Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 14.05.2016, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 14.05.2016, Blaðsíða 54
Rammstein og Metallica Á æfingum lyftir Dagmar 90 kíló- um í réttstöðu en í keppnum lyftir hún eitthvað meira. Þá vel yfir 100 kílóum. Hún segist annars ekkert vera að leggja þyngdina neitt sér- staklega á minnið, enda lyfti hún sér til skemmtunar. „Ég er samt sterk,“ segir hún ákveðin og skellir upp úr. Og það fer ekkert á milli mála. „Annars segir Ingimundur mér bara hvað ég á að gera og ég geri það,“ bætir hún við og vísar þar til þjálfarans. „Svo hlustar maður á Rammstein og Metallica áður en maður lyftir. Stillir tón- listina hátt og verður alveg brjálað- ur í skapinu. Það gírar mann ansi vel upp.“ Mætti tveimur tímum of seint Lauryn Hill var heldur betur óvinsæl á dögunum þegar hún mætti tveimur klukkustundum of seint á sína eigin tónleika í Atlanta. Þegar hún mætti loksins púuðu áhorfendur á hana en hún byrjaði svo að syngja. Eftir 40 mínútur var slökkt á hljóðnemanum hennar því staðurinn lokaði kl 23. Aðdáendur Lauryn voru skiljanlega mjög ósáttir við þetta og margir vildu fá endurgreiðslu. Upphófst mikil reiði á samfélagsmiðlum og þegar Lauryn svaraði reiðum aðdáendum bar hún því við að bílstjórinn hennar hefði villst og tók fólk þeirri útskýringu misvel. Georg og Julia saman á ný George Clooney og Julia Roberts eru mjög góðir vinir en þau eru að fara að leika saman í nýrri mynd, Money Monster. Þau eru bæði 55 ára gömul og eru alsæl með að fá að vera aftur saman á hvíta tjaldinu, en þessi mynd er sú fjórða sem þau leika í saman. Í viðtali við The Insider segir Julia að hún sé „heppnasta kona í heimi“. George talar um það í þessu sama viðtali að Julia og eiginmað- ur hennar, Danny Moder, séu ennþá svakalega ástfangin en þau eiga 14 ára brúðkaupsafmæli á þessu ári. Rita Wilson með brjóstakrabbamein Leikkonan Rita Wilson sagði frá því í vikunni að hún hefði greinst með brjóstakrabbamein og þurft að láta fjarlægja bæði brjóst sín. Rita, sem er eiginkona Tom Hanks, segir að fjölskyldan, vinir og læknarnir hafi bjargað lífi sínu. Þegar hún var að fá greiningu þurfti hún að fara til nokkurra lækna til að fá rétta greiningu. Hún deildi sögu sinni á Facebook til þess að hvetja konur til að fá annað álit ef þær eru vissar um að þær séu ekki að fá rétta greiningu hjá fyrsta lækninum. Rita er 58 ára og fór í aðgerð til að láta fjarlægja brjóstin og svo í aðra aðgerð til að byggja upp brjóstin að nýju. Kraftaamman hlustar á Rammstein fyrir æfingar Dagmar Agnarsdóttir er 64 ára, æfir kraftlyftingar af kappi og er á leið á heimsmeistaramót í sumar. Hún hlustar á Rammstein og Metallica til að gíra sig upp og lyftir vel yfir 100 kílóum. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Þetta byrjaði þannig að dætur mínar voru báðar í þessu og drógu mig með sér upp úr sófanum. Það var fyrir þremur árum. Ég hafði ekki verið að æfa neitt í langan tíma og var algjört sófadýr,“ segir hin 64 ára gamla kraftlyftingakona Dag- mar Agnarsdóttir, sem er á leið á heimsmeistaramót í klassískum kraftlyftingum í Texas í júní. Fyndið og skemmtilegt Dagmar, sem æfir undir hand- leiðslu Ingimundar Björgvinssonar kraftlyftinga- og einkaþjálfara hjá Gróttu, viðurkennir að það hafi verið ansi mikil átök að stíga upp úr sófanum og fara að lyfta. „Við Ingimundur höfum tekið þetta í hænuskrefum og allt í einu er ég komin hingað,“ segir Dagmar og hlær. Henni finnst þetta nefnilega pínulítið fyndið, að vera á leið á heimsmeistaramót í kraftlyfting- um á þessum aldri. „Það var aldrei ætlunin að fara þangað en það er voða gaman að vera orðin þetta framorðin og taka þátt í svona keppnum. Mér datt ekki einu sinni í hug að þetta væri eitthvað sem ég ætti eftir að gera. Áður en maður fer út í þetta sjálfur þá er maður kannski með smá fordóma gagn- vart þessu. Það er nefnilega stund- um sagt að konur verði svona og hinsegin af því að lyfta, en það er eflaust mjög misjafnt.