Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 14.05.2016, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 14.05.2016, Blaðsíða 10
Geirfuglinn og Darwin Breski jarðfræðingurinn Charles Lyell hafnaði hamfarakenningu Cuviers og bægði frá hugmyndum manna um Nóaflóð og aðrar biblíu- legar hamfarir. Hann taldi að jörðin væri mótuð á löngum tíma með hæg- fara breytingum - sem er auðvitað rétt ályktun, en hann gekk svo langt að halda því fram að engar óvæntar hörmungar gætu átt sér stað. Undir þetta tók Charles Darwin, sem leit mjög upp til Lyells og smíðaði í kjöl- farið þróunarkenninguna. Darwin taldi að útdauði tegunda svo hæga að ómögulegt væri fyrir menn að verða vitni að þeim. Ef ákveðin jarðlög sýndu fáa steingervinga frá ákveðnu skeiði í fyrndinni, þýddi það einungis að þeir hefðu skemmst en ekki að tegundirnar hefðu horf- ið. Á meðan þróunarkenningin átti eftir að auka skilning manna á hvers vegna tegundir koma og fara – og auðvitað breyta líffræðinni um ald- ur og ævi – var þessi tregða Darwins við að skilja að útdauði tegunda er mun algengari en svo, nokkuð athyglisverð. Sérstaklega því að á sama tíma bárust fréttir frá Íslandi af því að geirfuglinn væri útdauður en mikið var skrifað um þann atburð í bresku fræðasamfélagi. Hamfarakenning aftur vinsæl Einn kafli í bók Elizabeth Kolbert fjallar um ferð hennar í Eldey þar sem síðasta geirfugla- parið var fellt árið 1844. Í honum veltir hún fyrir sér þeirri kaldhæðnislegu tilviljun að geirfuglinn hafi verið sú lífvera sem dó út á sama tíma og vísindamenn áttuðu sig fyrst á því í raun og veru að útrýming væri nokk- uð algengt fyrirbæri. Það var ekki fyrr en um 1980 að áhugi vísinda- samfélagsins á hamfarakenningum jókst aftur. Þá settu feðgarnir Luis og Walter Alvarez fram kenningu um að loftsteinn, sem rekist hefði á jörðina fyrir 66 milljónum ára og skilið eftir sig ummerki á Yucatán- -skaga í Mexíkó, hefði grandað risa- eðlunum og þurrkað út margar aðr- ar tegundir. Síðan þá hefur verið nokkuð almennt samþykkt á meðal fræðimanna að lífið á jörðinni ein- kenndist af löngum og „leiðinleg- um“ tímabilum sem stundum séu rofin með gríðarlegum hamförum. Maðurinn breytir jörðinni Það er kannski ekki skrýtið miðað við þessa hugmyndasögu – sem er hér auðvitað aðeins sögð á hunda- vaði – að mannkynið sé nú fyrst að vakna við þann óþægilega draum að það sé sjálft að skapa svo gríðar- legan vanda. Bók Elizabeth Kol- bert fjallar í meginatriðum um að „sjötta útrýmingin“ sé hin hliðin á sama peningi og loftslagsmálin. Frá því iðnbyltingin hófst hefur mann- kynið ekki aðeins breytt andrúms- loftinu með því að brenna olíu og kol og losa þannig koldí- oxíð, heldur líka lífrík- inu sjálfu með margvíslegum hætti. Á sama hátt og erfitt sé að bregðast við loftslagsvandamálum sé mannkynið einnig tregt við að breyta til hjá sér til að koma í veg fyrir útrýmingu dýranna. Staðreyndin sé sú að upp er runnið nýtt jarðsögulegt skeið, manntíminn (anthropocene). Þetta skeið tekur við af nútíma (holocene), sem varað hefur frá síðustu ísöld. Maðurinn hefur breytt jörðinni á svo langvarandi hátt að líklegt er að ummerki hans muni sjást um aldur og ævi og því þarf alveg sérstaka skil- greiningu á þeim jarðsögulega tíma sem við lifum. Nýja Pangea Fyrir um 250 milljónum ára voru nær allar heimsálfurnar samhang- andi í risameginlandi sem fræði- menn kalla „Pangeu“. Hún byrj- aði að gliðna í sundur fyrir um 175 milljónum ára vegna landreks og þá urðu smám saman til þær álfur sem við höfum á jörðinni í dag. Þetta hafði í för með sér að lífríki einangr- aðist í hverri álfu og þannig óx það og dafnaði í tugmilljónir ára. Þegar maðurinn fór að dröslast út um öll