum, tei og alls konar sælkeravörum Krydd & Tehúsið er glæsileg verslun sem opnaði í október á síðasta ári. Unnið í samstarfi við Krydd & Tehúsið Aðaláherslan hjá okkur er á kryddið en við erum einnig með flott úrval af tei, heilsusamlegan nammibar, morgunkorn og ýmsa aðra sælkeravöru,“ segir Ólöf Einarsdóttir sem opnaði sérversl- unina Krydd & Tehúsið ásamt eig- inmanni sínum, Omry Avraham, í október á síðasta ári. Ólöf og Omry flytja sjálf inn megnið af vörunum, þau leggja mikla áherslu á umhverfisvernd og að bjóða fólki að versla um- búðalaust en í verslunni er boðið upp á yfir 70 vörutegundir í lausa- vigt. „Við reynum að versla við litla aðila á markaði (fair trade), bjóða upp á frábær gæði og mikið af vöruúrvali okkar kemur beint af býli. Okkur finnst skemmtilegt að geta boðið fólki að versla um- búðarlaust og hefur það fallið vel í kramið. Auk þess er það ódýrara fyrir viðskiptavininn.“ Í Krydd og Tehúsinu geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. „Á þriðjudögum og fimmtudögum bjóðum við upp á súpu og brauð í take-away fyrir hópa, 10 manns eða fleiri. Einnig höfum við verið með kynningarkvöldstundir sem hafa verið mjög vinsælar og vel sóttar. Á slíkum kvöldum kynn- um við framandi krydd og erum með sýnikennslu í einfaldri en ljúffengri matreiðslu. Við breyt- um einföldu hráefni í gómsæta hollustu með því að nota gæða krydd, jurtir, ávexti, fræ og hnetur frá náttúrunnar hendi. Alls konar smakk er í boði og að lokum geta allir verslað að vild með 10% af- slætti. Svona kvöldstund kostar 1.000 krónur á mann,“ segir Ólöf. Krydd & Tehúsið er staðsett í Þverholti 7. Drekinn horfir til Los Angeles Matreiðslumaðurinn Teddi Dreki hættur á Mathúsi Garðabæjar og ætlar vestur um haf, með smá viðkomu á Nesjavöllum Á faraldsfæti Matreiðslumaðurinn Teddi Dreki hætti störfum á Mathúsi Garðabæjar um það leyti sem staðurinn var opnaður. Hann reynir fyrir sér vestanhafs í haust. Mynd | Hari stöðum í tólf ár. „Ég mætti sautján ára á samning á Hótel Sögu. Það er auðvitað klisja en ég hafði séð Engla alheimsins og fannst Grillið flottasti staðurinn og enginn ann- ar kom til greina,“ segir hann. Eftir að hafa lokið kokkanámi starfaði hann um hríð á Michel- in-veitingastaðnum Texture í London hjá Agnari Sverrissyni. „Hann kenndi mér að elda. Þá fór ég að sjá annað og meira í þessu en ég hafði verið að hugsa,“ segir Teddi sem síðar kokkaði á Óðins- véum og Vox áður en hann fór á Apótekið. Sá staður náði fljótt mik- illi hylli og Teddi hefur verið lofað- ur fyrir sitt framlag. „Ég opnaði Apótekið með strák- unum og það gengur ógeðslega vel. Ég á fullt af góðum minning- um þaðan og kynntist góðu fólki,“ segir Teddi sem kveðst lengi hafa haft hug á að reyna frekar fyrir sér úti í heimi. „Mig vantar að komast í meiri menningu. Ég stoppaði aðeins við í New York og í París og nú langar mig að prófa að fara til Los Angeles,“ segir hann en fyrsta stopp verður þó á Nesjavöllum. Sumarlegur humarréttur Tedda Dreka …matur kynningar 4 | amk… LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 „Mig vantar að komast í meir i menningu.“ Netlu-, túnfífla- og birkilaufstöflur örva brennslu og meltingu og eru bjúglosandi. Sérstaklega er mælt með vörunni til að hreinsa líkamann. Colonic Plus Kehonpuhdistaja www.birkiaska.is www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong Evonia eykur hárvöxt með því að veita hárrótinni næringu og styrk. Evonia er hlaðin bætiefnum sem næra hárið og gera það gróskumeira. Bætiefni ársins í Finnlandi 2012. Evonia www.birkiaska.is www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.