Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 14.05.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 14.05.2016, Blaðsíða 4
Fjölmennur fundur Íslensku þjóðfylkingarinnar ein- kenndist af eldra fólki sem vildi snúa aftur til fortíðar Valur Grettisson Valur@frettatiminn.is „Við erum flokkur fyrir hinn al- menna vinnumann, okkur er alveg sama um auðmennina,“ sagði Örvar Harðarson, formaður framkvæmda- ráðs Íslensku þjóðfylkingarinn- ar, sem hélt kynningarfund á Hót- el Nordica síðastliðinn laugardag. Blaðamaður Fréttatímans mætti á fundinn sem var vel sóttur en um hundrað manns voru í salnum. Það vakti þó athygli að blaðamaður (sem er 35 ára gamall) var lang yngstur í salnum, fyrir utan jafnaldra sinn, hann Örvar. Ekki fór mikið fyrir andúð gegn útlendingum í málflutningi ræðu- manna eins og flokkurinn hefur ver- ið gagnrýndur fyrir. Þannig virtist andúðin frekar beinast að „ríka kall- inum“ eins og einn fundarmanna orðaði það. Stefna Íslensku þjóðfylkingarinn- ar virtist ganga út á að endurheimta óljósa fortíð sem aldraðir fundar- gestir einir könnuðust við. Þannig virtust fundarmenn sammála um að ganga úr EES. Eins vildu þau ganga úr Schengen og mikil áhersla var lögð á að stórefla varnarmál Íslendinga umfram hefðbundin varnarbandalög og leyfa frjálsar strandveiðar. Þá varð fundarmönn- um tíðrætt um Landhelgisgæsluna og eflingu hennar. Eins lagði einn fundarmanna til að rafstrengur yrði í besta falli lagður til Færeyja og Grænlands, en alls ekki lengra. Þá var þeirri hugmynd varpað fram, af fulltrúa framkvæmdaráðs, að settur yrði á 20% flatur skattur. Afslappað andrúmsloft fundar- ins gjörbreyttist þegar fundarstjóri ávarpaði einn gestinn í salnum, Píratann Bjartmar Odd Þey Alex- andersson, sem hefur verið virkur á Pírataspjallinu undanfarið, og birti meðal annars langt samtal sitt við Margréti Friðriksdóttur og Örvar um innflytjendamál á Youtube. Fundar- stjórinn krafðist þess að Bjartmar kynnti sig og útskýrði nærveru sína. Í þessu orðaskaki mátti heyra eldri mann segja ítrekað, „Út! Út!“. „Það virtist vera að viðvera mín á fundinum væri einhvers konar ógn,“ sagði Bjartmar eftir atvikið, en blaðamaður tók orðaskakið upp á síma sinn þar sem tveir fundarmenn reyndu að vísa Bjartmari á dyr eftir að einn af gestunum hótaði að fara ef Bjartmari yrði ekki vísað í burtu. Úr varð að Bjartmar fékk að vera áfram á fundinum eftir að fundar- maður kom upp í púlt og sagði að hann mætti sitja kynningarfundinn, en hann ætti ekki afturkvæmt ef hann afskræmdi orð fundarmanna. Það var ljóst að fundargestir ótt- uðust að snúið yrði út úr orðum þeirra, enda líta þeir ekki á sig sem fordómafullan flokk. Í samtali við Örvar kom fram sú sannfæring að hópurinn hafnaði ekki fjölmenn- ingu. „Við höfnum bara byggingu á mosku,“ sagði hann, en það þýðir þó ekki að flokkurinn amist við öðr- um trúarbrögðum; enda hefur flokk- urinn samþykkt að fylgja kristnum gildum. Myndbandið af orðaskakinu verð- ur birt á vef Fréttatímans. Mynd | Hari „Reynsla fósturbarna af óöryggi og flakki á milli heimila áður en þau fengu inni á fjölskylduheimilum var sláandi. Þetta millibilstímabil hafði afdrifa- ríkar afleiðingar hjá öllum mínum viðmælendum,“ segir Brynhild- ur Arthúrsdóttir félagsráðgjafi en hún kynnti í vikunni niðurstöður mastersrannsóknar sinnar á upp- lifun fólks sem dvaldi sem börn á fjölskylduheimilum Reykjavíkur- borgar á árunum 1965-1991. Bryn- hildur vonar að niðurstöðurnar verði innlegg í þróun í vistunar- málum barna og unglinga. „Einnig kom skýrt fram hjá öllum mínum viðmælendum að þau hefðu óskað þess að foreldrum þeirra hefði verið hjálpað meira til að hafa þau. Blóð- fólkið þeirra var þeim mjög mik- ilvægt og þau sögðust mörg hafa viljað þekkja foreldra sína og aðra í fjölskyldunni, meira.“ „Fyrir árið 1965 fór í gang um- ræða hér á landi, sem hafði verið í gangi erlendis, um að börn ættu frekar að vera vistuð í fjölskyldu- vænu umhverfi en ekki stofna- naumhverfi. Enn þann dag í dag eru til stofnanir og meðferðarheimili úti á landi en börn eiga aldrei að vera þar í lengri tíma. Sem betur fer er stefnan sú í dag að vandi barna, og fjölskyldna þeirra, er unnin heima. Þegar það er hægt.