lönd, sérstaklega eftir að landafund- ir Evrópumanna færðu alla heims- byggðina saman og sér í lagi með nútímatækni, flugvélum og flutn- ingaskipum, hvarf þessi einangrun vistkerfa á augabragði. Kolbert líkir þessu því við að maðurinn hafi skap- að „Nýja Pangeu“. Jörðin sé orðin eitt samhangandi meginland þegar kemur að vistkerfum og lífríki, sem hafi haft skelfilegar afleiðingar fyr- ir margar lífverur. Þetta vandamál er svo sérstaklega þekkt hjá eyj- um þar sem vistkerfi eru mjög við- kvæm. Kettir eru til dæmis taldir hafa þurrkað út 33 fuglategundir í heiminum á síðustu öldum vegna þess að menn færðu þá til allra álfa. Súrnun hafsins Frá upphafi iðnbyltingarinnar hef- ur magn koldíoxíðs aukist gífurlega með brennslu kola og olíu og með eyðingu skóga. Mikið af koldíoxíði hefur endað í hafinu sem getur haft gríðarlega alvarlegar afleiðingar. Þegar magn koldíoxíðs eykst í höf- um heimsins verður það súrara. Hækkandi sýrustig þýðir að skeljar, kórallar og fleiri lífverur sem gerð- ar eru úr kalki leysast upp. Kolbert leiðir líkur að því að kórallar verði hreinlega útdauðir í aldarlok. Slíkar breytingar hafi ekki orðið á hafinu í yfir 300 milljónir ára og því sé erfitt að spá fyrir um afleiðingarnar. Froskdýr eru í dag talin sá flokk- ur dýra sem er í mestri útrým- ingarhættu. Fjórðungur allra spen- dýra, þriðjungur lindýra, einn fimmti skriðdýra og einn sjötti fugla stefni í átt til glötunnar. Engin heimsálfa né svæði virðist ónæm fyrir þessum miklu breytingum á lífríkinu. Þó allar heimsendaspárn- ar rætist vonandi ekki er ljóst að maðurinn skipar mjög óvenjulegan sess í sögu plánetunnar og það er kjarninn í bók Elizabeth Kolbert. Niðurlag bókarinnar: „Sjötta útrým- ingin mun hafa áhrif á lífið löngu eftir að allt sem fólk hefur skrifað og málað og byggt er orðið að sandi og risarottur hafa - eða hafa ekki - erft jörðina.” Risastórt letidýrt. Einu sinni voru lendur Suður-Ameríku fullar af jarðletidýrum, gríðarstórum skepnum sem menn gerðu út af við. Það hafði gleymst nokkur þúsund árum síðar þegar menn fundu steingerð bein þeirra. Mynd | Wikipedia. Mynd | Wikipedia. Leðurblakan að hverfa. Sveppasýking kennd við hvít nef hefur stráfellt leðurblökur í Bandaríkjunum. Stofninn hefur minnkað um 6 milljón einstaklinga og sumstaðar hafa 9 af hverjum 10 leðurblökum drepist. Grunnstoð í efnahagslífinu 2016 | Ársfundur Samáls Þann 18. maí heldur Samál árs fund sinn í Kalda lóni í Hörpu undir yfir­ skrift inni Grunnstoð í efnahagslífinu. Fjallað verður um mikilvægi áliðnaðar fyrir efnahagslífið á Íslandi, nám í efnisverkfræði, afurðir úr áli og horfur á heimsvísu.  Samhliða ársfundinum verður sýning á afurðum Málmsteypunnar Hellu sem framleiðir vörur úr áli. Að fundi loknum verður boðið upp á kaffi og ilmandi pönnukökur beint af íslenskum álpönnum frá Málmsteypunni Hellu. Fundarstjóri er Sólveig Bergmann. Skráning er öllum opin og fer fram á vef Samáls, www.samal.is. Dagskrá: 8:00 Morgunverður 8:30 Ársfundur Ál er mikilvægara en nokkru sinni fyrr Magnús Þór Ásmundsson, stjórnar- formaður Samáls og forstjóri Fjarðaáls Ávarp Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra Energy Drives Aluminium into the Future Kelly Driscoll, sérfræðingur frá greiningarfyrirtækinu CRU Efnisverkfræði á Íslandi – horft til framtíðar Guðrún Sævarsdóttir, forseti tækni- og verkfræðideildar HR Breytingar á evrópskum orkumarkaði – áhrif þeirra á samkeppnishæfni Íslands Gunnar Tryggvason, verkefnastjóri hjá KPMG Carbonated Drinks Love Aluminium Carlos Cruz, forstjóri Vífilfells 10:00 Kaffispjall að loknum fundi 10 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 14. MAÍ–16. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.