“ Öll fjölskyldan með á mótið Í fyrstu fannst Dagmar mest gam- an að fá að deila áhugamáli með dætrum sínum og eyða tíma með þeim. „Ég hugsaði oft að ég nennti ekki að fara aftur en það var bara svo gaman að vera með þeim, þannig að ég hélt áfram að fara.“ Svo þróuðust málin þannig að önnur dóttir hennar varð ólétt og hin sneri sér að golfi þannig að hún varð ein eftir í kraftlyftingum. „Ég sat ein í súpunni og er ekkert á leiðinni að hætta,“ segir Dagmar og tekur fram að félagsskapurinn í kraftlyftingunum sé mjög góður og mikil samheldni í hópnum. Þannig að hún er alls ekki ein á báti. En þó dæturnar séu hættar að æfa þá eru þær enn hennar dygg- ustu stuðningsmenn, ásamt eigin- manni og barnabörnum, og ætlar öll fjölskyldan að fylgja henni á mótið í sumar. Upp úr sófanum Dagmar viðurkennir að það hafi verið átök að byrja að lyfta eftir að hafa ekki æft neinar íþróttir í langan tíma. Sterk amma Dagmar vílar ekki fyrir sér að lyfta yfir 100 kílóum í keppnum og hlustar á Rammstein og Metallica til að koma sér í rétta gírinn. Mynd | Rut Snilld að nota dömubindi til þess að bera á sig brúnkukrem Fær fallega og jafna áferð á brúnkukremið Gyða Dröfn Sveinbjörnsdóttir uppgötvaði skemmtilega leið til þess að bera á sig brúnkukrem þegar hún stóð úrræðalaus fyrir framan baðherbergisskápana eitt kvöldið. „Ég var að fara að bera á mig brúnkukrem og fann hvergi brúnkuhanskann minn. Ég rótaði í skápunum í hálfgerðri örvæntingu að leita að einhverju nothæfu þegar ég rak augun í dömubindin,“ segir Gyða Dröfn hlæjandi. Í hallæri ákvað Gyða Dröfn því að prófa að nota dömubindi til þess að setja á sig brúnkukremið. „Ég klippti það í tvennt, límdi á hendurnar og límdi vængina yfir handarbakið. Svo setti ég brúnku- kremið í bindið og bar á mig. Þetta reyndist svo heldur betur vera al- gjör snilld, ótrúlega einfalt og gefur brúnkunni alveg jafna áferð. Dömu- bindin hreyfast heldur ekkert á höndunum eins og hanskar eiga til að gera, af því þú límir þau á.“ Gyða Dröfn kveðst nú nota þessa aðferð reglulega til þess að setja á sig brúnkukrem. En er einhver ein tegund af dömubindum betri en önnur? „Mér finnst best að nota stór dömubindi með alveg sléttu yfir- borði, sem draga ekki alltof hratt í sig. Yfirleitt notast ég við Libresse,“ segir Gyða kát í bragði. Gyða Dröfn heldur úti blogginu gydadrofn.com þar sem hún skrifar til dæmis um húð- og snyrtivörur, heimilið og tísku, svo eitthvað sé nefnt. …fólk 18 | amk… LAUGARDAGUR 14. MAÍ 2016 Ég hugsaði oft að ég nennti ekki að fara aftur en það var bara svo gaman að vera með þeim, þannig að ég hélt áfram að fara. Úrræðagóð Gyða Dröfn klippir dömubindið í sundur og límir það á hendurnar. 3ja landa sýn 2.-9. júlí EYSTRASALTIÐ Eistland, Lettland og Litháen Einstök ferð um stórfallega náttúru og sögusvæði þriggja landa við Eystrarsaltið, Eistland, Lettland og Litháen. Við heimsækjum þrjár fallegustu borgirnar við Eystrasaltið í einni og sömu ferðinni, Tallinn í Eistlandi, Riga í Léttlandi og loks Vilnius í Litháen. Við skoðum hallir, kastala, lítil sveitaþorp, kynnumst fallegri náttúru og heimamönnum. 239.900 kr Verð per mann í 2ja manna herbergi WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 Innifalið í Ferðakostnaði er eftirfarandi: Flug og allir skattar í flugi frá Keflavík til Vilníus í Litháen, Flug og allir skattar í flugi frá Vilnius í Litháen til Keflavíkur, Akstur frá flugvelli á hótel og tilbaka, Gisting á 3 og 4 *hótelum í ferðinni með morgunmat, Öll keyrsla skv ferðalýsingu, Aðgöngumiðar á tilgreinda staði í ferðalýsingu, Íslenskur fararstjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.