“ „Annað sem við getum lært af reynslu þessa fólks er að muna að hlusta á börnin. Í dag eiga börn að vera með í ráðum, samkvæmt lög- um, og við verðum að muna það, því eins og einn viðmælenda minna sagði: „Mér var aldrei sagt neitt. Ég veit ekki hvað ég hefði viljað, ég var bara aldrei spurður.“ | hh Fósturbörn vilja samband við blóðfjölskyldur sínar Brynhildur Arthúrsdóttir félagsráð- gjafi hefur unnið með fósturbörnum í fjölda ára. Eyrún Eyþórsdóttir lögreglukona er að skrifa doktorsritgerð um þá og birti nýlega grein í hinu virta fræði- riti International Journal of Heritage Studies ásamt Kristínu Loftsdóttir um efnið. En hvaða fólk er þetta? „Félag afkomenda Íslendinga var stofnað árið 1996 og hefur farið vax- andi síðan og fólk hefur verið að heimsækja Ísland. Þó það sé kreppa núna hefur efnahagur fólks í Brasilíu batnað mikið undanfarið og því hef- ur fólk frekar efni á að koma hingað. Hátíðarhöld voru í Curitiba árið 2013 þegar eins og hálf öld var liðin síðan fyrstu Íslendingarnir fór til Brasilíu og um 170 manns komu saman. Ísland er að verða þekktara erlendis og það þykir flott að vera íslenskur. Það er samasemmerki á milli Norðurlandanna og heiðarleika og vinnusemi. Afkomendurnir telja sig hafa þessa eiginleika og að þess vegna gangi þeim almennt vel.“ Hvað kom til að þú fórst að fá áhuga á Brasilíuförunum? „Ég var skiptinemi í Brasilíu og bjó hjá fólki sem var stolt af þýskum uppruna sínum. Ég vissi af Íslensku Brasilíuförunum og vildi vita meira. Ég bjó í syðsta fylkinu og ætlunin var að Íslendingarnir færu þangað, en síðan var þeim sagt að Curitiba væri kaldasta svæði Brasilíu og að þar færi betur um þá. Upprunalega áttu 500 manns að fara en bara 35 létu verða af. Það var óánægja með jarðirnar, deilur um ástamál og margir giftust fólki af öðrum uppruna svo hópur- inn tvístraðist, en í Curitiba búa enn flestir afkomendur og borgin er í dag vinabær Akureyrar.“ Ættfræði Afkomendur Brasilíufara leita upprunans Áratug áður en Íslendingar hófu að flytja til Kanada varð til vísir að Ís- lendinganýlendu í Brasilíu. Nú, 150 árum síðar, ganga þar enn um sólbrúnir menn af íslenskum ættum og þakka góðum genum vel- gengni sína í samfélaginu. Valur Gunnarsson valurgunnars@frettatiminn.is Í tísku að vera íslenskur í Brasilíu Sesilía Andrésdóttur situr í miðjunni og flutti til Brasilíu árið 1873. Dóttir hennar og eiginmaður eru sitthvorum megin við. Alls hafa 20 einstaklingar greitt atkvæði í utankjörfundaratkvæða- greiðslu á höfuðborgarsvæðinu vegna forsetakosninganna sem fram fara 25. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í upplýsing- um frá sýslumanninum á höfuð- borgarsvæðinu. Alls hafa fjórtán frambjóðendur tilkynnt um fram- boð til embættis forseta Íslands en skila átti undirskriftalistum til yf- irkjörstjórna í gær. Frambjóðend- ur hafa svo frest til 20. maí til þess að fá vottorð frá yfirkjörstjórnum um að listarnir séu gildir. Óvana- lega margir greiddu atkvæði utan kjörfundar í forsetakosningunum árið 2012, en þá greiddu hátt í 24% atkvæði utan kjörfundar. Engin frambjóðandi er formlega í fram- boði enn sem komið er. | vg Örfáir hafa greitt atkvæði utan kjörfundar. Tuttugu þegar greitt atkvæði Mosfellsbær þarf að greiða eigend- um sex húsa tæplega 20 millj- ónir króna í skaðabætur vegna breytinga á deiliskipulagi í Krika- hverfi árið 2008. Til stóð að reisa leikskóla á svæðinu en því var breytt og úr varð að grunn- og leik- skóli var reistur. Íbúarnir í grennd héldu því fram að eignir þeirra hefðu rýrnað með breytingunum einkum vegna hávaða-, umferðar- og sjónmengunar. Allir eigend- urnir sigruðu fyrir héraðsdómi og áfrýjaði Mosfellsbær málunum til hæstaréttar sem staðfesti alla dómana. Bærinn þarf því að greiða eigendunum á bilinu 2,9 milljónir upp í 3,6 vegna málsins. | vg Fá 20 milljónir út af breyttu skipulagi Stjórnmál: Fundur Íslensku þjóðfylkingarinnar í uppnám Íslenska þjóðfylkingin aftur til fortíðar Fundurinn var fjölmennur en meðalaldurinn var líklega nokkuð yfir fimmtugt. 4 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 14. MAÍ–16. MAÍ 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.